Húsleit vegna morðsins á Tupac Shakur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júlí 2023 23:28 Morðið á hinum heimsfræga rappara hefur aldrei verið upplýst. Raymond Boyd/Getty Images Lögreglan í Las Vegas fór fram á og fékk leitarheimild vegna rannsóknar á morðinu á rapparanum Tupac Shakur. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. september árið 1996 í Las Vegas og hefur morðinginn aldrei fundist. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að lögreglan í Las Vegas hafi nýtt sér leitarheimildina og gert húsleit í Henderson borg, í nágrenni Las Vegas í gær. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað það var sem lögreglan leitaði að eða hvers vegna. Segir miðillinn að lögreglan hafi varist allra frétta og beri fyrir sig að um morðrannsókn sé að ræða. Lögreglan hefur aldrei handtekið neinn í tengslum við morðið á hinum heimsfræga rappara. Shakur var skotinn þar sem hann sat í bíl ásamt Marion „Suge“ Knight, framkvæmdastjóra útgáfufyrirtækisins Death Row Records. Þeir voru á rauðu ljósi þegar hvítur bíll af gerðinni Cadillac keyrði upp að þeim og farþegar þar hófu skothríð. Rapparinn var skotinn nokkrum sinnum í árásinni. Hann var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum sínum viku síðar. Lögregluyfirvöld í Las Vegas hafa ávallt borið fyrir sig að vitni að morðinu hafi ekki viljað vinna með lögreglunni. Ferillinn spannaði einungis fimm ár Í umfjöllun Guardian er þess getið að rapparinn hafi löngum þótt einn áhrifamesti tónlistarmaður síns tíma. Hann átti fimm plötur á toppi vinsældalista en þrjár voru gefnar út eftir að hann lést árið 1996. Árið 2017 var honum veitt sérstök heiðursverðlaun og tekinn inn í frægðarhöllina sem kennd er við rokk og ról. Í maí síðastliðnum var síðan gata nefnd eftir honum í Oakland borg þar sem hann bjó eitt sinn. Tónlistarferill rapparans spannaði einungis fimm ár. Á þeim tíma átti hann 21 lag á Billboard listanum, meðal annars lögin Dear Mama og Old School auk hans vinsælasta lags, How Do U Want It/California Love. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=J7_bMdYfSws">watch on YouTube</a> Tónlist Bandaríkin Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að lögreglan í Las Vegas hafi nýtt sér leitarheimildina og gert húsleit í Henderson borg, í nágrenni Las Vegas í gær. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað það var sem lögreglan leitaði að eða hvers vegna. Segir miðillinn að lögreglan hafi varist allra frétta og beri fyrir sig að um morðrannsókn sé að ræða. Lögreglan hefur aldrei handtekið neinn í tengslum við morðið á hinum heimsfræga rappara. Shakur var skotinn þar sem hann sat í bíl ásamt Marion „Suge“ Knight, framkvæmdastjóra útgáfufyrirtækisins Death Row Records. Þeir voru á rauðu ljósi þegar hvítur bíll af gerðinni Cadillac keyrði upp að þeim og farþegar þar hófu skothríð. Rapparinn var skotinn nokkrum sinnum í árásinni. Hann var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum sínum viku síðar. Lögregluyfirvöld í Las Vegas hafa ávallt borið fyrir sig að vitni að morðinu hafi ekki viljað vinna með lögreglunni. Ferillinn spannaði einungis fimm ár Í umfjöllun Guardian er þess getið að rapparinn hafi löngum þótt einn áhrifamesti tónlistarmaður síns tíma. Hann átti fimm plötur á toppi vinsældalista en þrjár voru gefnar út eftir að hann lést árið 1996. Árið 2017 var honum veitt sérstök heiðursverðlaun og tekinn inn í frægðarhöllina sem kennd er við rokk og ról. Í maí síðastliðnum var síðan gata nefnd eftir honum í Oakland borg þar sem hann bjó eitt sinn. Tónlistarferill rapparans spannaði einungis fimm ár. Á þeim tíma átti hann 21 lag á Billboard listanum, meðal annars lögin Dear Mama og Old School auk hans vinsælasta lags, How Do U Want It/California Love. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=J7_bMdYfSws">watch on YouTube</a>
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira