Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 08:57 Flugvél Prigozhin var af gerðinni Embraer Legacy 600. Hér sést ein slík koma til lendingar í Þýskalandi með Elísabetu heitna Bretadrottningu og Filippus heitinn prins árið 2015. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. Flugvél Prigozhin var brasilísk, af gerðinni Embraer Legacy 600. Hún hrapaði norður af Moskvu í síðustu viku. Auk Prigozhin fórust níu aðrir sem voru um borð, þar á meðal tveir næstráðendur hans og fjórir lífverðir. Brasilísk rannsóknarnefnd flugslysa fór fram á að fá að taka þátt í rannsókn á orsökum þess að vélin hrapaði í þágu þess að auka flugöryggi. Slík rannsókn færi fram á grundvelli alþjóðlegra reglna um rannsókn flugslysa. Í svari rússneskra flugslysarannsakenda til þeirra brasilísku sagði að þeir ætluðu sér ekki að hefja rannsókn á grundvelli þrettánda viðauka Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) að sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Viðaukinn kveður á um alþjóðleg viðmið og vinnubrögð við rannsókn flugslysa. Skaði gegnsæi rannsóknarinnar Vestræn ríki telja að stjórnvöld í Kreml hafi borið ábyrgð á því að vél Prigozhin hrapaði. Bandaríska leyniþjónustan telur að sprengja hafi sprungið um borð sem hafi grandað vélinni. Rússnesk stjórnvöld hafna því að hafa komið nálægt dauða Prigozhin. Prigozhin leiddi uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum um tveimur mánuðum áður en hann lést. Áður en hún gekk lengra gerði Prigozhin samkomulag við Vladímír Pútín Rússlandsforseta með milligöngu Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, sem kom honum og málaliðum hans undan saksókn og leyfði þeim að leita hælis í Hvíta-Rússlandi. John Cox, bandarískur sérfræðingur í rannsókn flugslysa, segir Reuters að alltaf verði efasemdir um áreiðanleika niðurstaðna rannsóknar á hrapinu ef Rússar rannsaka það einir. „Mér finnst það mjög dapurlegt. Ég held að það skaði gegnsæi rússnesku rannsóknarinnar,“ segir Cox við Reuters. Alþjóðaflugmálastofnunin segir að vél Prigozhin hafi verið í innanlandsflugi þegar hún hrapaði. Því gildi alþjóðlegar reglur ekki um rannsóknina. Embraer-þoturnar brasilísku eru sagðar áreiðanlegar. Fjöldi sambærilegra þotna eru enn í umferð og því telur fyrirtækið og brasilísk flugmálayfirvöld brýnt að rannsaka hvað grandaði vél Prigozhin. Þau eru þó sögð eiga erfitt með að fá upplýsingar um það frá rússneskum yfirvöldum, bæði vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi og vegna þess hversu treg þau eru til að leyfa utanaðkomandi eftirlit. Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Flugvél Prigozhin var brasilísk, af gerðinni Embraer Legacy 600. Hún hrapaði norður af Moskvu í síðustu viku. Auk Prigozhin fórust níu aðrir sem voru um borð, þar á meðal tveir næstráðendur hans og fjórir lífverðir. Brasilísk rannsóknarnefnd flugslysa fór fram á að fá að taka þátt í rannsókn á orsökum þess að vélin hrapaði í þágu þess að auka flugöryggi. Slík rannsókn færi fram á grundvelli alþjóðlegra reglna um rannsókn flugslysa. Í svari rússneskra flugslysarannsakenda til þeirra brasilísku sagði að þeir ætluðu sér ekki að hefja rannsókn á grundvelli þrettánda viðauka Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) að sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Viðaukinn kveður á um alþjóðleg viðmið og vinnubrögð við rannsókn flugslysa. Skaði gegnsæi rannsóknarinnar Vestræn ríki telja að stjórnvöld í Kreml hafi borið ábyrgð á því að vél Prigozhin hrapaði. Bandaríska leyniþjónustan telur að sprengja hafi sprungið um borð sem hafi grandað vélinni. Rússnesk stjórnvöld hafna því að hafa komið nálægt dauða Prigozhin. Prigozhin leiddi uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum um tveimur mánuðum áður en hann lést. Áður en hún gekk lengra gerði Prigozhin samkomulag við Vladímír Pútín Rússlandsforseta með milligöngu Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, sem kom honum og málaliðum hans undan saksókn og leyfði þeim að leita hælis í Hvíta-Rússlandi. John Cox, bandarískur sérfræðingur í rannsókn flugslysa, segir Reuters að alltaf verði efasemdir um áreiðanleika niðurstaðna rannsóknar á hrapinu ef Rússar rannsaka það einir. „Mér finnst það mjög dapurlegt. Ég held að það skaði gegnsæi rússnesku rannsóknarinnar,“ segir Cox við Reuters. Alþjóðaflugmálastofnunin segir að vél Prigozhin hafi verið í innanlandsflugi þegar hún hrapaði. Því gildi alþjóðlegar reglur ekki um rannsóknina. Embraer-þoturnar brasilísku eru sagðar áreiðanlegar. Fjöldi sambærilegra þotna eru enn í umferð og því telur fyrirtækið og brasilísk flugmálayfirvöld brýnt að rannsaka hvað grandaði vél Prigozhin. Þau eru þó sögð eiga erfitt með að fá upplýsingar um það frá rússneskum yfirvöldum, bæði vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi og vegna þess hversu treg þau eru til að leyfa utanaðkomandi eftirlit.
Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00
Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46