Samhæfa leitaraðgerðir með innlendum og erlendum teymum Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2023 09:02 Myndin er tekin í bænum Ouirgane þar sem fjölmenn teymi leita nú að fólki. Vísir/EPA Leitarteymi frá Bretlandi, Spáni, Sameinaða arabíska furstadæminu og Katar eru komin eða á leiðinni til Marokkó til að aðstoða við leit og björgun. Tala látinna hækkar enn og fjöldi slasaðra. Á erlendum miðlum segir að mikill fjöldi hafi sofið úti á hamfarasvæðinu af ótta við eftirskjálfta þriðju nóttina í röð. Þá eru margir sem eiga í engin hús að venda og hafa verið í vandræðum með að finna skjól. Einhverjir hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast ekki nægilega hratt við. Yfirvöld hafa sent sín eigin leitarteymi á hamfarasvæðin auk þess sem teymi með leitarhunda frá Spáni og Bretlandi eru komin á vettvang og eru við leit en formlegar beiðnir um aðstoð bárust Katar, Sameinaða arabíska furstadæminu og Spáni í gær. Þessi fjölskylda leitaði skjóls í tjaldi rétt utan við Ouirgane. Vísir/EPA Yfirvöld í Frakklandi hafa boðið fram aðstoð sína en segjast bíða eftir formlegri beiðni. Yfirvöld í Marokkó segjast á sama tíma vera að fara yfir öll boð um aðstoð til að tryggja góða samhæfingu. Sé ekki góð samhæfing geti það unnið gegn björgunaraðgerðum. Á vef Reuters segir að konungurinn hafi þakkað löndunum fyrir aðstoðina og ítrekað mikilvægi góðrar samhæfingar í leitaraðgerðum. Í það minnsta 2.122 eru látin í kjölfar stærðarinnar jarðskjálfta í Marokkó á föstudag. Skjálftinn var 6,8 að stærð og er sá stærsti sem mælst hefur í landinu frá um 1900. Um 2.400 eru slösuð í kjölfar hörmunganna og eru allt að 1.400 alvarlega slösuð. Upptök skjálftans voru við Atlasfjöll í Marokkó en íbúar í Marrakesh fundu vel fyrir honum. Íbúar í fjallaþorpum hafa orðið hvað verst úti og er talið að jarðskjálftinn hafi haft einhvers konar áhrif á um 300 þúsund íbúa landsins í Marrakesh og fjallabyggðum utan borgarinnar. Erfitt hefur verið fyrir björgunaraðila að komast til þeirra en víða eru vegir í sundur og erfitt að komast að. Þá segir að margar byggingar í borginni og utan hennar hafi hreinlega hrunið vegna þess að þær voru byggðar úr múrsteinum úr leir sem þoli illa jarðskjálfta. Á vef BBC segir að fréttamaður þeirra hafi í gær komið í þorpið Tafeghaghte þar sem 90 af 200 íbúum þorpsins voru látin. Jarðskjálftinn hefur þegar haft víðtæk áhrif á hamfarasvæðinu en 585 skólar eyðilögðust og skólastarf verið lagt af tímabundið á svæðinu. Yfirvöld segjast vinna að því að finna leið til að tryggja aðgengi barna að menntun en ljóst er að hluti barna mun þurfa að fara annað til að fara í skóla. Þá eyðilögðust fjölmargar byggingar í gamla bænum í Marrakesh, einhverjar sem voru á heimsminjaskrá UNESCO. Marokkó Jarðskjálfti í Marokkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ronaldo réttir fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11. september 2023 08:30 Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40 Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Á erlendum miðlum segir að mikill fjöldi hafi sofið úti á hamfarasvæðinu af ótta við eftirskjálfta þriðju nóttina í röð. Þá eru margir sem eiga í engin hús að venda og hafa verið í vandræðum með að finna skjól. Einhverjir hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast ekki nægilega hratt við. Yfirvöld hafa sent sín eigin leitarteymi á hamfarasvæðin auk þess sem teymi með leitarhunda frá Spáni og Bretlandi eru komin á vettvang og eru við leit en formlegar beiðnir um aðstoð bárust Katar, Sameinaða arabíska furstadæminu og Spáni í gær. Þessi fjölskylda leitaði skjóls í tjaldi rétt utan við Ouirgane. Vísir/EPA Yfirvöld í Frakklandi hafa boðið fram aðstoð sína en segjast bíða eftir formlegri beiðni. Yfirvöld í Marokkó segjast á sama tíma vera að fara yfir öll boð um aðstoð til að tryggja góða samhæfingu. Sé ekki góð samhæfing geti það unnið gegn björgunaraðgerðum. Á vef Reuters segir að konungurinn hafi þakkað löndunum fyrir aðstoðina og ítrekað mikilvægi góðrar samhæfingar í leitaraðgerðum. Í það minnsta 2.122 eru látin í kjölfar stærðarinnar jarðskjálfta í Marokkó á föstudag. Skjálftinn var 6,8 að stærð og er sá stærsti sem mælst hefur í landinu frá um 1900. Um 2.400 eru slösuð í kjölfar hörmunganna og eru allt að 1.400 alvarlega slösuð. Upptök skjálftans voru við Atlasfjöll í Marokkó en íbúar í Marrakesh fundu vel fyrir honum. Íbúar í fjallaþorpum hafa orðið hvað verst úti og er talið að jarðskjálftinn hafi haft einhvers konar áhrif á um 300 þúsund íbúa landsins í Marrakesh og fjallabyggðum utan borgarinnar. Erfitt hefur verið fyrir björgunaraðila að komast til þeirra en víða eru vegir í sundur og erfitt að komast að. Þá segir að margar byggingar í borginni og utan hennar hafi hreinlega hrunið vegna þess að þær voru byggðar úr múrsteinum úr leir sem þoli illa jarðskjálfta. Á vef BBC segir að fréttamaður þeirra hafi í gær komið í þorpið Tafeghaghte þar sem 90 af 200 íbúum þorpsins voru látin. Jarðskjálftinn hefur þegar haft víðtæk áhrif á hamfarasvæðinu en 585 skólar eyðilögðust og skólastarf verið lagt af tímabundið á svæðinu. Yfirvöld segjast vinna að því að finna leið til að tryggja aðgengi barna að menntun en ljóst er að hluti barna mun þurfa að fara annað til að fara í skóla. Þá eyðilögðust fjölmargar byggingar í gamla bænum í Marrakesh, einhverjar sem voru á heimsminjaskrá UNESCO.
Marokkó Jarðskjálfti í Marokkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ronaldo réttir fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11. september 2023 08:30 Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40 Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Ronaldo réttir fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11. september 2023 08:30
Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40
Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05