Íslenski boltinn

Úr­slita­leikur Lengju­deildarinnar sýndur í opinni dag­skrá á Stöð 2 Sport

Aron Guðmundsson skrifar
Vestri og Afturelding mætast í hreinum úrslitaleik Lengjudeildarinnar um laust sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili
Vestri og Afturelding mætast í hreinum úrslitaleik Lengjudeildarinnar um laust sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili Vísir/Samsett mynd

Laugar­daginn 30. septem­ber mætast Vestri og Aftur­elding í hreinum úr­slita­leik um hvort liðið fylgi ÍA upp í Bestu deild karla. Ís­lenskur Topp­fót­bolti, Lengjan og Sýn hafa náð samningum um að Stöð 2 Sport sýni leikinn og verður hann í opinni dag­skrá í boði Lengjunnar.

„Það er í raun Lengjan sem er að gera okkur þetta kleift. Við höfum sýnt alla leiki í opinni dag­skrá á YouTu­be í allt sumar. Okkur og Lengjunni hefði þótt skrýtið og leiðin­legt ef þessi leikur væri í lokaðri dag­skrá þegar svo mikið er í húfi,“ segir Birgir Jóhanns­son Fram­kvæmdar­stjóri ÍTF

„Eftir að breytingar voru gerðar á fyrir­komu­lagi deildarinnar þá hef ég trú á að þessi leikur eigi bara eftir að stækka enda mikið í húfi fyrir þau lið sem í honum taka þátt. Við vildum því leggja okkar að mörkum við að reyna að gera þessum leik eins hátt undir höfði mögu­legt er,“ segir Einar Njáls­son markaðs­stjóri Lengjunnar.

„Það er mikið á­nægju­efni að geta boðið upp á einn mikil­vægasta fót­bolta­leik sumarsins í beinni út­sendingu á Stöð 2 Sport. Við hlökkum til að gera honum skil og bjóða öllum á­huga­mönnum um ís­lenskan fót­bolta upp á leikinn með því að sýna hann í opinni dag­skrá í góðu sam­starfi við Lengjuna,“ segir Ei­ríkur Stefán Ás­geirs­son, for­stöðu­maður í­þrótta­deildar Sýnar.

Það verður spennandi að sjá hvaða lið verður það fyrsta til að verða um­spils­meistarar í Lengju­deildinni. Leikurinn fer fram á Laugar­dals­velli og hefst klukkan 16:00 á laugar­daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×