Innlent

Þjóð­vegi eitt lokað næsta hálfa sólar­hringinn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Austfjörðum og Austurlandi.
Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Austfjörðum og Austurlandi. Vísir/Vilhelm

Vegna veðurs hefur Þjóðvegi eitt verið lokað á milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Ekki er búist við að hann opni fyrr en klukkan sex í fyrramálið

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar sem barst korter yfir fjögur. Á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum segir að sveitin sé þegar búin að aðstoða tvo ökumenn á veginum sem lentu í vandræðum vegna kröftugra vindhviða við Kvíá. 

Þá segir að vart hafi verið stætt í hviðum og mikil grjótfok hafi verið þegar björgunarsveitarfólk kom á staðinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.