Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. september 2023 17:34 Umfangsmikil leit var gerð í húsi Ásu og Heuermann í tæpar tvær vikur eftir að hann var handtekinn. Hún segir tjónið gríðarlegt. AP Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. Ása ræddi við miðilinn The Sun um málið en eiginmaður hennar var handtekinn í New York í júlí. Hún segir lífinu hafa verið snúið á hvolf. „Ég vissi ekki hvar ég var. Ég er gríðarlega þakklát fyrir stuðning almennings en heimili mitt er enn í rúst. Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda – ekki tugum – hundruðum. En þarna á ég heima. Ég ól börnin þarna upp og ég verð að koma húsinu í stand,“ segir Ása við blaðamenn Sun, þar sem hún sat úti á verönd. Glímir við húðkrabbamein Melissa Moore, dóttir raðmorðingjans sem kallaður er „broskalla-morðinginn,“ hóf söfnun fyrir Ásu og fjölskyldu í ágúst á síðunni GoFundMe, sem vel hefur gengið. Fyrir það segist Ása þakklát. „Mér var sagt að ég gæti ekkert tjáð mig um málið því það gæti verið notað gegn mér fyrir dómstólum. Þannig að ég ætla ekki að gera það. Ég er bara að reyna að njóta augnabliksins,“ segir hún og bendir á kvöldsólina. Ása bætir við að hún sé með húðkrabbamein og þurfi því að vera vel klædd. Tengja Heuermann við fleiri morðmál Ása sótti um skilnað frá Heuermann stuttu eftir að málið kom upp. Lögfræðingur hennar sagði við fjölmiðla í ágúst að skilnaðurinn snerist ekki aðeins um brotið traust hjónanna heldur var hann gerður strax til að tryggja að Ása flæktist ekki inn í málaferli. Það er, væntanleg skaðabótamál sem fjölskyldur hinna myrtu gætu höfðað á hendur Heuermann. Reiknað er með löngum réttarhöldum í máli Heuermann en hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti þrjár konur. Sterkur grunur leikur á að hann hafi myrt fjórðu konuna en fjöldamorðin hafa verið kennd við Gilgo Beach. Lögregla er með fleiri morðmál til álita þar sem kannað er hvort Heuermann hafi komið við sögu. Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40 Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Ása ræddi við miðilinn The Sun um málið en eiginmaður hennar var handtekinn í New York í júlí. Hún segir lífinu hafa verið snúið á hvolf. „Ég vissi ekki hvar ég var. Ég er gríðarlega þakklát fyrir stuðning almennings en heimili mitt er enn í rúst. Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda – ekki tugum – hundruðum. En þarna á ég heima. Ég ól börnin þarna upp og ég verð að koma húsinu í stand,“ segir Ása við blaðamenn Sun, þar sem hún sat úti á verönd. Glímir við húðkrabbamein Melissa Moore, dóttir raðmorðingjans sem kallaður er „broskalla-morðinginn,“ hóf söfnun fyrir Ásu og fjölskyldu í ágúst á síðunni GoFundMe, sem vel hefur gengið. Fyrir það segist Ása þakklát. „Mér var sagt að ég gæti ekkert tjáð mig um málið því það gæti verið notað gegn mér fyrir dómstólum. Þannig að ég ætla ekki að gera það. Ég er bara að reyna að njóta augnabliksins,“ segir hún og bendir á kvöldsólina. Ása bætir við að hún sé með húðkrabbamein og þurfi því að vera vel klædd. Tengja Heuermann við fleiri morðmál Ása sótti um skilnað frá Heuermann stuttu eftir að málið kom upp. Lögfræðingur hennar sagði við fjölmiðla í ágúst að skilnaðurinn snerist ekki aðeins um brotið traust hjónanna heldur var hann gerður strax til að tryggja að Ása flæktist ekki inn í málaferli. Það er, væntanleg skaðabótamál sem fjölskyldur hinna myrtu gætu höfðað á hendur Heuermann. Reiknað er með löngum réttarhöldum í máli Heuermann en hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti þrjár konur. Sterkur grunur leikur á að hann hafi myrt fjórðu konuna en fjöldamorðin hafa verið kennd við Gilgo Beach. Lögregla er með fleiri morðmál til álita þar sem kannað er hvort Heuermann hafi komið við sögu.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40 Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40
Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30
Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36