Handtökur á Kúbu vegna mansals til Rússlands Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2023 09:15 Frá Havana, höfuðborg Kúbu. Vísir/EPA Yfirvöld á Kúbu segjast hafa handtekið sautján manns sem tengjast mansalshring sem er sakaður um að tæla unga Kúbverja til þess að berjast fyrir hönd Rússlands í Úkraínu. Þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma eða jafnvel dauðarefsingu. Mansalshringurinn var sagður starfa bæði á Kúbu og í Rússlandi þegar kúbversk yfirvöld greindu fyrst frá því að þau hefðu afhjúpað hann fyrr í vikunni. Fulltrúi innanríkisráðuneytisins greindi frá handtökunum í kúbverska sjónvarpinu í gærkvöldi. Skipuleggjendur starfseminnar væru á meðal þeirra handteknu, að því er kemur fram í frétt Reuters. Forsprakkar hringsins eru sagðir hafa reitt sig á tvo menn á Kúbu til þess að lokka unga menn til þess að taka þátt í innrásinni í Úkraínu. José Luis Reyes, saksóknari á Kúbu, segir að þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi, lífstíðardóm eða jafnvel dauðarefsingu allt eftir eðli og alvarleika brota þeirra. Þau geti verið mansal, málaliðastörf eða árás á erlent ríki. Samband kúbverskra og rússneskra stjórnvalda hefur verið náið um áratuga skeið. Fjöldi efnahagslegra flóttamanna fer frá Kúbu til Rússlands í leit að betra lífi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði fyrir um að erlendis ríkisborgarar sem skráðu sig til herþjónustu gætu fengið flýtimeðferð að ríkisborgararétti. Stjórnvöld á Kúbu segjast ekki þátttakendur í innrásinni í Úkraínu og að þau vilji ekki að borgarar sínir berjist þar sem málaliðar. Kúba Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segja Kúbverja selda mansali og látna berjast í Úkraínu Kommúnistastjórnin á Kúbu segist hafa afhjúpað mansalshring sem hafi neytt kúbverska borgara til þess að berjast með Rússum í innrás þeirra í Úkraínu. Hringurinn hafi starfað bæði á Kúbu og í Rússlandi. 5. september 2023 14:58 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Mansalshringurinn var sagður starfa bæði á Kúbu og í Rússlandi þegar kúbversk yfirvöld greindu fyrst frá því að þau hefðu afhjúpað hann fyrr í vikunni. Fulltrúi innanríkisráðuneytisins greindi frá handtökunum í kúbverska sjónvarpinu í gærkvöldi. Skipuleggjendur starfseminnar væru á meðal þeirra handteknu, að því er kemur fram í frétt Reuters. Forsprakkar hringsins eru sagðir hafa reitt sig á tvo menn á Kúbu til þess að lokka unga menn til þess að taka þátt í innrásinni í Úkraínu. José Luis Reyes, saksóknari á Kúbu, segir að þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi, lífstíðardóm eða jafnvel dauðarefsingu allt eftir eðli og alvarleika brota þeirra. Þau geti verið mansal, málaliðastörf eða árás á erlent ríki. Samband kúbverskra og rússneskra stjórnvalda hefur verið náið um áratuga skeið. Fjöldi efnahagslegra flóttamanna fer frá Kúbu til Rússlands í leit að betra lífi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði fyrir um að erlendis ríkisborgarar sem skráðu sig til herþjónustu gætu fengið flýtimeðferð að ríkisborgararétti. Stjórnvöld á Kúbu segjast ekki þátttakendur í innrásinni í Úkraínu og að þau vilji ekki að borgarar sínir berjist þar sem málaliðar.
Kúba Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segja Kúbverja selda mansali og látna berjast í Úkraínu Kommúnistastjórnin á Kúbu segist hafa afhjúpað mansalshring sem hafi neytt kúbverska borgara til þess að berjast með Rússum í innrás þeirra í Úkraínu. Hringurinn hafi starfað bæði á Kúbu og í Rússlandi. 5. september 2023 14:58 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Segja Kúbverja selda mansali og látna berjast í Úkraínu Kommúnistastjórnin á Kúbu segist hafa afhjúpað mansalshring sem hafi neytt kúbverska borgara til þess að berjast með Rússum í innrás þeirra í Úkraínu. Hringurinn hafi starfað bæði á Kúbu og í Rússlandi. 5. september 2023 14:58