Enski boltinn

Seldu Pépé fyrir 69 milljónir minna en þeir keyptu hann á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nicolas Pépé er farinn frá Arsenal.
Nicolas Pépé er farinn frá Arsenal. getty/Stuart MacFarlane

Arsenal hefur selt Fílbeinsstrendinginn Nicolas Pépé til Trabzonspor. Óhætt er að segja að Skytturnar hafi tapað ansi miklum fjárhæðum á honum.

Arsenal keypti Pépé frá Lille fyrir 72 milljónir punda fyrir fjórum árum. Hann lék með Lille í tvö ár og vakti athygli fyrir góða frammistöðu.

Pépé náði ekki að sýna sömu hliðar hjá Arsenal og átti ekki fast sæti í liðinu. Í fyrra var hann lánaður til Nice í Frakklandi.

Arsenal hefur nú selt Pépé til Trabzonspor fyrir aðeins þrjár milljónir punda. Skytturnar seldu hann því á 69 milljónum punda minna en þær keyptu hann á.

Pépé lék alls 112 leiki með Arsenal og skoraði 27 mörk. Hann varð bikarmeistari með liðinu 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×