Enski boltinn

Orðaður við brott­för nokkrum mánuðum eftir komuna til Parísar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ousmane Dembélé er mættur aftur til Frakklands en er nú orðaður við ensku úrvalsdeildina.
Ousmane Dembélé er mættur aftur til Frakklands en er nú orðaður við ensku úrvalsdeildina. Christian Liewig/Getty Images

Vængmaðurinn Ousmane Dembélé færði sig frá Katalóníu til Parísar í sumar en gæti nú verið á leið til Lundúna.

Hinn 26 ára gamli Dembélé samdi við París Saint-Germain í sumar eftir að hafa verið á mála hjá Barcelona síðan 2017. Dembélé kostaði PSG 50 milljónir evra eða rúma sjö milljarða íslenskra króna.

Þrátt fyrir að vera nýgenginn í raðir félagsins virðist þá virðist sem PSG sé þegar farið að íhuga að losa sig við Dembélé sem hefur byrjað tímabilið í Frakklandi heldur hægt.

Á vef ESPN er greint frá því að Dembélé sé orðaður við Arsenal, Tottenham Hotspur og West Ham United en liðin eiga það öll sameiginlegt að spila í ensku úrvalsdeildinni og vera staðsett í Lundúnum.

Þar kemur einnig fram að liðin þrjú séu tilbúin að taka leikmanninn á láni ef PSG ákveður að losa sig tímabundið við hann.

Talið er að PSG stefni á að festa kaup á Rodrygo hjá Real Madríd vari svo að Kylian Mbappé fari til Madrídar. Frakklandsmeistararnir gætu þó sótt Rodrygo fyrr ákveði liðið að losa sig við Dembélé.

Dembélé hefur tekið þátt í sex leikjum með PSG á leiktíðinni án þess að skora en hefur gefið eina stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×