Óttast að móðir þeirra hafi verið síðasta fórnarlambið Jón Þór Stefánsson skrifar 23. ágúst 2023 16:37 Rex Heuermann er grunaður um hrottaleg fjöldamorð. AP/James Carbone Ættingjar og vinir konu sem hefur verið saknað um árabil óttast að hún hafi verið fórnarlamb Rex Heuermann, sem er grunaður um að myrða fjölda kvenna. Lögreglan vestanhafs rannsakar nú hvort mál konunnar og Heuermann tengist, og þá hvort hún hafi verið síðasta fórnarlamb hans. Julia Ann Bean var 36 ára og frá Suður-Karólínu þegar hún hvarf sporlaust í júní 2017. Þegar dóttir hennar sá ljósmynd af Heuermann á hún að hafa borið kennsl á hann. „Ég er með gæsahúð. Ég hef séð hann,“ sagði hún í textaskilaboðum sem The Sun hefur undir höndum. „Þetta er síðasti maðurinn sem ég sá hana með,“ bætti hún við. Vinur Bean-fjölskyldunnar hefur jafnframt haldið því fram að dóttirin hafi þekkt manninn um leið og hún sá mynd af Heurmann. Samkvæmt honum hitti dóttirin síðast móður sína á naglasnyrtistofu, en þangað mætti hún í fylgd með manninum sem hún telur að sé Heuermann. Hann hafi þó kynnt sig með öðru nafni. Málið, sem kennt hefur verið við Gilgo strönd í New York-ríki, hefur vakið sérstaka athygli hér á landi vegna þess að eiginkona Rex Heuermann er íslensk. Greint hefur verið frá því að hún hafi rætt við eiginmann sinn, og einnig sótt um skilnað. Heuermann hefur neitað sök, en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59 Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann. 19. júlí 2023 18:16 Mest lesið Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Erlent Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Innlent Töluverður viðbúnaður vegna hóps fólks sem hefur verið fastur í rúman sólarhring Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Innlent Fleiri fréttir Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Sjá meira
Julia Ann Bean var 36 ára og frá Suður-Karólínu þegar hún hvarf sporlaust í júní 2017. Þegar dóttir hennar sá ljósmynd af Heuermann á hún að hafa borið kennsl á hann. „Ég er með gæsahúð. Ég hef séð hann,“ sagði hún í textaskilaboðum sem The Sun hefur undir höndum. „Þetta er síðasti maðurinn sem ég sá hana með,“ bætti hún við. Vinur Bean-fjölskyldunnar hefur jafnframt haldið því fram að dóttirin hafi þekkt manninn um leið og hún sá mynd af Heurmann. Samkvæmt honum hitti dóttirin síðast móður sína á naglasnyrtistofu, en þangað mætti hún í fylgd með manninum sem hún telur að sé Heuermann. Hann hafi þó kynnt sig með öðru nafni. Málið, sem kennt hefur verið við Gilgo strönd í New York-ríki, hefur vakið sérstaka athygli hér á landi vegna þess að eiginkona Rex Heuermann er íslensk. Greint hefur verið frá því að hún hafi rætt við eiginmann sinn, og einnig sótt um skilnað. Heuermann hefur neitað sök, en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59 Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann. 19. júlí 2023 18:16 Mest lesið Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Erlent Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Innlent Töluverður viðbúnaður vegna hóps fólks sem hefur verið fastur í rúman sólarhring Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Innlent Fleiri fréttir Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Forsetinn verður ekki ákærður Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Sjá meira
Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59
Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann. 19. júlí 2023 18:16