Utan vallar: Steikjandi hiti Tel Aviv tekur á móti brautryðjendum Breiðabliks Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2023 09:31 Breiðablik mætir Maccabi Tel Aviv á Bloomfield leikvanginum annað kvöld í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Vísir/Samsett mynd Vegferð karlaliðs Breiðabliks í fótbolta í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu hefst hér í Ísrael, nánar tiltekið Tel Aviv, á fimmtudaginn kemur þegar að Blikar heimsækja sigursælasta lið Ísrael, Maccabi Tel Aviv. Lið sem þjálfað er af þekktum fyrrum markaskorara úr ensku úrvalsdeildinni. Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskan fótbolta en þetta verður fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópu en auk Blika og Maccabi Tel Aviv eru belgíska liðið Gent og úkraínska liðið Zorya Luhansk einnig í B-riðlinum. Fyrirfram má reikna með afar krefjandi leik fyrir Blika sem hefur fatast flugið undanfarið heima fyrir í Bestu deildinni, því þó að ísraelska deildin sé ekki með hæst skrifuðu deildum Evrópuboltans er þar að finna lið með ríka sögu, lið sem hafa áður gert sig gildandi í Evrópu. Það er í þessu mannvirki sem leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks mun fara fram. Bloomfield leikvangurinn, sem tekinn var í gagnið árið 1962, tekur um 30 þúsund manns í sæti.Vísir/Aron Guðmundsson Hitinn í Tel Aviv þessa dagana er mikill og nær óbærilegur fyrir Íslending sem var farinn að gíra sig í íslenska haustið, slagveðrið sem því fylgir og virkaði það á mann sem kærkomin tilbreyting eftir allt of góðan seinni part sumars. Hér má sjá veðurspánna klukkan tíu á fimmtudagskvöld hér að staðartíma í Tel Avív þegar flautað verður til leiks í leik Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks. Engin sól verður á lofti til að baka leikmenn en hitinn stendur þó í 27 gráðum og þá er rakinn mikill.Mynd:Skjáskot Nei, nei Tel Aviv heilsar með sínum 30 gráðum og steikjandi sól og maður hugsar til leikmanna Breiðabliks sem þurfa að puða verulega til þess að krækja í úrslit hér á fimmtudagskvöld. Leikur Breiðabliks við heimamenn mun hefjast klukkan tíu á fimmtudagskvöld að staðartíma en þó svo að sólin verði sest mun hitinn ekki hafa lækkað mikið hér í Tel Aviv. Hann mun standa í um og yfir 27 gráðum. Staðan í Tel Aviv núna í morgunsáriðVísir/Aron Guðmundsson Langt ferðalag að baki Blikar mættu seint til Tel Aviv í gærkvöldi eftir morgunflug frá Keflavík, með millilendingu á Heathrow flugvelli í Lundúnum. Eftir stutt stopp í Lundúnum tók við rúmlega fjögurra klukkustunda flug til Tel Aviv og var hersingin því mætt hingað upp úr klukkan miðnætti að staðartíma. Boðað hefur blaðamannafunda seinna í dag þar sem Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv og fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni, annars vegar og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks hins vegar munu sitja fyrir svörum. Robbie Keane á enn eftir að tapa leik sem þjálfari Maccabi Tel AvivMynd: Maccabi Tel Aviv Í kjölfarið munu Blikar æfa á keppnisvelli morgundagsins Bloomfield leikvanginum, sem tekur tæplega 30 þúsund manns í sæti, og skerpa á hlutunum fyrir leikdaginn sjálfan. Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Ísrael Fótbolti Íslenski boltinn Utan vallar Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskan fótbolta en þetta verður fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópu en auk Blika og Maccabi Tel Aviv eru belgíska liðið Gent og úkraínska liðið Zorya Luhansk einnig í B-riðlinum. Fyrirfram má reikna með afar krefjandi leik fyrir Blika sem hefur fatast flugið undanfarið heima fyrir í Bestu deildinni, því þó að ísraelska deildin sé ekki með hæst skrifuðu deildum Evrópuboltans er þar að finna lið með ríka sögu, lið sem hafa áður gert sig gildandi í Evrópu. Það er í þessu mannvirki sem leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks mun fara fram. Bloomfield leikvangurinn, sem tekinn var í gagnið árið 1962, tekur um 30 þúsund manns í sæti.Vísir/Aron Guðmundsson Hitinn í Tel Aviv þessa dagana er mikill og nær óbærilegur fyrir Íslending sem var farinn að gíra sig í íslenska haustið, slagveðrið sem því fylgir og virkaði það á mann sem kærkomin tilbreyting eftir allt of góðan seinni part sumars. Hér má sjá veðurspánna klukkan tíu á fimmtudagskvöld hér að staðartíma í Tel Avív þegar flautað verður til leiks í leik Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks. Engin sól verður á lofti til að baka leikmenn en hitinn stendur þó í 27 gráðum og þá er rakinn mikill.Mynd:Skjáskot Nei, nei Tel Aviv heilsar með sínum 30 gráðum og steikjandi sól og maður hugsar til leikmanna Breiðabliks sem þurfa að puða verulega til þess að krækja í úrslit hér á fimmtudagskvöld. Leikur Breiðabliks við heimamenn mun hefjast klukkan tíu á fimmtudagskvöld að staðartíma en þó svo að sólin verði sest mun hitinn ekki hafa lækkað mikið hér í Tel Aviv. Hann mun standa í um og yfir 27 gráðum. Staðan í Tel Aviv núna í morgunsáriðVísir/Aron Guðmundsson Langt ferðalag að baki Blikar mættu seint til Tel Aviv í gærkvöldi eftir morgunflug frá Keflavík, með millilendingu á Heathrow flugvelli í Lundúnum. Eftir stutt stopp í Lundúnum tók við rúmlega fjögurra klukkustunda flug til Tel Aviv og var hersingin því mætt hingað upp úr klukkan miðnætti að staðartíma. Boðað hefur blaðamannafunda seinna í dag þar sem Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv og fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni, annars vegar og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks hins vegar munu sitja fyrir svörum. Robbie Keane á enn eftir að tapa leik sem þjálfari Maccabi Tel AvivMynd: Maccabi Tel Aviv Í kjölfarið munu Blikar æfa á keppnisvelli morgundagsins Bloomfield leikvanginum, sem tekur tæplega 30 þúsund manns í sæti, og skerpa á hlutunum fyrir leikdaginn sjálfan. Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Ísrael Fótbolti Íslenski boltinn Utan vallar Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira