Páfi virðist leggja blessun sína yfir blessun samkynhneigðra para Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2023 07:10 Baráttufólk hefur fagnað afstöðu páfa. AP/Andrew Medichini Frans páfi hefur gefið til kynna að það kunni að vera leiðir til að blessa samkynhneigð pör jafnvel þótt það sé enn afstaða kaþólsku kirkjunnar að aðeins karl og kona geti gengið í heilagt hjónaband. Þetta má lesa úr svörum páfa við fyrirspurn íhaldssamra kardinála, þar sem þeir óskuðu eftir því að páfi útskýrði afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar í aðdraganda stórs fundar þar sem málefni samkynhneigðra kaþólikka verða meðal umræðuefna. Það hefur ávallt verið afstaða kirkjunnar að hjónabandið sé heilög stofnun karls og konu en Frans hefur gefið til kynna að hann sé fylgjandi því að hið opinbera greiði fyrir lagalegum réttindum til handa samkynhneigðum pörum. Þá hafa sumir kaþólskir prestar í Evrópu blessað samkynhneigð pör án inngripa frá Vatíkaninu. Áður sagði í reglum kirkjunnar að það væri ekki hægt að blessa samkynhneigð pör þar sem guð gæti ekki lagt blessun sína yfir synd. Í svörum Frans við fyrirspurn kardínálana, sem eru frá því í júlí, virðist hins vegar að finna stefnubreytingu. Frans ítrekar að hjónaband sé sáttmáli á milli manns og konu en hann segir „prestlega gjafmildi“ (e. pastoral charity) krefjast þolinmæði og skilnings og að prestar ættu ekki að setja sig í hlutverk dómara sem aðeins „neita, hafna og útiloka“. Það sé presta að meta hvort það sé leið til að veita einstaklingum blessun, án þess að ljá sambandinu lögmæti hjónabands, þar sem ósk um blessun sé ósk um aðstoð frá guði; aðstoð við að lifa betur. Frans segir enga þörf á því að formfesta blessanir af þessu tagi, heldur sé um að ræða mat hverju sinni. Meðal kardínálanna sem óskuðu svara frá Frans voru helstu gagnrýnendur hans, meðal annarra Walter Brandmueller frá Þýskalandi og Raymond Burke frá Bandaríkjunum, sem báðir gagnrýndu ákvörðun Frans um að opna á það að fráskildir kaþólikkar sem höfðu gifst aftur gætu gengið til altaris. Hinsegin Páfagarður Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Þetta má lesa úr svörum páfa við fyrirspurn íhaldssamra kardinála, þar sem þeir óskuðu eftir því að páfi útskýrði afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar í aðdraganda stórs fundar þar sem málefni samkynhneigðra kaþólikka verða meðal umræðuefna. Það hefur ávallt verið afstaða kirkjunnar að hjónabandið sé heilög stofnun karls og konu en Frans hefur gefið til kynna að hann sé fylgjandi því að hið opinbera greiði fyrir lagalegum réttindum til handa samkynhneigðum pörum. Þá hafa sumir kaþólskir prestar í Evrópu blessað samkynhneigð pör án inngripa frá Vatíkaninu. Áður sagði í reglum kirkjunnar að það væri ekki hægt að blessa samkynhneigð pör þar sem guð gæti ekki lagt blessun sína yfir synd. Í svörum Frans við fyrirspurn kardínálana, sem eru frá því í júlí, virðist hins vegar að finna stefnubreytingu. Frans ítrekar að hjónaband sé sáttmáli á milli manns og konu en hann segir „prestlega gjafmildi“ (e. pastoral charity) krefjast þolinmæði og skilnings og að prestar ættu ekki að setja sig í hlutverk dómara sem aðeins „neita, hafna og útiloka“. Það sé presta að meta hvort það sé leið til að veita einstaklingum blessun, án þess að ljá sambandinu lögmæti hjónabands, þar sem ósk um blessun sé ósk um aðstoð frá guði; aðstoð við að lifa betur. Frans segir enga þörf á því að formfesta blessanir af þessu tagi, heldur sé um að ræða mat hverju sinni. Meðal kardínálanna sem óskuðu svara frá Frans voru helstu gagnrýnendur hans, meðal annarra Walter Brandmueller frá Þýskalandi og Raymond Burke frá Bandaríkjunum, sem báðir gagnrýndu ákvörðun Frans um að opna á það að fráskildir kaþólikkar sem höfðu gifst aftur gætu gengið til altaris.
Hinsegin Páfagarður Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira