Orri nýliði í landsliðinu en Aron Einar ekki með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2023 10:04 Orri Steinn Óskarsson hefur fengið æ fleiri tækifæri með aðalliði FC Kaupmannahafnar að undanförnu. vísir/hulda margrét Åge Hareide hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands í fótbolta karla fyrir leikina gegn Lúxemborg og Bosníu í undankeppni EM 2024 í næsta mánuði. Einn nýliði er í hópnum, Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar. Orri, sem varð nítján ára í gær, hefur skorað 21 mark í 33 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Åge Hareide hefur valið hóp sinn fyrir komandi leiki gegn Lúxemborg og Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM 2024. Miðasala á leikinn gegn Bosníu og Hersegóvínu er í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7x https://t.co/btU5KDVas8#fyrirísland pic.twitter.com/HKwsnDCUKW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 30, 2023 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er ekki í hópnum. Hann hefur ekkert spilað með Al Arabi undanfarnar vikur. Albert Guðmundsson er ekki í landsliðshópnum en hann hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot og rannsókn á máli hans stendur yfir. Samkvæmt reglum KSÍ er landsliðsþjálfara ekki heimilt að velja leikmann meðan rannsókn á máli hans stendur yfir. Birkir Bjarnason, Arnór Sigurðsson, Þórir Jóhann Helgason og Daníel Leó Grétarsson detta einnig út frá síðasta landsliðshópi. Kristian Nökkvi Hlynsson, nítján ára leikmaður Ajax, er í hópnum eins og síðast. Hann á enn eftir að leika A-landsleik. Kolbeinn Birgir Finnsson, leikmaður Lyngby, er einnig í hópnum. Hann hefur ekki leikið með landsliðinu síðan í janúar 2019. Júlíus Magnússon, leikmaður Fredrikstad í norsku B-deildinni, er í hópnum en hann hefur ekki leikið keppnisleik fyrir landsliðið. Ísland mætir Lúxemborg í Lúxemborg 8. september og Bosníu á Laugardalsvelli þremur dögum seinna. Íslendingar eru með þrjú stig í J-riðli undankeppninnar. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Einn nýliði er í hópnum, Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar. Orri, sem varð nítján ára í gær, hefur skorað 21 mark í 33 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Åge Hareide hefur valið hóp sinn fyrir komandi leiki gegn Lúxemborg og Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM 2024. Miðasala á leikinn gegn Bosníu og Hersegóvínu er í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7x https://t.co/btU5KDVas8#fyrirísland pic.twitter.com/HKwsnDCUKW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 30, 2023 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er ekki í hópnum. Hann hefur ekkert spilað með Al Arabi undanfarnar vikur. Albert Guðmundsson er ekki í landsliðshópnum en hann hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot og rannsókn á máli hans stendur yfir. Samkvæmt reglum KSÍ er landsliðsþjálfara ekki heimilt að velja leikmann meðan rannsókn á máli hans stendur yfir. Birkir Bjarnason, Arnór Sigurðsson, Þórir Jóhann Helgason og Daníel Leó Grétarsson detta einnig út frá síðasta landsliðshópi. Kristian Nökkvi Hlynsson, nítján ára leikmaður Ajax, er í hópnum eins og síðast. Hann á enn eftir að leika A-landsleik. Kolbeinn Birgir Finnsson, leikmaður Lyngby, er einnig í hópnum. Hann hefur ekki leikið með landsliðinu síðan í janúar 2019. Júlíus Magnússon, leikmaður Fredrikstad í norsku B-deildinni, er í hópnum en hann hefur ekki leikið keppnisleik fyrir landsliðið. Ísland mætir Lúxemborg í Lúxemborg 8. september og Bosníu á Laugardalsvelli þremur dögum seinna. Íslendingar eru með þrjú stig í J-riðli undankeppninnar.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira