Orri Steinn pollrólegur þegar í ljós kom að FCK myndi mæta Man Utd: „Ég sver það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 23:00 Orri Steinn Óskarsson og boltinn sem hann fékk til eignar eftir að skora þrjú gegn Breiðabliki. Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson, framherji Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar og nýliða í íslenska landsliðinu, mætti í útvarpsþáttinn „Veislan með Gústa B“ fyrr í dag. Á sama tíma var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og þar kom í ljós að FCK mætir liðinu sem Orri Steinn heldur með í enska boltanum, Manchester United. Orri Steinn hefur átt góðu gengi að fagna með FCK að undanförnu en ásamt því að skora þrennu gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þá skoraði hann á dögunum sitt fyrsta mark í efstu deild Danmerkur. Þá er hann eini fulltrúi Íslands í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Til að toppa þetta var hann valinn í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í byrjun septembermánaðar. Orri Steinn fer yfir sviðið í viðtalinu og ræðir meðal annars hvernig það var að mæta föður sínum í forkeppni Meistaradeild Evrópu þegar FCK mætti Blikum þar sem faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari. Feðgarnir fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Umræðan snerist svo að Meistaradeildinni og þá kom í ljós að Orri Steinn var að horfa á dráttinn fyrir riðlakeppnina. Hann var spurður út í liðin sem FCK gæti mætt og nefndi hann þar flest af stærstu liðum Evrópu. Hann nefndi einnig Liverpool áður en hann dró það til baka enda Liverpool í Evrópudeildinni. Þá kom upp úr krafsinu að Orri Steinn er harður stuðningsmaður Manchester United og því varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að Man Utd og FC Kaupmannahöfn væru saman í riðli. „Við erum með Bayern München og Manchester United,“ sagði Orri Steinn salírólegur en segja má að Gústi B hafi verið töluvert spenntari fyrir því að Orri Steinn væri að fara mæta Man United heldur en Orri Steinn sjálfur. Klippa: Orri Óskars fær að keppa á móti United „Ég sver það,“ bætti Orri Steinn við aðspurður hvort hann væri að grínast. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira
Orri Steinn hefur átt góðu gengi að fagna með FCK að undanförnu en ásamt því að skora þrennu gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þá skoraði hann á dögunum sitt fyrsta mark í efstu deild Danmerkur. Þá er hann eini fulltrúi Íslands í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Til að toppa þetta var hann valinn í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í byrjun septembermánaðar. Orri Steinn fer yfir sviðið í viðtalinu og ræðir meðal annars hvernig það var að mæta föður sínum í forkeppni Meistaradeild Evrópu þegar FCK mætti Blikum þar sem faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari. Feðgarnir fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Umræðan snerist svo að Meistaradeildinni og þá kom í ljós að Orri Steinn var að horfa á dráttinn fyrir riðlakeppnina. Hann var spurður út í liðin sem FCK gæti mætt og nefndi hann þar flest af stærstu liðum Evrópu. Hann nefndi einnig Liverpool áður en hann dró það til baka enda Liverpool í Evrópudeildinni. Þá kom upp úr krafsinu að Orri Steinn er harður stuðningsmaður Manchester United og því varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að Man Utd og FC Kaupmannahöfn væru saman í riðli. „Við erum með Bayern München og Manchester United,“ sagði Orri Steinn salírólegur en segja má að Gústi B hafi verið töluvert spenntari fyrir því að Orri Steinn væri að fara mæta Man United heldur en Orri Steinn sjálfur. Klippa: Orri Óskars fær að keppa á móti United „Ég sver það,“ bætti Orri Steinn við aðspurður hvort hann væri að grínast. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira