Erlent

Fyrsta rafs­kútu­borg Evrópu bannar þær

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
7,5 prósent Parísarbúa fengu vilja sínum framgengt.
7,5 prósent Parísarbúa fengu vilja sínum framgengt. EPA-EFE/TERESA SUAREZ

Raf­hlaupa­hjól verða bönnuð á götum Parísar­borgar frá og með morgun­deginum. Hafa starfs­menn raf­hlaupa­hjóla­leiga unnið að því síðustu daga að ná í síðustu hjólin á götum borgarinnar og ferja þau á brott.

Í um­fjöllun Guar­dian kemur fram að fimm ár séu síðan París varð fyrsta borgin í Evrópu til þess að heimila raf­hlaupa­hjól á deili­markaði. 15 þúsund hjól hafi verið á götum borgarinnar sem hægt hafi verið að skilja eftir hvar sem er síðan 2018.

Hjólin hafa reynst afar um­deild í borginni síðustu ár og hefur borgar­yfir­völdum borist gríðar­legur fjöldi kvartana vegna hjóla sem skilin hafa verið eftir á götum borgarinnar. Borgar­yfir­völd hertu reglur vegna hjólanna árið 2020.

Þá var haldin at­kvæða­greiðsla meðal borgar­búa um hjólin í apríl síðast­liðnum, hvort leyfa ætti þau á­fram eða banna þau al­farið. Anne Hidal­go, borgar­stjóri Parísar, efndi til at­kvæða­greiðslunnar. Einungis 7,5 prósent íbúa tóku þátt í at­kvæða­greiðslunni en 90 prósent þeirra studdi bann.

Í um­fjöllun Guar­dian kemur fram að not­endur hjólanna hafi nýtt þau til að ferðast stuttar vega­lengdir. Ó­ljóst sé hvaða farar­máta not­endur þeirra muni nú nýta sér.

Borgar­yfir­völd eru sögð á­hyggju­laus vegna málsins, þau telji að al­mennings­sam­göngur og hjól­reiða­ak­reinar muni næga til að koma not­endum raf­hlaupa­hjólanna leiðar sinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×