„Með mikilli sorg tilkynni ég að faðir minn Donald Trump er látinn. Ég býð mig fram til forseta árið 2024,“ stendur í færslunni sem birtist fyrr í dag á síðu Trump yngri, sem er með yfir tíu milljónir fylgjenda. Trump-samtökin greindu frá því að um væri að ræða nettröll.
Í annarri færslu fer nettröll ljótu máli um Joe Biden Bandaríkjaforseta. Og í enn annarri segir að Norður Kórea sé í vondum málum. Færslurnar hafa nú verið fjarlægðar af síðu Trump yngri.
Brot af færslunum má sjá hér að neðan.
Donald Trump Jr.'s X/Twitter account has been hacked pic.twitter.com/kHhpnREevU
— BNO News Live (@BNODesk) September 20, 2023