Enginn skjálfti í HK-ingum: Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 16:46 Leifur Þór Leifsson er fyrirliði HK-liðsins. Vísir/Hulda Margrét HK mætir Fylki í kvöld í neðri hluta Bestu deildar karla en þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Bestu deildinni. HK er með fjögurra stiga forskot á Fylki og fimm stigum frá fallsæti og eru HK-ingar því í mun betri stöðu en Árbæingar. „Þeir eru með bakið upp við vegg og við erum búnir að grafa okkur eigin holu. Þetta er því virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ sagði Leifur Þór Leifsson, fyrirliði HK, í samtali við Val Pál Eiríksson. Það er langt síðan HK vann síðasta leik sinn því liðið hefur ekki unnið leik síðan 9. ágúst. HK hefur leikir sex deildarleiki í röð án þess að vinna. Hvað orsakar þetta? „Þegar líða fór á mótið þá vorum við í góðri stöðu. Við fórum kannski of mikið í það að reyna að halda sigrunum. Við vorum ekki að tefla of miklu í sóknina þegar við vorum yfir og vorum að fá mörk á okkur á lokamínútunum,“ sagði Leifur Þór. „Núna erum við bara komnir með smá pressu á okkur og vonandi förum við að sækja sigrana aftur,“ sagði Leifur Þór. HK tapaði fyrir botnliði Keflavíkur í síðasta leik. Er eitthvað sérstakt sem HK þarf að bæta frá þeim leik? „Já við tökum alltaf eitthvað út úr leikjunum en við leggjum þá líka upp á misjafnan hátt. Munurinn núna er kannski sá að við erum komnir inn í Kór og okkur líður vel þar. Við höfum trú á því að við sækjum sigurinn,“ sagði Leifur Þór. HK er að sogast nær fallsætinu en er kominn einhver skjálfti í menn? „Nei ég myndi ekki segja það. Við erum með tveggja leikja forystu á þessi þrjú lið og Keflavík á ekki möguleika á því að ná okkur. Við þurfum bara einn sigur og við vitum það alveg. Við eigum tvo heimaleiki núna sem er gott fyrir okkur,“ sagði Leifur Þór. „Við fórum upp með Fylki í fyrra og þeir unnu þá deildina. Við viljum bara sanna fyrir þeim að við erum betra lið en þeir. Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra,“ sagði Leifur Þór. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30. Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
HK er með fjögurra stiga forskot á Fylki og fimm stigum frá fallsæti og eru HK-ingar því í mun betri stöðu en Árbæingar. „Þeir eru með bakið upp við vegg og við erum búnir að grafa okkur eigin holu. Þetta er því virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ sagði Leifur Þór Leifsson, fyrirliði HK, í samtali við Val Pál Eiríksson. Það er langt síðan HK vann síðasta leik sinn því liðið hefur ekki unnið leik síðan 9. ágúst. HK hefur leikir sex deildarleiki í röð án þess að vinna. Hvað orsakar þetta? „Þegar líða fór á mótið þá vorum við í góðri stöðu. Við fórum kannski of mikið í það að reyna að halda sigrunum. Við vorum ekki að tefla of miklu í sóknina þegar við vorum yfir og vorum að fá mörk á okkur á lokamínútunum,“ sagði Leifur Þór. „Núna erum við bara komnir með smá pressu á okkur og vonandi förum við að sækja sigrana aftur,“ sagði Leifur Þór. HK tapaði fyrir botnliði Keflavíkur í síðasta leik. Er eitthvað sérstakt sem HK þarf að bæta frá þeim leik? „Já við tökum alltaf eitthvað út úr leikjunum en við leggjum þá líka upp á misjafnan hátt. Munurinn núna er kannski sá að við erum komnir inn í Kór og okkur líður vel þar. Við höfum trú á því að við sækjum sigurinn,“ sagði Leifur Þór. HK er að sogast nær fallsætinu en er kominn einhver skjálfti í menn? „Nei ég myndi ekki segja það. Við erum með tveggja leikja forystu á þessi þrjú lið og Keflavík á ekki möguleika á því að ná okkur. Við þurfum bara einn sigur og við vitum það alveg. Við eigum tvo heimaleiki núna sem er gott fyrir okkur,“ sagði Leifur Þór. „Við fórum upp með Fylki í fyrra og þeir unnu þá deildina. Við viljum bara sanna fyrir þeim að við erum betra lið en þeir. Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra,“ sagði Leifur Þór. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30.
Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira