Inniliggjandi með covid fjölgar hratt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2023 11:51 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir biður fólk um að taka tillit til annarra og taka upp sprittið. Vísir/Arnar Töluvert álag er á Landspítalanum vegna covid-veikinda og fjöldi þeirra sem eru inniliggjandi með veiruna hefur þrefaldast á stuttum tíma. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem er með einkenni til þess að taka tillit til þeirra sem eru í áhættuhópum. Nokkrar kvefpestir herja nú á landsmenn og að sögn Guðrúnar Aspelund, sóttvarnalæknis, hafa fleiri verið að greinast með covid. Fólk er ekki að fara í sýnatökur líkt og áður og nær tölfræðin því einungis til þeirra sem eru að veikjast töluvert. „Það hafa verið fleiri inni á spítalanum undanfarnar tvær vikur. Um svona tuttugu manns sem eru þar inni með eða vegna covid,“ segir Guðrún. Þetta er umtalsverð fjölgun frá því sem verið hefur að sögn Guðrúnar en undanfarið hafa að meðaltali fimm til sjö verið inniliggjandi á Landspítala með covid. Ekki liggur þó fyrir hvort fólk sé lagt inn vegna veirunnar eða upphaflega af öðrum ástæðum. Guðrún bendir þó á að ekki sé almennt skimað fyrir veirunni á spítalanum og því séu viðkomandi með veikir með einkenni covid. Hún hefur ekki gögn um aldurssamsetningu hópsins en segir yfirleitt um eldra fólk að ræða. Töluvert álag sé á spítalanum. „Þau finna finna alveg fyrir þessum sjúklingum sem eru með covid og aðrar öndunarfærasýkingar.“ Um fimm til sjö hafa almennt verið inniliggjandi með covid en nú eru um tuttugu manns með covid á Landspítalanum.vísir/Vilhelm Afbrigðið sem herjar á landsmenn er undirafbrigði ómíkron og um mánaðarmótin er von á uppfærðu bóluefni með tilliti til þess. Ákveðnir hópar verða þá hvattir til að fara í örvunarbólusetningu. „Þetta eru þá allir sextíu ára og eldri og fólk með langvinna sjúkdóma, eins og hjarta- og lungnasjúdóma, offitu, sykursýki, ónæmisbældir einstaklingar og forgangshópar, eins og heilbrigðisstarfsmenn sem sinna þessum hópum og einnig þungaðar konur,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk noti heimapróf og taki tillit til annarra. „Ástæðan er sú að covid er mjög smitandi og veldur alvarlegri veikindum hjá ákveðnum hópum. Umfram bólusetninguna biðjum við fólk að hafa í huga almennar sóttvarnir, handþvott, halda fjarlægð og passa upp á umgengni við aðra,“ segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Nokkrar kvefpestir herja nú á landsmenn og að sögn Guðrúnar Aspelund, sóttvarnalæknis, hafa fleiri verið að greinast með covid. Fólk er ekki að fara í sýnatökur líkt og áður og nær tölfræðin því einungis til þeirra sem eru að veikjast töluvert. „Það hafa verið fleiri inni á spítalanum undanfarnar tvær vikur. Um svona tuttugu manns sem eru þar inni með eða vegna covid,“ segir Guðrún. Þetta er umtalsverð fjölgun frá því sem verið hefur að sögn Guðrúnar en undanfarið hafa að meðaltali fimm til sjö verið inniliggjandi á Landspítala með covid. Ekki liggur þó fyrir hvort fólk sé lagt inn vegna veirunnar eða upphaflega af öðrum ástæðum. Guðrún bendir þó á að ekki sé almennt skimað fyrir veirunni á spítalanum og því séu viðkomandi með veikir með einkenni covid. Hún hefur ekki gögn um aldurssamsetningu hópsins en segir yfirleitt um eldra fólk að ræða. Töluvert álag sé á spítalanum. „Þau finna finna alveg fyrir þessum sjúklingum sem eru með covid og aðrar öndunarfærasýkingar.“ Um fimm til sjö hafa almennt verið inniliggjandi með covid en nú eru um tuttugu manns með covid á Landspítalanum.vísir/Vilhelm Afbrigðið sem herjar á landsmenn er undirafbrigði ómíkron og um mánaðarmótin er von á uppfærðu bóluefni með tilliti til þess. Ákveðnir hópar verða þá hvattir til að fara í örvunarbólusetningu. „Þetta eru þá allir sextíu ára og eldri og fólk með langvinna sjúkdóma, eins og hjarta- og lungnasjúdóma, offitu, sykursýki, ónæmisbældir einstaklingar og forgangshópar, eins og heilbrigðisstarfsmenn sem sinna þessum hópum og einnig þungaðar konur,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk noti heimapróf og taki tillit til annarra. „Ástæðan er sú að covid er mjög smitandi og veldur alvarlegri veikindum hjá ákveðnum hópum. Umfram bólusetninguna biðjum við fólk að hafa í huga almennar sóttvarnir, handþvott, halda fjarlægð og passa upp á umgengni við aðra,“ segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira