Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 12:48 Helga Vala mun segja af sér þingmennsku á mánudag. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. Helga Vala greindi frá ákvörðun sinni í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hún hefur verið þingmaður síðan árið 2017 en þar áður starfaði hún við lögmennsku. „Þingstarfið hefur auðvitað verið alveg ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt en ég held að maður eigi ekki að dvelja þar allt of lengi,“ segir Helga Vala. Hún hafi ekki verið að hugsa mjög lengi um að skilja við þingið. „Þetta hefur aðeins verið að bögglast innra með mér undanfarna mánuði. Ég var í lögmennsku þegar ég settist óvænt inn á þing 2017 og fannst það mjög skemmtilegt. Það hefur sótt meira á mig að undanförnu, fólk og jafnvel fyrirtæki verið að leita til mín. Þannig að mig langar að demba mér í það aftur. Þar er hjarta mitt núna.“ Fer í prófmál fyrir Landsrétti í næstu viku Hún muni byrja lögmennskuna undir merkjum Völvu, eins og hún gerði áður en hún fór á þing. „Ég get ekki beðið eftir að flytja skrifborðið hennar mömmu yfir á nýjan stað en það fylgdi mér á þingið,“ segir Helga Vala. „Ég ætla að byrja á því að klára réttindi mín í Landsrétti og ég bara hlakka til,“ segir Helga Vala en hún fari í prófmál fyrir Landsrétti strax í næstu viku. Samkvæmt dagskrá Landsréttar verður prófmál hennar tekið fyrir á miðvikudag, 6. september. Hún muni skila inn afsögn sinni til forseta þingsins á mánudag. „Ég ætla ekki að vera að trufla fólk svona yfir bláhelgina en ég ætla að skila inn afsögn til forseta þingsins á mánudag. Og auðvitað kveðja kæra vini. Ég hef eignast góða vini, sem ég mun eiga áfram, í öllum flokkum og meðal starfsfólks þannig að það verður smá rúntur sem maður tekur á mánudagsmorgun.“ Dagbjört að meta stöðuna Hún sé ekki hætt í Samfylkingunni og muni örugglega ekki hverfa alveg úr stjórnmálum, þó hún hyggist ekki starfa við þau á næstunni. Þá hafi ný forysta í Samfylkingunni ekki haft áhrif á ákvörðunina. „Þetta hefur ekkert með samskipti mín og formanns Samfylkingarinnar að gera. Það er mjög mikill vilji í samfélaginu og umræðunni að teikna upp að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi. Það á ekki við um okkur, bara alls ekki,“ segir Helga Vala. Fyrsti varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, sem ætti að taka við af Helgu Völu er Dagbjört Hákonardóttir. Dagbjört segist í samtali við frétttastofu vera að meta stöðuna. Erfitt verði að kveðja Helgu Völu af þingi og erfitt yrði að fylla í hennar skarð. Alþingi Samfylkingin Lögmennska Tengdar fréttir Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. 2. september 2023 08:23 Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29. ágúst 2023 16:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Helga Vala greindi frá ákvörðun sinni í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hún hefur verið þingmaður síðan árið 2017 en þar áður starfaði hún við lögmennsku. „Þingstarfið hefur auðvitað verið alveg ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt en ég held að maður eigi ekki að dvelja þar allt of lengi,“ segir Helga Vala. Hún hafi ekki verið að hugsa mjög lengi um að skilja við þingið. „Þetta hefur aðeins verið að bögglast innra með mér undanfarna mánuði. Ég var í lögmennsku þegar ég settist óvænt inn á þing 2017 og fannst það mjög skemmtilegt. Það hefur sótt meira á mig að undanförnu, fólk og jafnvel fyrirtæki verið að leita til mín. Þannig að mig langar að demba mér í það aftur. Þar er hjarta mitt núna.“ Fer í prófmál fyrir Landsrétti í næstu viku Hún muni byrja lögmennskuna undir merkjum Völvu, eins og hún gerði áður en hún fór á þing. „Ég get ekki beðið eftir að flytja skrifborðið hennar mömmu yfir á nýjan stað en það fylgdi mér á þingið,“ segir Helga Vala. „Ég ætla að byrja á því að klára réttindi mín í Landsrétti og ég bara hlakka til,“ segir Helga Vala en hún fari í prófmál fyrir Landsrétti strax í næstu viku. Samkvæmt dagskrá Landsréttar verður prófmál hennar tekið fyrir á miðvikudag, 6. september. Hún muni skila inn afsögn sinni til forseta þingsins á mánudag. „Ég ætla ekki að vera að trufla fólk svona yfir bláhelgina en ég ætla að skila inn afsögn til forseta þingsins á mánudag. Og auðvitað kveðja kæra vini. Ég hef eignast góða vini, sem ég mun eiga áfram, í öllum flokkum og meðal starfsfólks þannig að það verður smá rúntur sem maður tekur á mánudagsmorgun.“ Dagbjört að meta stöðuna Hún sé ekki hætt í Samfylkingunni og muni örugglega ekki hverfa alveg úr stjórnmálum, þó hún hyggist ekki starfa við þau á næstunni. Þá hafi ný forysta í Samfylkingunni ekki haft áhrif á ákvörðunina. „Þetta hefur ekkert með samskipti mín og formanns Samfylkingarinnar að gera. Það er mjög mikill vilji í samfélaginu og umræðunni að teikna upp að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi. Það á ekki við um okkur, bara alls ekki,“ segir Helga Vala. Fyrsti varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, sem ætti að taka við af Helgu Völu er Dagbjört Hákonardóttir. Dagbjört segist í samtali við frétttastofu vera að meta stöðuna. Erfitt verði að kveðja Helgu Völu af þingi og erfitt yrði að fylla í hennar skarð.
Alþingi Samfylkingin Lögmennska Tengdar fréttir Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. 2. september 2023 08:23 Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29. ágúst 2023 16:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. 2. september 2023 08:23
Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29. ágúst 2023 16:00