Óttast þjóðernishreinsun og reyna að flýja Nagorno-Karabakh Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 20. september 2023 20:53 Armenar mótmæla aðgerðum Asebaídsjan í Nagorno-Karabakh héraði. EPA Hersveitir armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Þúsundir Armena hafa safnast saman við flugvöll héraðsins og bíða eftir að geta flúið. Sprengjugnýr hefur ómað í Nagorno-Karabakh héraði í alla nótt og morgun. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun að íslenskum tíma og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og asersrka yfirvalda að eiga sér stað á morgun. „Aðilar komust að samkomulagi um að fresta aðgerðum gegn hryðjuverkum. Sveitir hér í Armeníu sem eru staðsettar á Karabakh-svæði Lýðveldisins Aserbaídsjan, það er hinar ólöglegu vopnasveitir leggja niður vopn sín, yfirgefa bardagasvæði sín og herstöðvar og afvopnast,“ sagði Anar Eivazov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Aserbaídsjan í tilkynningu í dag. Armenar og Aserar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikill átaka árið 2020. Aserar unnu þær erjur á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar frá árinu 1994 þegar sex ára stríði um það lauk. „Þjóðarmorð fer fram“ Frá átökunum árið 2020 hafa Rússar sinnt friðargæslu á svæðinu og hafa komið að friðarviðræðum. Þá hafa friðarsveitirnar flutt konur, börn, aldraða og fatlaða af helstu átakasvæðum og komið fyrir í flóttamannabúðum. Á sama tíma hafa þúsundir safnast saman fyrir utan flugvöll héraðsins í von um að flýja til Armeníu. Fram kom í tilkynningu sem asersk yfirvöld sendu íbúum í gær að konum, börnum, öldruðum, fötluðum og slösuðum yrði veitt nauðsynleg læknisþjónusta og útvegað vatn og matur. Margir hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirlýsingarinnar og bent á að hvergi sé minnst á karlmenn. Bendi það til að asersk yfirvöld hyggist fara í þjóðernishreinsun með því að beina spjótum að armenskum karlmönnum í Nagorno Karabakh. „Þjóðarmorð fer fram í Nagormo-Karabakh. Það er ekki stríð þegar sveltandi og vopnlaus þjóð í herkví getur ekki einu sinni barist. Því miður stendur meirihluti þjóðar okkar aðgerðalaus og skilur ekki hvað er á seyði,“ sagði Mikayel Voskanyan, íbúi í Jerevan, höfuðborg Armeníu. Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Innlent Heidelberg hvergi af baki dottið Innlent Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Veður Fleiri fréttir Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum „Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Sjá meira
Sprengjugnýr hefur ómað í Nagorno-Karabakh héraði í alla nótt og morgun. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun að íslenskum tíma og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og asersrka yfirvalda að eiga sér stað á morgun. „Aðilar komust að samkomulagi um að fresta aðgerðum gegn hryðjuverkum. Sveitir hér í Armeníu sem eru staðsettar á Karabakh-svæði Lýðveldisins Aserbaídsjan, það er hinar ólöglegu vopnasveitir leggja niður vopn sín, yfirgefa bardagasvæði sín og herstöðvar og afvopnast,“ sagði Anar Eivazov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Aserbaídsjan í tilkynningu í dag. Armenar og Aserar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikill átaka árið 2020. Aserar unnu þær erjur á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar frá árinu 1994 þegar sex ára stríði um það lauk. „Þjóðarmorð fer fram“ Frá átökunum árið 2020 hafa Rússar sinnt friðargæslu á svæðinu og hafa komið að friðarviðræðum. Þá hafa friðarsveitirnar flutt konur, börn, aldraða og fatlaða af helstu átakasvæðum og komið fyrir í flóttamannabúðum. Á sama tíma hafa þúsundir safnast saman fyrir utan flugvöll héraðsins í von um að flýja til Armeníu. Fram kom í tilkynningu sem asersk yfirvöld sendu íbúum í gær að konum, börnum, öldruðum, fötluðum og slösuðum yrði veitt nauðsynleg læknisþjónusta og útvegað vatn og matur. Margir hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirlýsingarinnar og bent á að hvergi sé minnst á karlmenn. Bendi það til að asersk yfirvöld hyggist fara í þjóðernishreinsun með því að beina spjótum að armenskum karlmönnum í Nagorno Karabakh. „Þjóðarmorð fer fram í Nagormo-Karabakh. Það er ekki stríð þegar sveltandi og vopnlaus þjóð í herkví getur ekki einu sinni barist. Því miður stendur meirihluti þjóðar okkar aðgerðalaus og skilur ekki hvað er á seyði,“ sagði Mikayel Voskanyan, íbúi í Jerevan, höfuðborg Armeníu.
Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Innlent Heidelberg hvergi af baki dottið Innlent Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Veður Fleiri fréttir Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum „Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Sjá meira