Trukkar flækist ítrekað um hálendið eftirlitslaust Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. október 2023 20:21 Úr myndbandi þýsks ferðamanns sem festi fjórtán tonna hertrukk á fáförnum slóða í Þjórsárverum. skjáskot Formaður vina Þjórsárvera segir ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum sem þýskur hertrukkur festist á fyrr í mánuðinum. Hún segist ítrekað hafa kallað eftir úrbótum en talað fyrir lokuðum eyrum. Við höfum haft áhyggjur af þessum slóða í mörg ár,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland.“ Í friðlöndum eru strangari skilyrði um akstur. Hertrukkurinn sem rataði í fréttirnar í gær var fjórtán tonna þungur en slóðinn er aðeins fyrir léttari bíla. Sigþrúður segir slóðann aðeins hafa haft hlutverki að gegna á meðan smalarar gistu á Bólstað skammt frá Sóleyjarhöfða. „Því var hætt 1984 og því hefur þessi slóði ekki haft neinn tilgang síðan, og honum ekki verið viðhaldið. Ég hef séð menn keyra þarna síðustu árin sem eru að skemma slóðann. Við höfum því haft áhyggjur af því að þetta sé að valda landsspjöllum,“ segir Sigþrúður sem vill því loka slóðanum á meðan engar viðgerðir séu í farvatninu. Enginn hafi enda hag af því að viðhalda slóðanum í dag. Ekkert eftirlit á fáförnum slóðum Hún segist hafa talað fyrir lokuðum eyrum varðandi slóðann. „Við höfum veirð að ýta á Umhverfisstofnun, ábyrgðin er að vissu leyti þar. Það eru margir slóðar inni á kortinu sem ættu ekkert að vera þar. Þessi slóði var reiðleið, hin forna leið milli suðurs og norðurs. En nú hefur greinilega orðið hræðilegt slys.“ Þjórsárver sunnan Hofsjökuls. Ein af óteljandi perlum hálendisins.vísir/vilhelm Sigþrúður ætlar að kanna aðstæður nánar á morgun. „Þetta er auðvitað í 580 metra hæð yfir sjávarmáli, þannig að það er ekki mjög auðvelt að laga svona skemmdir, svona hátt yfir sjó.“ Í ljósi þess að það vantaði allar merkingar, var þetta þá ekki alfarið Þjóðverjanum að kenna, sem kom sér í þessar aðstæður? „Hann er greinilega frekur. Þarna vantar merkingar en að fara á þungum trukki eftir moldargötu er líka algjört dómgreindarleysi. Hann er útlendingur og áttar sig kannski ekki alveg á aðstæðum en ég ætla ekki að fara að verja hann á nokkurn hátt. Hann er að gera hluti sem hann átti að kynna sér betur. Þegar maður er í ókunnugu landi þarftu að kynna þér aðstæður,“ segir Sigþrúður sem hefur ítrekað orðið var við trukka sem flækist um hálendið eftirlitslaust. „Á erlendum númerum, frá Þýskalandi og Austurríki. Þetta fólk er bara að fara stjórnlaust um landið og algjörlega eftirlitslaust. Vegna þess að það er nánast ekkert eftirlit á þessu svæði, enginn landvörður sem hefur aðstæður. Enda er þetta mjög fáfarið,“ segir Sigþrúður að lokum. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Innlent Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Innlent Gular viðvaranir í kortunum Veður Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Erlent Steypumót féll á starfsmann byggingarfyrirtækis Innlent Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Innlent Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Innlent Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Innlent Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Innlent Lýsa eftir Hlyni Innlent Fleiri fréttir Steypumót féll á starfsmann byggingarfyrirtækis Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Leit að Sigríði heldur áfram um helgina Kenningar um hvarfið, uggandi rafrettusalar og málabunkinn Flugvél á leið til Íslands lent í Manchester Hörður Svavarsson er látinn Allir úr stærsta árgangi sögunnar fengu inni Lýsa eftir Hlyni Vandamenn megi ekki lengur hjálpa glæpamönnum Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Lagt hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu Konan fær að dúsa inni í tvær vikur í viðbót Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins „Heilög skylda“ að málþæfa gegn „dellumálum“ í allt sumar Leitin að Jóni Þresti og hópmálsókn ferðaþjónustunnar Tomasz tekur við formennsku í innflytjendaráði Bein útsending: Réttlæti og ábyrgð – Vernd barna í Úkraínu „Er allt komið í hund og kött?“ Reykvíkingur ársins erlendis en fær að veiða í júlí Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Tilgáta um að launmorðingi hafi farið mannavillt þegar Jón Þröstur hvarf Fangar fluttir á spítala nokkrum sinnum á ári vegna ofneyslu vímuefna Tilraunaverkefni hjá borginni á að koma ruslinu á réttan stað Kalli Snæ biðst afsökunar Sjá meira
Við höfum haft áhyggjur af þessum slóða í mörg ár,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland.“ Í friðlöndum eru strangari skilyrði um akstur. Hertrukkurinn sem rataði í fréttirnar í gær var fjórtán tonna þungur en slóðinn er aðeins fyrir léttari bíla. Sigþrúður segir slóðann aðeins hafa haft hlutverki að gegna á meðan smalarar gistu á Bólstað skammt frá Sóleyjarhöfða. „Því var hætt 1984 og því hefur þessi slóði ekki haft neinn tilgang síðan, og honum ekki verið viðhaldið. Ég hef séð menn keyra þarna síðustu árin sem eru að skemma slóðann. Við höfum því haft áhyggjur af því að þetta sé að valda landsspjöllum,“ segir Sigþrúður sem vill því loka slóðanum á meðan engar viðgerðir séu í farvatninu. Enginn hafi enda hag af því að viðhalda slóðanum í dag. Ekkert eftirlit á fáförnum slóðum Hún segist hafa talað fyrir lokuðum eyrum varðandi slóðann. „Við höfum veirð að ýta á Umhverfisstofnun, ábyrgðin er að vissu leyti þar. Það eru margir slóðar inni á kortinu sem ættu ekkert að vera þar. Þessi slóði var reiðleið, hin forna leið milli suðurs og norðurs. En nú hefur greinilega orðið hræðilegt slys.“ Þjórsárver sunnan Hofsjökuls. Ein af óteljandi perlum hálendisins.vísir/vilhelm Sigþrúður ætlar að kanna aðstæður nánar á morgun. „Þetta er auðvitað í 580 metra hæð yfir sjávarmáli, þannig að það er ekki mjög auðvelt að laga svona skemmdir, svona hátt yfir sjó.“ Í ljósi þess að það vantaði allar merkingar, var þetta þá ekki alfarið Þjóðverjanum að kenna, sem kom sér í þessar aðstæður? „Hann er greinilega frekur. Þarna vantar merkingar en að fara á þungum trukki eftir moldargötu er líka algjört dómgreindarleysi. Hann er útlendingur og áttar sig kannski ekki alveg á aðstæðum en ég ætla ekki að fara að verja hann á nokkurn hátt. Hann er að gera hluti sem hann átti að kynna sér betur. Þegar maður er í ókunnugu landi þarftu að kynna þér aðstæður,“ segir Sigþrúður sem hefur ítrekað orðið var við trukka sem flækist um hálendið eftirlitslaust. „Á erlendum númerum, frá Þýskalandi og Austurríki. Þetta fólk er bara að fara stjórnlaust um landið og algjörlega eftirlitslaust. Vegna þess að það er nánast ekkert eftirlit á þessu svæði, enginn landvörður sem hefur aðstæður. Enda er þetta mjög fáfarið,“ segir Sigþrúður að lokum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Innlent Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Innlent Gular viðvaranir í kortunum Veður Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Erlent Steypumót féll á starfsmann byggingarfyrirtækis Innlent Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Innlent Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Innlent Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Innlent Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Innlent Lýsa eftir Hlyni Innlent Fleiri fréttir Steypumót féll á starfsmann byggingarfyrirtækis Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Leit að Sigríði heldur áfram um helgina Kenningar um hvarfið, uggandi rafrettusalar og málabunkinn Flugvél á leið til Íslands lent í Manchester Hörður Svavarsson er látinn Allir úr stærsta árgangi sögunnar fengu inni Lýsa eftir Hlyni Vandamenn megi ekki lengur hjálpa glæpamönnum Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Lagt hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu Konan fær að dúsa inni í tvær vikur í viðbót Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins „Heilög skylda“ að málþæfa gegn „dellumálum“ í allt sumar Leitin að Jóni Þresti og hópmálsókn ferðaþjónustunnar Tomasz tekur við formennsku í innflytjendaráði Bein útsending: Réttlæti og ábyrgð – Vernd barna í Úkraínu „Er allt komið í hund og kött?“ Reykvíkingur ársins erlendis en fær að veiða í júlí Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Tilgáta um að launmorðingi hafi farið mannavillt þegar Jón Þröstur hvarf Fangar fluttir á spítala nokkrum sinnum á ári vegna ofneyslu vímuefna Tilraunaverkefni hjá borginni á að koma ruslinu á réttan stað Kalli Snæ biðst afsökunar Sjá meira