Endurkoma Gylfa endaði með jafntefli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur á knattspyrnuvöllinn.
Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur á knattspyrnuvöllinn. lyngby

Lyngby, undir stjórn Freys Alexanderssonar, er með fjóra Íslendinga í sínum röðum, en augu flestra voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem var að leika sinn fyrsta knattspyrnuleik í rúm tvö ár.

Gylfi hafði ekki leikið knattspyrnu frá því árið 2021 eftir að hann var handtekinn. grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Fyrr á þessu ári var mál hans þó látið niður falla og hann skrifaði loks undir samning við Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.

Hann hóf leik á varamannabekk Lyngby, en í byrjunarliðinu voru þrír Íslendingar, þeir Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Finnsons og Sævar Atli Magnússon. 

Andri Lucas skoraði einmitt mark Lyngby á 58. mínútu áður en gestirnir í Vejle jöfnuðu metin sex mínútum síðar og þar við sat. 

Gylfi lék um tuttugu mínútur fyrir Lyngby, en hann kom inn á sem varamaður á 71. mínútu fyrir Sævar Atla Magnússon.

Lyngby er nú með 12 stig í fimmta sæti dönsku deildarinnar eftir níu leiki, átta stigum meira en Vejle sem situr í næst neðsta sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira