Tugir borgara féllu í árás hryðjuverkamanna í Malí Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2023 10:57 Friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna hefur verið gert að yfirgefa Malí. AP/Moulaye Sayah Herforingjastjórn Malí segir að 49 borgarar og fimmtán hermenn hafi fallið í árásum hryðjuverkamanna í norðurhluta landsins í gær. Hryðjuverkamenn sem tengjast al-Qaeda eru sagðir hafa ráðist á ferju nærri Timbuktu og á varðstöð í Gao-héraði. Þetta kom fram í ávarpi í ríkissjónvarpi Malí, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en þar segir að herinn haldi því fram að um fimmtíu hryðjuverkamenn hafi verið felldir. Í frétt France24 segir að minnst þremur sprengjum hafi verið skotið að ferjunni, sem var á hefðbundinni leið á Níger-á. Heimildarmaður miðilsins segir herinn hafa unnið að því að ferja fólk úr ferjunni eftir árásina. Herforingjastjórnin lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg sem hófst í morgun og er henni ætlað að heiðra fólkið sem dó í árásunum. Í frétt AP segir að á minna en ári hafi hryðjuverkamenn sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu nærri því tvöfaldað yfirráðasvæði sitt í Malí, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Óttast um friðarsamkomulag Ástandið í Malí hefur verið slæmt um árabil en árið 2012 hófst uppreisn í norðurhluta landsins sem stóð yfir þrjú ár. Þá var gert friðarsamkomulag en hryðjuverkahópar hafa notað ástandið til að stækka og hafa þeir gert fjölmargar árásir á svæðinu. Eftir valdarán hersins árið 2020 myndaðist mikil spenna aftur milli hersins og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins en hún hefur aukist aftur á undanförnum vikum, samhliða því að herforingjastjórnin hefur skipað friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna að yfirgefa landið. Friðargæsluliðar hafa yfirgefið tvær herstöðvar í norðurhluta landsins, sem her Malí hefur tekið yfir. Þar hefur komið til átaka við hryðjuverkamenn og deilna milli hermanna og fyrrverandi uppreisnarmanna. Samkvæmt frétt France24 er óttast að friðarsamkomulagið frá 2015 muni ekki halda. Ítrekuð valdarán Malí er á Sahel svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Þó nokkur valdarán hafa einnig verið gerð á svæðinu á undanförnum árum. Þau hafa verið gerð í Malí, Búrkína Fasó og í Níger en það eru ríki þar sem áðurnefndir hryðjuverkamenn hafa verið hvað virkastir. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Í nýlegri grein New York Times segir að tugir þúsunda hafi fallið í þessum átökum í ríkjunum þremur á síðustu tíu árum og 3,3 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum verulega í Malí og í Búrkína Fasó. Í Malí dóu fimm þúsund manns í átökum við hryðjuverkamenn og í árásum þeirra, sem er tvöfalt meira en ári áður. Í Búrkína Fasó fjölgaði dauðsföllum um áttatíu prósent milli ára og voru þau um fjögur þúsund í fyrra. Malí Hernaður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Þetta kom fram í ávarpi í ríkissjónvarpi Malí, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en þar segir að herinn haldi því fram að um fimmtíu hryðjuverkamenn hafi verið felldir. Í frétt France24 segir að minnst þremur sprengjum hafi verið skotið að ferjunni, sem var á hefðbundinni leið á Níger-á. Heimildarmaður miðilsins segir herinn hafa unnið að því að ferja fólk úr ferjunni eftir árásina. Herforingjastjórnin lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg sem hófst í morgun og er henni ætlað að heiðra fólkið sem dó í árásunum. Í frétt AP segir að á minna en ári hafi hryðjuverkamenn sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu nærri því tvöfaldað yfirráðasvæði sitt í Malí, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Óttast um friðarsamkomulag Ástandið í Malí hefur verið slæmt um árabil en árið 2012 hófst uppreisn í norðurhluta landsins sem stóð yfir þrjú ár. Þá var gert friðarsamkomulag en hryðjuverkahópar hafa notað ástandið til að stækka og hafa þeir gert fjölmargar árásir á svæðinu. Eftir valdarán hersins árið 2020 myndaðist mikil spenna aftur milli hersins og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins en hún hefur aukist aftur á undanförnum vikum, samhliða því að herforingjastjórnin hefur skipað friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna að yfirgefa landið. Friðargæsluliðar hafa yfirgefið tvær herstöðvar í norðurhluta landsins, sem her Malí hefur tekið yfir. Þar hefur komið til átaka við hryðjuverkamenn og deilna milli hermanna og fyrrverandi uppreisnarmanna. Samkvæmt frétt France24 er óttast að friðarsamkomulagið frá 2015 muni ekki halda. Ítrekuð valdarán Malí er á Sahel svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Þó nokkur valdarán hafa einnig verið gerð á svæðinu á undanförnum árum. Þau hafa verið gerð í Malí, Búrkína Fasó og í Níger en það eru ríki þar sem áðurnefndir hryðjuverkamenn hafa verið hvað virkastir. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Í nýlegri grein New York Times segir að tugir þúsunda hafi fallið í þessum átökum í ríkjunum þremur á síðustu tíu árum og 3,3 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum verulega í Malí og í Búrkína Fasó. Í Malí dóu fimm þúsund manns í átökum við hryðjuverkamenn og í árásum þeirra, sem er tvöfalt meira en ári áður. Í Búrkína Fasó fjölgaði dauðsföllum um áttatíu prósent milli ára og voru þau um fjögur þúsund í fyrra.
Malí Hernaður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira