Sammála um að brotthvarfið tengist ekki erjum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. september 2023 21:05 Þær Helga Vala og Kristrún segja báðar að brotthvarf þeirrar fyrrnefndu af þingi tengist ekki ósætti milli þeirra. Hafna þær sögusögnum af erjum innan flokksins. vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir formaður flokksins virðast sammála um að brotthvarf Helgu Völu af þingi tengist ekki erjum þeirra innan flokksins. Kristrún skipti Helgu Völu út sem þingflokksformanni fyrir Loga Einarsson á síðasta ári og orðrómur hefur verið um ósætti og erjur innan flokksins. Greint var frá því í dag að Helga Vala hafi tekið ákvörðun um að hætta á þingi og snúa sér alfarið að lögmennsku. Í helgarviðtali Morgunblaðsins var Helga Vala spurð hvort hún og Kristrún hafi ekki getað unnið saman, með vísan til fyrrgreindra sögusagna. „Ég er búin að heyra þetta allt. Fyrst átti þetta að vera milli hennar og Oddnýjar [G. Harðardóttur], en svo heyrði ég einhvern tala um að vinnustaðasálfræðingur hefði komið til aðstoðar vegna þess að mér og Kristrúnu kæmi ekki saman. Mér var a.m.k. ekki boðið í það partí og það hefur engum dottið í hug að spyrja mig hvort það væri fótur fyrir þessari sögu,“ er haft eftir Helgu Völu. Helga Vala mun segja af sér þingmennsku á mánudag.Vísir/Vilhelm Segist hún vera mikill Evrópusinni en ESB aðild er eitt af þeim málum sem sett voru á ís innan Samfylkingarinnar eftir að Kristrún tók við. Sama á við um baráttu fyrir „nýju stjórnarskránni“ sem Helga Vala hefur sömuleiðis talað fyrir. „Mín útganga snýst bara ekkert um Kristrúnu. Og þótt það sé vinsælt að teikna upp þá mynd að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi, þá er það bara ekki rétt og brottför mín hefur ekkert með hana að gera,“ segir Helga Vala ennfremur. Helga Vala hafnaði því að hún væri að snúa aftur í lögmennskuna þegar Vísir greindir frá endurnýjun réttinda hennar í lok ágúst. Í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 var Kristrún sömuleiðis spurð út brotthvarf Helgu Völu af þingi og hvort það hafi komið á óvart. „Ég held að allar svona ákvarðanir hafi aðdraganda,“ sagði Kristrún. „Ég vissi af því að lögmennskan væri búin að toga í hana í einhvern tíma, það eiga sér auðvitað stað einhver samtöl. En það eru alltaf tímamót þegar ákvörðun er loks tekin. Það verður ekki tekið af því að þetta er nýr veruleiki fyrir okkar þingflokk, hún hefur verið öflug samstarfskona og átt stóran skerf í okkar þingflokki.“ Kristrún tók við sem formaður flokksins í október á síðasta ári og hefur frá því breytt ýmsum áherslum.vísir/vilhelm Hún var einnig spurð hvort brotthvarfið væri mikið högg fyrir flokkinn. Kristrún hikaði örlítið en sagði: „Það verður ekki tekið af henni allt sem hún hefur verið gert. Við höfum verið mjög stolt af því sem hún hefur gert fyrir flokkinn, mikil baráttukona. Ég held að flestir Íslendingar þekki til hennar góðu vinnu. En verkefnin verða ekki tekin af okkur og maður þarf að vera vel mannaður og við erum með góðan varamann sem kemur inn í kjölfarið, hún Dagbjört (Hákonardóttir) og ég hef mikla trú á henni. Kristrún hafnar því að ágreingur þeirra tveggja hafi leitt til þess að Helga Vala sé nú hætt á þingi. „Ég held að hún hafi verið mjög skýr með þetta og to the point í morgun í Mogganum. Það er þannig að við erum öll með okkar með reynslu og fagsvið og ég held að það sé ekki óeðlilegt að fólk endurhugsi af og til hvað það sé að eyða tímanum sínum í. Í þessu tilviki var eitthvað annað sem togaði í hana og ég ber bara virðingu fyrir því,“ sagði Kristrún. Samfylkingin Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. 2. september 2023 12:48 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Greint var frá því í dag að Helga Vala hafi tekið ákvörðun um að hætta á þingi og snúa sér alfarið að lögmennsku. Í helgarviðtali Morgunblaðsins var Helga Vala spurð hvort hún og Kristrún hafi ekki getað unnið saman, með vísan til fyrrgreindra sögusagna. „Ég er búin að heyra þetta allt. Fyrst átti þetta að vera milli hennar og Oddnýjar [G. Harðardóttur], en svo heyrði ég einhvern tala um að vinnustaðasálfræðingur hefði komið til aðstoðar vegna þess að mér og Kristrúnu kæmi ekki saman. Mér var a.m.k. ekki boðið í það partí og það hefur engum dottið í hug að spyrja mig hvort það væri fótur fyrir þessari sögu,“ er haft eftir Helgu Völu. Helga Vala mun segja af sér þingmennsku á mánudag.Vísir/Vilhelm Segist hún vera mikill Evrópusinni en ESB aðild er eitt af þeim málum sem sett voru á ís innan Samfylkingarinnar eftir að Kristrún tók við. Sama á við um baráttu fyrir „nýju stjórnarskránni“ sem Helga Vala hefur sömuleiðis talað fyrir. „Mín útganga snýst bara ekkert um Kristrúnu. Og þótt það sé vinsælt að teikna upp þá mynd að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi, þá er það bara ekki rétt og brottför mín hefur ekkert með hana að gera,“ segir Helga Vala ennfremur. Helga Vala hafnaði því að hún væri að snúa aftur í lögmennskuna þegar Vísir greindir frá endurnýjun réttinda hennar í lok ágúst. Í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 var Kristrún sömuleiðis spurð út brotthvarf Helgu Völu af þingi og hvort það hafi komið á óvart. „Ég held að allar svona ákvarðanir hafi aðdraganda,“ sagði Kristrún. „Ég vissi af því að lögmennskan væri búin að toga í hana í einhvern tíma, það eiga sér auðvitað stað einhver samtöl. En það eru alltaf tímamót þegar ákvörðun er loks tekin. Það verður ekki tekið af því að þetta er nýr veruleiki fyrir okkar þingflokk, hún hefur verið öflug samstarfskona og átt stóran skerf í okkar þingflokki.“ Kristrún tók við sem formaður flokksins í október á síðasta ári og hefur frá því breytt ýmsum áherslum.vísir/vilhelm Hún var einnig spurð hvort brotthvarfið væri mikið högg fyrir flokkinn. Kristrún hikaði örlítið en sagði: „Það verður ekki tekið af henni allt sem hún hefur verið gert. Við höfum verið mjög stolt af því sem hún hefur gert fyrir flokkinn, mikil baráttukona. Ég held að flestir Íslendingar þekki til hennar góðu vinnu. En verkefnin verða ekki tekin af okkur og maður þarf að vera vel mannaður og við erum með góðan varamann sem kemur inn í kjölfarið, hún Dagbjört (Hákonardóttir) og ég hef mikla trú á henni. Kristrún hafnar því að ágreingur þeirra tveggja hafi leitt til þess að Helga Vala sé nú hætt á þingi. „Ég held að hún hafi verið mjög skýr með þetta og to the point í morgun í Mogganum. Það er þannig að við erum öll með okkar með reynslu og fagsvið og ég held að það sé ekki óeðlilegt að fólk endurhugsi af og til hvað það sé að eyða tímanum sínum í. Í þessu tilviki var eitthvað annað sem togaði í hana og ég ber bara virðingu fyrir því,“ sagði Kristrún.
Samfylkingin Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. 2. september 2023 12:48 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. 2. september 2023 12:48