Notkun klasasprengja nær nýjum hæðum Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2023 12:13 Klasasprengjur má finna víða um heim og þær geta valdið mannskaða mörgum áratugum eftir að þau eru notuð í átökum. AP/Mohammed Zaatari Úkraína var í fyrra það ríki þar sem flestir dóu vegna notkunar klasasprengja. Það var í fyrsta sinn í rúman áratug sem Sýrland var ekki efst á þessum lista en talið er að rúmlega þrjú hundruð manns hafi dáið vegna klasasprengja í Úkraínu í fyrra og rúmlega sex hundruð hafi særst. Notkun klasasprengja í Úkraínu í fyrra gerði árið það versta frá því vopnin voru bönnuð víða um heim, samkvæmt greiningu samtakanna Cluster Munition Coalition. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 124 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar. Notaðar meira af Rússum í fyrra Rússar notuðu þessi vopn mun meira en Úkraínumenn í fyrra en mannskæðasta árásin þar sem klasasprengjur voru notaðar var á lestarstöð í bænum Kramatorsk í Úkraínu. Þar var mikill fjöldi fólks samankominn á flótta undan innrás Rússa en 53 dóu í árásinni og 135 særðust. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í CMC varðandi það að fimmtán manns hafi dáið vegna klasasprengja í Sýrlandi í fyrra og 75 hafi særst. Þetta á bæði við í árásum og atvikum þar sem fólk, og þá oft börn, láta lífið eða særast þegar gamlar sprengjur springa. Í Írak, þar sem ekki er vitað til þess að klasasprengjur hafi verið notaðar í fyrra, dóu fimmtán og 25 særðust. Svipaða sögu er að segja frá Jemen en þar dóu fimm og níutíu særðust. Flest fórnarlambanna eru börn þar sem þau taka upp sprengjurnar, sem líta út eins og smáir málmboltar og leika sér með þær, án þess að vita hvað þau eru með í höndunum. Doaa al-Hassan, er tíu ára gömul en hún missti hendina þegar hún tók upp klasasprengju í Sýrlandi í fyrra.AP/Omar Albam CMC segir frá hinni tólf ára Rawaa al-Hassan og tíu ára systur hennar Doaa. Þær búa í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands, eftir að fjölskyldan þurfti að flýja frá heimili þeirra fyrir sex árum. Stelpurnar voru á leið heim úr skóla í fyrra þegar þær fundu kúlu úr málmi. Þetta var klasasprengja sem sprakk svo þegar þær meðhöndluðu hana. Rawaa missti auga og Doaa missti hendi. Faðir stúlknanna hafði dáið átta mánuðum áður, þegar hann steig á klasasprengju. Sérfræðingur sem ræddi við AP sagði tilvikum sem þessum hafa farið fækkandi á undanförnum áratugum. Unnið hafi verið að því að hreinsa upp gamlar sprengjur og birgðum af klasasprengjum var eytt víða. Það hafi þó breyst þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011. Rússar og stjórnarher Bashar al Assad fóru að varpa klasasprengjum í massavís í Sýrlandi. Notkun þeirra tók svo annað stökk við innrás Rússa í Úkraínu og svo aftur þegar Bandaríkjamenn tóku þá ákvörðun að senda klasasprengjur til Úkraínumanna. Úkraínumenn höfðu lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá bakhjörlum sínum. Ráðamenn í Úkraínu segja að það svæði þar sem klasasprengjur séu notaðar sé svo þakið jarðsprengjum að ósprungnar klasasprengjur séu bara dropi í hafið. Gífurlegt átak muni þurfa seinna meir til að hreinsa svæðið af ósprungnum sprengjum. Hernaður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Notkun klasasprengja í Úkraínu í fyrra gerði árið það versta frá því vopnin voru bönnuð víða um heim, samkvæmt greiningu samtakanna Cluster Munition Coalition. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 124 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar. Notaðar meira af Rússum í fyrra Rússar notuðu þessi vopn mun meira en Úkraínumenn í fyrra en mannskæðasta árásin þar sem klasasprengjur voru notaðar var á lestarstöð í bænum Kramatorsk í Úkraínu. Þar var mikill fjöldi fólks samankominn á flótta undan innrás Rússa en 53 dóu í árásinni og 135 særðust. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í CMC varðandi það að fimmtán manns hafi dáið vegna klasasprengja í Sýrlandi í fyrra og 75 hafi særst. Þetta á bæði við í árásum og atvikum þar sem fólk, og þá oft börn, láta lífið eða særast þegar gamlar sprengjur springa. Í Írak, þar sem ekki er vitað til þess að klasasprengjur hafi verið notaðar í fyrra, dóu fimmtán og 25 særðust. Svipaða sögu er að segja frá Jemen en þar dóu fimm og níutíu særðust. Flest fórnarlambanna eru börn þar sem þau taka upp sprengjurnar, sem líta út eins og smáir málmboltar og leika sér með þær, án þess að vita hvað þau eru með í höndunum. Doaa al-Hassan, er tíu ára gömul en hún missti hendina þegar hún tók upp klasasprengju í Sýrlandi í fyrra.AP/Omar Albam CMC segir frá hinni tólf ára Rawaa al-Hassan og tíu ára systur hennar Doaa. Þær búa í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands, eftir að fjölskyldan þurfti að flýja frá heimili þeirra fyrir sex árum. Stelpurnar voru á leið heim úr skóla í fyrra þegar þær fundu kúlu úr málmi. Þetta var klasasprengja sem sprakk svo þegar þær meðhöndluðu hana. Rawaa missti auga og Doaa missti hendi. Faðir stúlknanna hafði dáið átta mánuðum áður, þegar hann steig á klasasprengju. Sérfræðingur sem ræddi við AP sagði tilvikum sem þessum hafa farið fækkandi á undanförnum áratugum. Unnið hafi verið að því að hreinsa upp gamlar sprengjur og birgðum af klasasprengjum var eytt víða. Það hafi þó breyst þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011. Rússar og stjórnarher Bashar al Assad fóru að varpa klasasprengjum í massavís í Sýrlandi. Notkun þeirra tók svo annað stökk við innrás Rússa í Úkraínu og svo aftur þegar Bandaríkjamenn tóku þá ákvörðun að senda klasasprengjur til Úkraínumanna. Úkraínumenn höfðu lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá bakhjörlum sínum. Ráðamenn í Úkraínu segja að það svæði þar sem klasasprengjur séu notaðar sé svo þakið jarðsprengjum að ósprungnar klasasprengjur séu bara dropi í hafið. Gífurlegt átak muni þurfa seinna meir til að hreinsa svæðið af ósprungnum sprengjum.
Hernaður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“