Ræddu stöðu KA: „Framganga liðsins í Íslandsmótinu klár vonbrigði“ Aron Guðmundsson skrifar 4. september 2023 13:31 Frá leik KA í sumar Vísir/Hulda Margrét Framganga KA í Bestu deild karla á yfirstandandi tímabili er klár vonbrigði að mati Atla Viðars Björnssonar, sérfræðings í uppgjörsþáttunum Stúkan á Stöð 2 Sport. KA mun taka þátt í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar og getur hæst náð 7.sæti deildarinnar. Þetta varð ljóst eftir lokaumferðina í hinni hefðbundnu deildarkeppni Bestu deildarinnar í gær. „Já, það er klárt mál,“ svaraði Atli Viðar, einn af sérfræðingum Stúkunnar, aðspurður hvort tímabilið í heild sinni væru vonbrigði fyrir KA. „KA getur ekki sagt að þeir séu ánægðir með tímabilið þegar að þeir komu út fyrir tímabilið og sögðust ætla vera í titilbaráttu og á þeirri stundu í raun fúlir út í allt og alla fyrir að spá þeim ekki titilbaráttu. Þeir eru í 7.sæti, klifu upp um eitt sæti á lokametrunum og vel gert hjá þeim að koma sér í séns fyrir úrslitakeppni efrihlutans fyrir lokaumferðina en það var bara of lítið og of seint að taka sjö stig úr síðustu þremur leikjunum. Brasið á þeim er bara búið að vera of mikið í deildinni til þess að þeir geti reynt að sannfæra okkur og við getum haldið því fram að þeir hafi átt gott tímabil.“ Klippa: Ræddu stöðu KA: Bikar myndi breyta öllu Greip þá Baldur Sigurðsson, annar sérfræðingur Stúkunnar, þá inn í og vildi fá að vita það frá Atla Viðari hvort hann væri að taka inn í jöfnuna þá staðreynd að KA komst í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu, laut þar í lægra haldi gegn belgíska liðinu Club Brugge og er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. „Ertu ósammála þessu?“ svaraði Atli Viðar á móti en Baldur segir að líta verði heildrænt á stöðuna. „Ég myndi aldrei segja vonbrigði,“ sagði Baldur sem finnst ósanngjarnt að lagt sé mat á tímabil KA nú þegar að liðið á eftir að spila bikarúrslitaleik gegn Víkingi Reykjavík og gat Atli Viðar tekið undir það. „Ef þeir vinna bikarinn, komast í Evrópukeppni og komast frá tímabilinu með titil í höndunum. Það myndi náttúrulega breyta öllu,“ sagði Atli Viðar. „En að enda fyrir neðan strik og í 7.sæti í deildinni, þá er framganga liðsins í Íslandsmótinu klár vonbrigði.“ Besta deild karla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira
KA mun taka þátt í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar og getur hæst náð 7.sæti deildarinnar. Þetta varð ljóst eftir lokaumferðina í hinni hefðbundnu deildarkeppni Bestu deildarinnar í gær. „Já, það er klárt mál,“ svaraði Atli Viðar, einn af sérfræðingum Stúkunnar, aðspurður hvort tímabilið í heild sinni væru vonbrigði fyrir KA. „KA getur ekki sagt að þeir séu ánægðir með tímabilið þegar að þeir komu út fyrir tímabilið og sögðust ætla vera í titilbaráttu og á þeirri stundu í raun fúlir út í allt og alla fyrir að spá þeim ekki titilbaráttu. Þeir eru í 7.sæti, klifu upp um eitt sæti á lokametrunum og vel gert hjá þeim að koma sér í séns fyrir úrslitakeppni efrihlutans fyrir lokaumferðina en það var bara of lítið og of seint að taka sjö stig úr síðustu þremur leikjunum. Brasið á þeim er bara búið að vera of mikið í deildinni til þess að þeir geti reynt að sannfæra okkur og við getum haldið því fram að þeir hafi átt gott tímabil.“ Klippa: Ræddu stöðu KA: Bikar myndi breyta öllu Greip þá Baldur Sigurðsson, annar sérfræðingur Stúkunnar, þá inn í og vildi fá að vita það frá Atla Viðari hvort hann væri að taka inn í jöfnuna þá staðreynd að KA komst í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu, laut þar í lægra haldi gegn belgíska liðinu Club Brugge og er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. „Ertu ósammála þessu?“ svaraði Atli Viðar á móti en Baldur segir að líta verði heildrænt á stöðuna. „Ég myndi aldrei segja vonbrigði,“ sagði Baldur sem finnst ósanngjarnt að lagt sé mat á tímabil KA nú þegar að liðið á eftir að spila bikarúrslitaleik gegn Víkingi Reykjavík og gat Atli Viðar tekið undir það. „Ef þeir vinna bikarinn, komast í Evrópukeppni og komast frá tímabilinu með titil í höndunum. Það myndi náttúrulega breyta öllu,“ sagði Atli Viðar. „En að enda fyrir neðan strik og í 7.sæti í deildinni, þá er framganga liðsins í Íslandsmótinu klár vonbrigði.“
Besta deild karla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira