Dianne Feinstein, elsti öldungadeilarþingmaðurinn, er látin Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2023 14:48 Dianne Feinstein lést á heimili sínu í Washington DC í gærkvöldi. Hún var níræð. AP/J. Scott Applewhite Dianne Feinstein, elsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna, er látin. Feinstein ruddi marga múra niður fyrir konur á sínum langa ferli í stjórnmálum en hún var níutíu ára gömul og hafði glímt við veikindi. Hún er sögð hafa dáið á heimili sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá starfsfólki hennar segir að Feinstein hafi skilið eftir sig merka arfleið. Hún hafi aldrei skorast undan hólmi og barist fyrir því sem hún taldi réttlátt. Á sama tíma hafi hún verið tilbúin til að starfa með hverjum sem er, jafnvel þó hún væri ósammála viðkomandi, til að bæta líf íbúa Kaliforníu og Bandaríkjanna. „Það eru fáar konur sem geta kallað sig öldungadeildarþingmann, formann, borgarstjóra, eiginkonu, móður og ömmu. Feinstein var náttúruafl sem hafði ótrúleg áhrif á þjóð okkar og heimaríki.“ From the office of Senator Dianne Feinstein: pic.twitter.com/rvcAmVk8O0— Senator Dianne Feinstein (@SenFeinstein) September 29, 2023 Feinstein var kjörin á öldungadeildina fyrir Demókrataflokkinn árið 1992 en var þar áður umfangsmikil í borgarstjórnarmálum San Francisco. Hún varð borgarstjóri þar árið 1978 eftir að George Moscone, borgarstjóri, og Harvey Milk, næstráðandi, voru skotnir til bana í ráðhúsi San Francisco. Hún varð þar með fyrsta konan til að verða borgarstjóri San Francisco. seinna varð hún önnur af tveimur fyrstu konum til að taka sæti í öldungadeildinni fyrir Kaliforníu. Síðan varð hún fyrsta konan til að stýra leyniþjónustumálanefnd öldungadeildarinnar. Sem öldungadeildarþingmaður barðist Feinstein fyrir aukinni umhverfisvernd, réttindum kvenna og hertri löggjöf varðandi eign skotvopna, svo eitthvað sé nefnt. Einn af stærri sigrum hennar á ferlinum var samþykkt árásarvopnabannsins árið 1994, sem bannaði ákveðnar tegundir skotvopna. Bannið rann þó út tíu árum síðar og hefur aldrei verið framlengt. Í veikindafrí og ætlaði að setjast í helgan stein Eins og áður segir hafði Feinstein glímt við heilsuvanda á undanförnum árum. Hún virtist oft rugluð í rýminu og tilkynnti nýverið að hún ætlaði ekki að gefa aftur kost á sér eftir að kjörtímabili hennar lýkur árið 2025. Skömmu eftir þá tilkynningu þurfti hún að fara í nokkurra vikna veikindafrí og sagði hún af formennsku í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar eftir kosningarnar 2020. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Í tilkynningu frá starfsfólki hennar segir að Feinstein hafi skilið eftir sig merka arfleið. Hún hafi aldrei skorast undan hólmi og barist fyrir því sem hún taldi réttlátt. Á sama tíma hafi hún verið tilbúin til að starfa með hverjum sem er, jafnvel þó hún væri ósammála viðkomandi, til að bæta líf íbúa Kaliforníu og Bandaríkjanna. „Það eru fáar konur sem geta kallað sig öldungadeildarþingmann, formann, borgarstjóra, eiginkonu, móður og ömmu. Feinstein var náttúruafl sem hafði ótrúleg áhrif á þjóð okkar og heimaríki.“ From the office of Senator Dianne Feinstein: pic.twitter.com/rvcAmVk8O0— Senator Dianne Feinstein (@SenFeinstein) September 29, 2023 Feinstein var kjörin á öldungadeildina fyrir Demókrataflokkinn árið 1992 en var þar áður umfangsmikil í borgarstjórnarmálum San Francisco. Hún varð borgarstjóri þar árið 1978 eftir að George Moscone, borgarstjóri, og Harvey Milk, næstráðandi, voru skotnir til bana í ráðhúsi San Francisco. Hún varð þar með fyrsta konan til að verða borgarstjóri San Francisco. seinna varð hún önnur af tveimur fyrstu konum til að taka sæti í öldungadeildinni fyrir Kaliforníu. Síðan varð hún fyrsta konan til að stýra leyniþjónustumálanefnd öldungadeildarinnar. Sem öldungadeildarþingmaður barðist Feinstein fyrir aukinni umhverfisvernd, réttindum kvenna og hertri löggjöf varðandi eign skotvopna, svo eitthvað sé nefnt. Einn af stærri sigrum hennar á ferlinum var samþykkt árásarvopnabannsins árið 1994, sem bannaði ákveðnar tegundir skotvopna. Bannið rann þó út tíu árum síðar og hefur aldrei verið framlengt. Í veikindafrí og ætlaði að setjast í helgan stein Eins og áður segir hafði Feinstein glímt við heilsuvanda á undanförnum árum. Hún virtist oft rugluð í rýminu og tilkynnti nýverið að hún ætlaði ekki að gefa aftur kost á sér eftir að kjörtímabili hennar lýkur árið 2025. Skömmu eftir þá tilkynningu þurfti hún að fara í nokkurra vikna veikindafrí og sagði hún af formennsku í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar eftir kosningarnar 2020.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira