Innlent

Þing­maður leysir út lög­manns­réttindin

Árni Sæberg skrifar
Helga Vala má nú flytja mál víðar en í pontu Alþingis.
Helga Vala má nú flytja mál víðar en í pontu Alþingis. Vísir/Vilhelm

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur afhent Helgu Völu Helgadóttur Bachmann réttindi sín til málflutnings og eru þau nú virk. Þetta segir segir í auglýsingu sem birt var í Lögbirtingarblaðinu fyrir helgi.

Helga Vala hefur réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum. Hún skilaði inn réttindunum eftir að hafa verið kosin á þing árið 2017. Fyrir það rak hún eigin lögmannsstofu, Valva lögmenn. Hún er enn skráð meirihlutaeigandi samlagsfélags sama nafns.

Helga Vala vildi ekki tjá sig um málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×