Inniliggjandi með covid fjölgar hratt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2023 11:51 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir biður fólk um að taka tillit til annarra og taka upp sprittið. Vísir/Arnar Töluvert álag er á Landspítalanum vegna covid-veikinda og fjöldi þeirra sem eru inniliggjandi með veiruna hefur þrefaldast á stuttum tíma. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem er með einkenni til þess að taka tillit til þeirra sem eru í áhættuhópum. Nokkrar kvefpestir herja nú á landsmenn og að sögn Guðrúnar Aspelund, sóttvarnalæknis, hafa fleiri verið að greinast með covid. Fólk er ekki að fara í sýnatökur líkt og áður og nær tölfræðin því einungis til þeirra sem eru að veikjast töluvert. „Það hafa verið fleiri inni á spítalanum undanfarnar tvær vikur. Um svona tuttugu manns sem eru þar inni með eða vegna covid,“ segir Guðrún. Þetta er umtalsverð fjölgun frá því sem verið hefur að sögn Guðrúnar en undanfarið hafa að meðaltali fimm til sjö verið inniliggjandi á Landspítala með covid. Ekki liggur þó fyrir hvort fólk sé lagt inn vegna veirunnar eða upphaflega af öðrum ástæðum. Guðrún bendir þó á að ekki sé almennt skimað fyrir veirunni á spítalanum og því séu viðkomandi með veikir með einkenni covid. Hún hefur ekki gögn um aldurssamsetningu hópsins en segir yfirleitt um eldra fólk að ræða. Töluvert álag sé á spítalanum. „Þau finna finna alveg fyrir þessum sjúklingum sem eru með covid og aðrar öndunarfærasýkingar.“ Um fimm til sjö hafa almennt verið inniliggjandi með covid en nú eru um tuttugu manns með covid á Landspítalanum.vísir/Vilhelm Afbrigðið sem herjar á landsmenn er undirafbrigði ómíkron og um mánaðarmótin er von á uppfærðu bóluefni með tilliti til þess. Ákveðnir hópar verða þá hvattir til að fara í örvunarbólusetningu. „Þetta eru þá allir sextíu ára og eldri og fólk með langvinna sjúkdóma, eins og hjarta- og lungnasjúdóma, offitu, sykursýki, ónæmisbældir einstaklingar og forgangshópar, eins og heilbrigðisstarfsmenn sem sinna þessum hópum og einnig þungaðar konur,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk noti heimapróf og taki tillit til annarra. „Ástæðan er sú að covid er mjög smitandi og veldur alvarlegri veikindum hjá ákveðnum hópum. Umfram bólusetninguna biðjum við fólk að hafa í huga almennar sóttvarnir, handþvott, halda fjarlægð og passa upp á umgengni við aðra,“ segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Nokkrar kvefpestir herja nú á landsmenn og að sögn Guðrúnar Aspelund, sóttvarnalæknis, hafa fleiri verið að greinast með covid. Fólk er ekki að fara í sýnatökur líkt og áður og nær tölfræðin því einungis til þeirra sem eru að veikjast töluvert. „Það hafa verið fleiri inni á spítalanum undanfarnar tvær vikur. Um svona tuttugu manns sem eru þar inni með eða vegna covid,“ segir Guðrún. Þetta er umtalsverð fjölgun frá því sem verið hefur að sögn Guðrúnar en undanfarið hafa að meðaltali fimm til sjö verið inniliggjandi á Landspítala með covid. Ekki liggur þó fyrir hvort fólk sé lagt inn vegna veirunnar eða upphaflega af öðrum ástæðum. Guðrún bendir þó á að ekki sé almennt skimað fyrir veirunni á spítalanum og því séu viðkomandi með veikir með einkenni covid. Hún hefur ekki gögn um aldurssamsetningu hópsins en segir yfirleitt um eldra fólk að ræða. Töluvert álag sé á spítalanum. „Þau finna finna alveg fyrir þessum sjúklingum sem eru með covid og aðrar öndunarfærasýkingar.“ Um fimm til sjö hafa almennt verið inniliggjandi með covid en nú eru um tuttugu manns með covid á Landspítalanum.vísir/Vilhelm Afbrigðið sem herjar á landsmenn er undirafbrigði ómíkron og um mánaðarmótin er von á uppfærðu bóluefni með tilliti til þess. Ákveðnir hópar verða þá hvattir til að fara í örvunarbólusetningu. „Þetta eru þá allir sextíu ára og eldri og fólk með langvinna sjúkdóma, eins og hjarta- og lungnasjúdóma, offitu, sykursýki, ónæmisbældir einstaklingar og forgangshópar, eins og heilbrigðisstarfsmenn sem sinna þessum hópum og einnig þungaðar konur,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk noti heimapróf og taki tillit til annarra. „Ástæðan er sú að covid er mjög smitandi og veldur alvarlegri veikindum hjá ákveðnum hópum. Umfram bólusetninguna biðjum við fólk að hafa í huga almennar sóttvarnir, handþvott, halda fjarlægð og passa upp á umgengni við aðra,“ segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira