Vígamenn mala gull í Afríku Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2019 14:15 Í Búrkína Fasó, Malí og Níger er áætlað að svarti markaðurinn með gull velti um tveimur milljörðum dala á ári. Vísir/Getty Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. Þannig gætu hryðjuverkasamtök náð sér í miklar tekjur til að öðlast nýja meðlimi og vopn.Umfangsmikil rannsókn blaðamanna Reuters varpar meira ljósi á umsvifa vígahópanna á svæðinu og þá sérstaklega í Búrkína Fasó. Þar hafa hundruð dáið í árásum vígamanna. Þar á meðal 39 námuverkamenn í nýlegri árás. Sömuleiðis hafa verið tilkynntar fjölmargar árásir og mannrán sem tengjast gullnámugreftri. Yfirvöld þar í landi framkvæmdu í fyrra óformlega rannsókn byggða á gervihnattarmyndum sem sýndi að um 2.200 óskráðar gullnámur voru starfræktar í Búrkína Fasó. Um helmingur þeirra er í minna en 25 kílómetra fjarlægð frá stöðum þar sem vígamenn hafa gert árásir. Í Búrkína Fasó, Malí og Níger er áætlað að svarti markaðurinn með gull velti um tveimur milljörðum dala á ári. Blaðamenn Reuters vörpuðu ljósi á það fyrr á árinu að gull þetta er að miklu leyti flutt úr landi í gegnum Mið-Austurlönd.Sahel-svæðið svokallaða er þurrt svæði suður af Shara-eyðimörkinni. Blaðamenn Reuters ræddu við íbúa bæjarins Pama, sem liggur við jaðar stórs verndarsvæðis. Þar hefur íbúum lengi verið meinað að stunda námugröft vegna verndarsvæðisins, þar sem dýralíf er mikið. Um mitt síðasta ár breyttist það hins vegar þegar fjölmargir og þungvopnaðir vígamenn streymdu inn á svæðið á mótorhjólum og pallbílum. Hermenn og skógarverðir flúðu. Vígamennirnir tilkynntu íbúum svo að þeim væri frjálst að stunda námugröft með ákveðnum skilyrðum. Stundum fóru vígamennirnir fram á hlut þess gulls sem var grafið upp og stundum keyptu þeir það. Greining Reuters sýnir að yfirráðasvæði vígamanna í Búrkína Fasó inniheldur einhverjar ríkustu gullnámur landsins, þó ómögulegt sé að staðhæfa að vígamenn stjórni þeim námum með beinum hætti. Oumarou Idani, námuráðherra landsins, sagði í maí vígamenn hefðu tekið yfir stjórn einhverra náma. Herinn greip svo til aðgerða gegn vígamönnum og ráku þá frá svæðinu. Árásum þeirra fækkaði um tíma en fjöldi þeirra hefur nú jafnast út aftur. William Linder, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Vestur-Afríku, sem rekur nú ráðgjafaþjónustu, segir að nauðsynlegt sé að stöðva vígamenn á svæðinu. Annars muni ástandið á Sahel-svæðinu einungis versna til muna og vígamönnum vaxa ásmegin. Ousseni Compaore, öryggisráðherra, segir ríkisstjórnir ríkja á svæðinu vera meðvitaðar um ástandið og þær vinni saman til að sporna gegn þessari þróun. Búrkína Fasó Tengdar fréttir 37 látnir eftir árás á starfsmenn kanadísks námafyrirtækis í Búrkína Fasó Árásin er sú mannskæðasta í landinu í fimm ár en hún var gerð á rútur fyrirtækisins Semafo um 40 kílómetrum frá gullnámu í Boungou. 7. nóvember 2019 09:36 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. Þannig gætu hryðjuverkasamtök náð sér í miklar tekjur til að öðlast nýja meðlimi og vopn.Umfangsmikil rannsókn blaðamanna Reuters varpar meira ljósi á umsvifa vígahópanna á svæðinu og þá sérstaklega í Búrkína Fasó. Þar hafa hundruð dáið í árásum vígamanna. Þar á meðal 39 námuverkamenn í nýlegri árás. Sömuleiðis hafa verið tilkynntar fjölmargar árásir og mannrán sem tengjast gullnámugreftri. Yfirvöld þar í landi framkvæmdu í fyrra óformlega rannsókn byggða á gervihnattarmyndum sem sýndi að um 2.200 óskráðar gullnámur voru starfræktar í Búrkína Fasó. Um helmingur þeirra er í minna en 25 kílómetra fjarlægð frá stöðum þar sem vígamenn hafa gert árásir. Í Búrkína Fasó, Malí og Níger er áætlað að svarti markaðurinn með gull velti um tveimur milljörðum dala á ári. Blaðamenn Reuters vörpuðu ljósi á það fyrr á árinu að gull þetta er að miklu leyti flutt úr landi í gegnum Mið-Austurlönd.Sahel-svæðið svokallaða er þurrt svæði suður af Shara-eyðimörkinni. Blaðamenn Reuters ræddu við íbúa bæjarins Pama, sem liggur við jaðar stórs verndarsvæðis. Þar hefur íbúum lengi verið meinað að stunda námugröft vegna verndarsvæðisins, þar sem dýralíf er mikið. Um mitt síðasta ár breyttist það hins vegar þegar fjölmargir og þungvopnaðir vígamenn streymdu inn á svæðið á mótorhjólum og pallbílum. Hermenn og skógarverðir flúðu. Vígamennirnir tilkynntu íbúum svo að þeim væri frjálst að stunda námugröft með ákveðnum skilyrðum. Stundum fóru vígamennirnir fram á hlut þess gulls sem var grafið upp og stundum keyptu þeir það. Greining Reuters sýnir að yfirráðasvæði vígamanna í Búrkína Fasó inniheldur einhverjar ríkustu gullnámur landsins, þó ómögulegt sé að staðhæfa að vígamenn stjórni þeim námum með beinum hætti. Oumarou Idani, námuráðherra landsins, sagði í maí vígamenn hefðu tekið yfir stjórn einhverra náma. Herinn greip svo til aðgerða gegn vígamönnum og ráku þá frá svæðinu. Árásum þeirra fækkaði um tíma en fjöldi þeirra hefur nú jafnast út aftur. William Linder, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Vestur-Afríku, sem rekur nú ráðgjafaþjónustu, segir að nauðsynlegt sé að stöðva vígamenn á svæðinu. Annars muni ástandið á Sahel-svæðinu einungis versna til muna og vígamönnum vaxa ásmegin. Ousseni Compaore, öryggisráðherra, segir ríkisstjórnir ríkja á svæðinu vera meðvitaðar um ástandið og þær vinni saman til að sporna gegn þessari þróun.
Búrkína Fasó Tengdar fréttir 37 látnir eftir árás á starfsmenn kanadísks námafyrirtækis í Búrkína Fasó Árásin er sú mannskæðasta í landinu í fimm ár en hún var gerð á rútur fyrirtækisins Semafo um 40 kílómetrum frá gullnámu í Boungou. 7. nóvember 2019 09:36 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
37 látnir eftir árás á starfsmenn kanadísks námafyrirtækis í Búrkína Fasó Árásin er sú mannskæðasta í landinu í fimm ár en hún var gerð á rútur fyrirtækisins Semafo um 40 kílómetrum frá gullnámu í Boungou. 7. nóvember 2019 09:36