Hætta við að bjóða Rússum, Írönum og Hvít-Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2023 13:44 Frá verðlaunaathöfninni í Stokkhólmi í fyrra. AP/Pontus Lundahl Forsvarsmenn Nóbelsverðlaunanna hafa dregið boð til sendiherra Rússlands, Írans og Belarús (eða Hvíta-Rússlands) á afhendingu verðlaunanna í Stokkhólmi i ár til baka. Það er eftir að upprunaleg ákvörðun þeirra var harðlega gagnrýnd víða um heim og í Svíþjóð. Þó nokkrir sænskir þingmenn sögðust ekki ætla að mæta þetta árið og vísuðu þeir til innrásar Rússa í Úkraínu og mannréttabrota klerkastjórnar Írans. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafði sagt að ef hann hefði völ á því myndi hann meina erindrekum Rússlands að sækja verðlaunaafhendinguna. Í yfirlýsingu frá Nóbelsstofnuninni segir að mikil viðbrögð við ákvörðuninni í Svíþjóð, hafi skyggt á skilaboðin sem ákvörðuninni hafi verið ætlað og senda. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga boðin til baka. Sendiherrum ríkjanna var ekki heldur boðið í fyrra. Þetta á þó bara við verðlaunaafhendinguna í Stokkhólmi og ekki við afhendingu Friðarverðlaunanna, sem fer fram í Osló. Öllum sendiherrum í Svíþjóð og Noregi verður boðið þá. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Vidar Helgesen að þó ákveðið hafi verið að hætta við að bjóða sendiherrunum teldi hann samt að upprunalega ákvörðunin hefði verið rétt. Hann sagðist meðvitaður um að verðlaunin sjálf ættu að vera í aðalhlutverki og ákvörðunin hafi verið tekin svo athyglin yrði ekki tekin af þeim. Hverjir hljóta Nóbelsverðlaunin þetta árið verður tilkynnt í október og fara verðlaunaafhendingarnar fram í desember. Athafnirnar fara svo fram þann 10. desember. Yfirvöld í Úkraínu höfðu fordæmt upprunalegu ákvörðun Nóbelsnefndarinnar en hafa fagnað því að sú ákvörðun hafi verið dregin til baka. Settu friðarverðlaunahafa á mikið notaðan lista Yfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Dmitry Muratov, rússneskur blaðamaður sem vann Friðarverðlaun Nóbels árið 2021, væri kominn á lista yfir „útsendara erlendra aðila“. Það er listi sem Kreml hefur notað gegn alþjóðlegum samtökum og fjölmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Hann seldi verðlaun sín á uppboði í fyrra fyrir 103,5 milljónir dala eða 13,5 milljarða króna, eins og gengið var það. Féð átti að renna til UNICEF til að aðstoða börn sem flúið höfðu heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Sjá einnig: Nóbelsmedalía Muratov slegin á þrettán milljarða króna Það að Muratov hafi verið settur á þennan lista felur meðal annars í sér að merkja þarf allar greinar hans og skrif sem skrif útsendarar annars ríkis. Miðill Muratovs, Novaya Gazeta, var bannaður í Rússlandi í fyrra, eins og nánast allir aðrir frjálsir fjölmiðlar þar í landi. Margir af blaðamönnum hans fóru til Lettlands, þar sem þau hafa haldið áfram að skrifa fréttir fyrir nýjan miðil sem heitir Novaya Gazeta Europe. Nóbelsverðlaun Svíþjóð Noregur Rússland Íran Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Þó nokkrir sænskir þingmenn sögðust ekki ætla að mæta þetta árið og vísuðu þeir til innrásar Rússa í Úkraínu og mannréttabrota klerkastjórnar Írans. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafði sagt að ef hann hefði völ á því myndi hann meina erindrekum Rússlands að sækja verðlaunaafhendinguna. Í yfirlýsingu frá Nóbelsstofnuninni segir að mikil viðbrögð við ákvörðuninni í Svíþjóð, hafi skyggt á skilaboðin sem ákvörðuninni hafi verið ætlað og senda. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga boðin til baka. Sendiherrum ríkjanna var ekki heldur boðið í fyrra. Þetta á þó bara við verðlaunaafhendinguna í Stokkhólmi og ekki við afhendingu Friðarverðlaunanna, sem fer fram í Osló. Öllum sendiherrum í Svíþjóð og Noregi verður boðið þá. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Vidar Helgesen að þó ákveðið hafi verið að hætta við að bjóða sendiherrunum teldi hann samt að upprunalega ákvörðunin hefði verið rétt. Hann sagðist meðvitaður um að verðlaunin sjálf ættu að vera í aðalhlutverki og ákvörðunin hafi verið tekin svo athyglin yrði ekki tekin af þeim. Hverjir hljóta Nóbelsverðlaunin þetta árið verður tilkynnt í október og fara verðlaunaafhendingarnar fram í desember. Athafnirnar fara svo fram þann 10. desember. Yfirvöld í Úkraínu höfðu fordæmt upprunalegu ákvörðun Nóbelsnefndarinnar en hafa fagnað því að sú ákvörðun hafi verið dregin til baka. Settu friðarverðlaunahafa á mikið notaðan lista Yfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Dmitry Muratov, rússneskur blaðamaður sem vann Friðarverðlaun Nóbels árið 2021, væri kominn á lista yfir „útsendara erlendra aðila“. Það er listi sem Kreml hefur notað gegn alþjóðlegum samtökum og fjölmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Hann seldi verðlaun sín á uppboði í fyrra fyrir 103,5 milljónir dala eða 13,5 milljarða króna, eins og gengið var það. Féð átti að renna til UNICEF til að aðstoða börn sem flúið höfðu heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Sjá einnig: Nóbelsmedalía Muratov slegin á þrettán milljarða króna Það að Muratov hafi verið settur á þennan lista felur meðal annars í sér að merkja þarf allar greinar hans og skrif sem skrif útsendarar annars ríkis. Miðill Muratovs, Novaya Gazeta, var bannaður í Rússlandi í fyrra, eins og nánast allir aðrir frjálsir fjölmiðlar þar í landi. Margir af blaðamönnum hans fóru til Lettlands, þar sem þau hafa haldið áfram að skrifa fréttir fyrir nýjan miðil sem heitir Novaya Gazeta Europe.
Nóbelsverðlaun Svíþjóð Noregur Rússland Íran Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira