Erlent

Tvær sprengju­á­rásir í Stokk­hólmi í morgun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ofbeldisalda gengur nú yfir Svíþjóð og hafa fjölmörg morð verið framin þar á þessu ári.
Ofbeldisalda gengur nú yfir Svíþjóð og hafa fjölmörg morð verið framin þar á þessu ári. Nils Petter Nilsson/TT News Agency via AP

Tvær sprengjur sprungu í úthverfum Stokkhólms í morgun, í Huddinge og Hässelby.

Húsið sem varð fyrir árás í Hässelby er heimili tveggja manna sem eru í haldi grunaðir um morð í Jordbro í Stokkhólmi á dögunum þar sem 23 ára gamall maður var myrtur og annar særður.

Annar hinna grunuðu er yfirlýstur nasisti segir sænska ríkisútvarpið. Engan sakaði í sprengingunni en húsið er gjörónýtt auk þess sem nærliggjandi hús urðu fyrir skemmdum einnig. Tíu hús í götunni voru rýmd vegna eldsvoðans.

Tveimur klukkutímum fyrir sprengingunar í Hässelby sprakk síðan önnur sprengja í Huddinge, sem er suður af höfuðborginni Stokkhólmi. Sú sprengja virðist hafa verið minni, útidyrahurð hússins var sprengd í loft upp. Fjöldi fólks var innandyra en engan virðist hafa sakað.


Tengdar fréttir

Bar­áttan við glæpa­gengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall

Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar.

Segir börn hafa sam­band við glæpa­gengin og bjóðast til að drepa

Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×