Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar sem barst korter yfir fjögur. Á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum segir að sveitin sé þegar búin að aðstoða tvo ökumenn á veginum sem lentu í vandræðum vegna kröftugra vindhviða við Kvíá.
Þá segir að vart hafi verið stætt í hviðum og mikil grjótfok hafi verið þegar björgunarsveitarfólk kom á staðinn.