Innlent

Nem­endur urðu vitni að slysinu í kennslu­stund

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík segir nemendur og kennara harmi slegna vegna málsins.
Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík segir nemendur og kennara harmi slegna vegna málsins.

Nem­endur Kvenna­skólans í Reykja­vík sem sátu í tíma í Mið­bæjar­skólanum urðu vitni að um­ferðar­slysinu sem varð á Lækjar­götu í gær þar sem öku­maður sendi­ferða­bíls lést. Skóla­stjóri segir nem­endur og starfs­fólk harmi slegið vegna málsins og er nem­endum boðið upp á á­falla­hjálp.

„Það voru nem­endur sem urðu vitni að slysinu og meðal annars nem­endur sem voru í tíma hjá kennara, sem tók þau bara í fangið og fór með þau inn í stofu og ræddi við þau og veitti stuðning eins og hún gat,“ segir Kol­finna Jóhannes­dóttir, skóla­stjóri Kvenna­skólans í Reykja­vík í sam­tali við Vísi.

Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 13:23 í gær. Þar varð árekstur sendibíls og skotbómulyftara og lést ökumaður sendibílsins, karlmaður á fertugsaldri.

Kolfinna segir fleiri nem­endur skólans auk þess hafa orðið vitni að slysinu, enda hafi það átt sér stað mjög ná­lægt skólanum. Stjórn­endur hafa unnið eftir við­bragðs­á­ætlun vegna málsins.

„Í þessu til­viki funduðum við stjórn­endur um málið og höfðum sam­band við Rauða krossinn um svona leið­beiningar varðandi á­falla­hjálp í svona til­vikum og sendum síðan póst á for­eldra og létum vita að ein­hverjir nem­endur höfðu orðið vitni að slysinu og að við myndum bjóða þeim nem­endum á­falla­hjálp sem þurfa þess.“

Þá hafi nem­endum verið sendur bæklingur frá Rauða krossinum með leið­beiningum og þeir hvattir til að leita til skóla­stjórn­enda þurfi þeir á á­falla­hjálp að halda vegna málsins.

Nem­endur og kennarar eru slegnir?

„Já. Við erum öll slegin yfir þessu hræði­lega slysi og það er náttúru­lega hluti af við­brögðunum, að auð­vitað hlúa að nem­endum og okkur sjálfum og auð­vitað hugsum við með hlýju og kær­leik til að­stand­enda og þeirra sem tengjast slysinu.“

Að sögn Kol­finnu féll tími niður í morgun hjá kennaranum sem var með nem­endum sem urðu vitni að slysinu úr kennslu­stofu í Mið­bæjar­skólanum. Að öðru leyti hafi skóla­hald farið fram með eðli­legum hætti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×