Óttast þjóðernishreinsun og reyna að flýja Nagorno-Karabakh Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 20. september 2023 20:53 Armenar mótmæla aðgerðum Asebaídsjan í Nagorno-Karabakh héraði. EPA Hersveitir armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Þúsundir Armena hafa safnast saman við flugvöll héraðsins og bíða eftir að geta flúið. Sprengjugnýr hefur ómað í Nagorno-Karabakh héraði í alla nótt og morgun. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun að íslenskum tíma og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og asersrka yfirvalda að eiga sér stað á morgun. „Aðilar komust að samkomulagi um að fresta aðgerðum gegn hryðjuverkum. Sveitir hér í Armeníu sem eru staðsettar á Karabakh-svæði Lýðveldisins Aserbaídsjan, það er hinar ólöglegu vopnasveitir leggja niður vopn sín, yfirgefa bardagasvæði sín og herstöðvar og afvopnast,“ sagði Anar Eivazov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Aserbaídsjan í tilkynningu í dag. Armenar og Aserar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikill átaka árið 2020. Aserar unnu þær erjur á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar frá árinu 1994 þegar sex ára stríði um það lauk. „Þjóðarmorð fer fram“ Frá átökunum árið 2020 hafa Rússar sinnt friðargæslu á svæðinu og hafa komið að friðarviðræðum. Þá hafa friðarsveitirnar flutt konur, börn, aldraða og fatlaða af helstu átakasvæðum og komið fyrir í flóttamannabúðum. Á sama tíma hafa þúsundir safnast saman fyrir utan flugvöll héraðsins í von um að flýja til Armeníu. Fram kom í tilkynningu sem asersk yfirvöld sendu íbúum í gær að konum, börnum, öldruðum, fötluðum og slösuðum yrði veitt nauðsynleg læknisþjónusta og útvegað vatn og matur. Margir hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirlýsingarinnar og bent á að hvergi sé minnst á karlmenn. Bendi það til að asersk yfirvöld hyggist fara í þjóðernishreinsun með því að beina spjótum að armenskum karlmönnum í Nagorno Karabakh. „Þjóðarmorð fer fram í Nagormo-Karabakh. Það er ekki stríð þegar sveltandi og vopnlaus þjóð í herkví getur ekki einu sinni barist. Því miður stendur meirihluti þjóðar okkar aðgerðalaus og skilur ekki hvað er á seyði,“ sagði Mikayel Voskanyan, íbúi í Jerevan, höfuðborg Armeníu. Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Sprengjugnýr hefur ómað í Nagorno-Karabakh héraði í alla nótt og morgun. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun að íslenskum tíma og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og asersrka yfirvalda að eiga sér stað á morgun. „Aðilar komust að samkomulagi um að fresta aðgerðum gegn hryðjuverkum. Sveitir hér í Armeníu sem eru staðsettar á Karabakh-svæði Lýðveldisins Aserbaídsjan, það er hinar ólöglegu vopnasveitir leggja niður vopn sín, yfirgefa bardagasvæði sín og herstöðvar og afvopnast,“ sagði Anar Eivazov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Aserbaídsjan í tilkynningu í dag. Armenar og Aserar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikill átaka árið 2020. Aserar unnu þær erjur á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar frá árinu 1994 þegar sex ára stríði um það lauk. „Þjóðarmorð fer fram“ Frá átökunum árið 2020 hafa Rússar sinnt friðargæslu á svæðinu og hafa komið að friðarviðræðum. Þá hafa friðarsveitirnar flutt konur, börn, aldraða og fatlaða af helstu átakasvæðum og komið fyrir í flóttamannabúðum. Á sama tíma hafa þúsundir safnast saman fyrir utan flugvöll héraðsins í von um að flýja til Armeníu. Fram kom í tilkynningu sem asersk yfirvöld sendu íbúum í gær að konum, börnum, öldruðum, fötluðum og slösuðum yrði veitt nauðsynleg læknisþjónusta og útvegað vatn og matur. Margir hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirlýsingarinnar og bent á að hvergi sé minnst á karlmenn. Bendi það til að asersk yfirvöld hyggist fara í þjóðernishreinsun með því að beina spjótum að armenskum karlmönnum í Nagorno Karabakh. „Þjóðarmorð fer fram í Nagormo-Karabakh. Það er ekki stríð þegar sveltandi og vopnlaus þjóð í herkví getur ekki einu sinni barist. Því miður stendur meirihluti þjóðar okkar aðgerðalaus og skilur ekki hvað er á seyði,“ sagði Mikayel Voskanyan, íbúi í Jerevan, höfuðborg Armeníu.
Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira