Erlent

Hand­tekinn vegna morðsins á Tu­pac

Bjarki Sigurðsson skrifar
Morðið á hinum heimsfræga rappara hefur aldrei verið upplýst.
Morðið á hinum heimsfræga rappara hefur aldrei verið upplýst. Raymond Boyd/Getty Images

Lögreglan í Las Vegas hefur handtekið mann vegna morðsins á rapparanum Tupac Shakur árið 1996. 

Duane „Keffe D“ Davis var í dag handtekinn en ekki er vitað hvernig lögreglan telur hann tengjast málinu. 

Davis hefur áður viðurkennt í viðtölum og sjálfsævisögu sinni að hann hafi verið í Cadillac-ökutækinu sem skotið var úr í átt að Tupac er hann lést. 

Tveir mánuðir eru síðan lögreglan í Las Vegas gerði húsleit heima hjá eiginkonu Davis vegna málsins. Voru þá nokkrar tölvur, farisími, byssukúlur og fleira gerð upptæk. 

Tupac var einn vinsælasti rappari heims er hann var myrtur en hann var einungis 25 ára gamall. 


Tengdar fréttir

Hús­leit vegna morðsins á Tu­pac Shakur

Lög­reglan í Las Vegas fór fram á og fékk leitar­heimild vegna rann­sóknar á morðinu á rapparanum Tu­pac Shakur. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. septem­ber árið 1996 í Las Vegas og hefur morðinginn aldrei fundist.

„Stutt gúggl“ til að komast að því hver drap Tupac

Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, segir lítið mál að komast að líklegri niðurstöðu um það hver hafi drepið rapparann Tupac Shakur. Nýjar vendingar í morðmáli rapparans hafa vakið mikla athygli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×