Utan vallar: Steikjandi hiti Tel Aviv tekur á móti brautryðjendum Breiðabliks Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2023 09:31 Breiðablik mætir Maccabi Tel Aviv á Bloomfield leikvanginum annað kvöld í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Vísir/Samsett mynd Vegferð karlaliðs Breiðabliks í fótbolta í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu hefst hér í Ísrael, nánar tiltekið Tel Aviv, á fimmtudaginn kemur þegar að Blikar heimsækja sigursælasta lið Ísrael, Maccabi Tel Aviv. Lið sem þjálfað er af þekktum fyrrum markaskorara úr ensku úrvalsdeildinni. Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskan fótbolta en þetta verður fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópu en auk Blika og Maccabi Tel Aviv eru belgíska liðið Gent og úkraínska liðið Zorya Luhansk einnig í B-riðlinum. Fyrirfram má reikna með afar krefjandi leik fyrir Blika sem hefur fatast flugið undanfarið heima fyrir í Bestu deildinni, því þó að ísraelska deildin sé ekki með hæst skrifuðu deildum Evrópuboltans er þar að finna lið með ríka sögu, lið sem hafa áður gert sig gildandi í Evrópu. Það er í þessu mannvirki sem leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks mun fara fram. Bloomfield leikvangurinn, sem tekinn var í gagnið árið 1962, tekur um 30 þúsund manns í sæti.Vísir/Aron Guðmundsson Hitinn í Tel Aviv þessa dagana er mikill og nær óbærilegur fyrir Íslending sem var farinn að gíra sig í íslenska haustið, slagveðrið sem því fylgir og virkaði það á mann sem kærkomin tilbreyting eftir allt of góðan seinni part sumars. Hér má sjá veðurspánna klukkan tíu á fimmtudagskvöld hér að staðartíma í Tel Avív þegar flautað verður til leiks í leik Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks. Engin sól verður á lofti til að baka leikmenn en hitinn stendur þó í 27 gráðum og þá er rakinn mikill.Mynd:Skjáskot Nei, nei Tel Aviv heilsar með sínum 30 gráðum og steikjandi sól og maður hugsar til leikmanna Breiðabliks sem þurfa að puða verulega til þess að krækja í úrslit hér á fimmtudagskvöld. Leikur Breiðabliks við heimamenn mun hefjast klukkan tíu á fimmtudagskvöld að staðartíma en þó svo að sólin verði sest mun hitinn ekki hafa lækkað mikið hér í Tel Aviv. Hann mun standa í um og yfir 27 gráðum. Staðan í Tel Aviv núna í morgunsáriðVísir/Aron Guðmundsson Langt ferðalag að baki Blikar mættu seint til Tel Aviv í gærkvöldi eftir morgunflug frá Keflavík, með millilendingu á Heathrow flugvelli í Lundúnum. Eftir stutt stopp í Lundúnum tók við rúmlega fjögurra klukkustunda flug til Tel Aviv og var hersingin því mætt hingað upp úr klukkan miðnætti að staðartíma. Boðað hefur blaðamannafunda seinna í dag þar sem Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv og fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni, annars vegar og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks hins vegar munu sitja fyrir svörum. Robbie Keane á enn eftir að tapa leik sem þjálfari Maccabi Tel AvivMynd: Maccabi Tel Aviv Í kjölfarið munu Blikar æfa á keppnisvelli morgundagsins Bloomfield leikvanginum, sem tekur tæplega 30 þúsund manns í sæti, og skerpa á hlutunum fyrir leikdaginn sjálfan. Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Ísrael Fótbolti Íslenski boltinn Utan vallar Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskan fótbolta en þetta verður fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópu en auk Blika og Maccabi Tel Aviv eru belgíska liðið Gent og úkraínska liðið Zorya Luhansk einnig í B-riðlinum. Fyrirfram má reikna með afar krefjandi leik fyrir Blika sem hefur fatast flugið undanfarið heima fyrir í Bestu deildinni, því þó að ísraelska deildin sé ekki með hæst skrifuðu deildum Evrópuboltans er þar að finna lið með ríka sögu, lið sem hafa áður gert sig gildandi í Evrópu. Það er í þessu mannvirki sem leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks mun fara fram. Bloomfield leikvangurinn, sem tekinn var í gagnið árið 1962, tekur um 30 þúsund manns í sæti.Vísir/Aron Guðmundsson Hitinn í Tel Aviv þessa dagana er mikill og nær óbærilegur fyrir Íslending sem var farinn að gíra sig í íslenska haustið, slagveðrið sem því fylgir og virkaði það á mann sem kærkomin tilbreyting eftir allt of góðan seinni part sumars. Hér má sjá veðurspánna klukkan tíu á fimmtudagskvöld hér að staðartíma í Tel Avív þegar flautað verður til leiks í leik Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks. Engin sól verður á lofti til að baka leikmenn en hitinn stendur þó í 27 gráðum og þá er rakinn mikill.Mynd:Skjáskot Nei, nei Tel Aviv heilsar með sínum 30 gráðum og steikjandi sól og maður hugsar til leikmanna Breiðabliks sem þurfa að puða verulega til þess að krækja í úrslit hér á fimmtudagskvöld. Leikur Breiðabliks við heimamenn mun hefjast klukkan tíu á fimmtudagskvöld að staðartíma en þó svo að sólin verði sest mun hitinn ekki hafa lækkað mikið hér í Tel Aviv. Hann mun standa í um og yfir 27 gráðum. Staðan í Tel Aviv núna í morgunsáriðVísir/Aron Guðmundsson Langt ferðalag að baki Blikar mættu seint til Tel Aviv í gærkvöldi eftir morgunflug frá Keflavík, með millilendingu á Heathrow flugvelli í Lundúnum. Eftir stutt stopp í Lundúnum tók við rúmlega fjögurra klukkustunda flug til Tel Aviv og var hersingin því mætt hingað upp úr klukkan miðnætti að staðartíma. Boðað hefur blaðamannafunda seinna í dag þar sem Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv og fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni, annars vegar og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks hins vegar munu sitja fyrir svörum. Robbie Keane á enn eftir að tapa leik sem þjálfari Maccabi Tel AvivMynd: Maccabi Tel Aviv Í kjölfarið munu Blikar æfa á keppnisvelli morgundagsins Bloomfield leikvanginum, sem tekur tæplega 30 þúsund manns í sæti, og skerpa á hlutunum fyrir leikdaginn sjálfan. Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Ísrael Fótbolti Íslenski boltinn Utan vallar Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira