Drónaárásir í Rússlandi og Úkraínumenn fá umdeild skotfæri Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. september 2023 07:31 Skotfæri svipaðrar gerðar og um ræðir. Staff Sgt. Nicholas Perez/U.S. Air National Guard via AP Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í nótt á rússnesku landsvæði. Borist hafa fregnir af árásum á miðborg Rostov við Don og einnig í grennd við höfuðborgina Moskvu. Landsstjóri Rostov segir að einn hafi slasast í árásunum og að nokkrir bílar séu skemmdir. Um hafi verið að ræða tvo dróna sem báðir hafi verið skotnir niður að lokum. Þá segir borgarstjóri Moskvu að að dróni hafi verið skotinn niður í úthvergi borgarinnar í nótt og að ekkert tjón hafi hlotist af því. Bandaríkjamenn hafa nú staðfest opinberlega að þeir ætli að senda Úkraínumönnum skotfæri sem gerð eru úr rýrðu úrani en þetta var tilkynnt á sama tíma og utanríkisráðherrann Antony Blinken heimsótti Kænugarð. Slík skotfæri eru afar umdeild og hafa Rússar þegar fordæmt fyrirætlanirnar. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams-skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Gagnrýnendur halda því fram að af þeim stafi mengun. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Rýrt úran er geislavirkt en mun minna geislavirkt en náttúrulegt úran. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að rannsóknir í fyrrverandi Júgóslavíu, Kúvæt, Írak og Líbanon, þar sem skot eins og þau sem um ræðir hafa verið notuð í miklu magni, sýni að íbúum stafi ekki ógn af þeim ögnum sem notkun þeirra skilur eftir. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. 2. september 2023 21:36 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Borist hafa fregnir af árásum á miðborg Rostov við Don og einnig í grennd við höfuðborgina Moskvu. Landsstjóri Rostov segir að einn hafi slasast í árásunum og að nokkrir bílar séu skemmdir. Um hafi verið að ræða tvo dróna sem báðir hafi verið skotnir niður að lokum. Þá segir borgarstjóri Moskvu að að dróni hafi verið skotinn niður í úthvergi borgarinnar í nótt og að ekkert tjón hafi hlotist af því. Bandaríkjamenn hafa nú staðfest opinberlega að þeir ætli að senda Úkraínumönnum skotfæri sem gerð eru úr rýrðu úrani en þetta var tilkynnt á sama tíma og utanríkisráðherrann Antony Blinken heimsótti Kænugarð. Slík skotfæri eru afar umdeild og hafa Rússar þegar fordæmt fyrirætlanirnar. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams-skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Gagnrýnendur halda því fram að af þeim stafi mengun. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Rýrt úran er geislavirkt en mun minna geislavirkt en náttúrulegt úran. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að rannsóknir í fyrrverandi Júgóslavíu, Kúvæt, Írak og Líbanon, þar sem skot eins og þau sem um ræðir hafa verið notuð í miklu magni, sýni að íbúum stafi ekki ógn af þeim ögnum sem notkun þeirra skilur eftir.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. 2. september 2023 21:36 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. 2. september 2023 21:36