Óvíst að upplýsingar um þyngd og hæð séu réttar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. ágúst 2023 10:39 Donald Trump í Georgíu í gær þar sem hann gaf sig fram. AP Photo/Alex Brandon Óvíst er að upplýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í Atlanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í umfjöllun Washington Post. Forsetinn var ásamt átján samstarfsmönnum ákærður vegna tilrauna til þess að snúa niðurstöðum forsetakosninga í Georgíu árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu í gær og var tekin fangamynd af honum. Þá var hann skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar á hæð. Í umfjöllun Washington Post segir að upplýsingar um þyngd og hæð samstarfsmanna hans hafi ekki reynst réttar. Þannig hafi samstarfsmenn hans líkt og Cathy Latham verið skráð með ljóst hár, á meðan hún sé í raun með grátt hár. Þá var Rudy Giuliani, lögmaður Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, fyrst skráður 81 kíló að þyngd og 175 sentímetrar að hæð. Síðar sama dag var þeim upplýsingum hins vegar breytt án skýringa og lögmaðurinn þá skráður 180 sentímetrar að hæð og 104 kíló að þyngd. Washington Post hefur eftir ónefndum aðila sem tengist einum af sakborningum í málinu að starfsfólk lögregluembættisins í Atlanta biðji sakborninga ekki um upplýsingar um hæð og þyngd og þá sé sakborningum ekki gert að stíga á vigt. Viðkomandi hafi fengið skráða þyngd og hæð en segir hana ekki stemma við upplýsingar á ökuskírteininu sínu og segist viðkomandi ekki hafa hugmynd um hvaðan upplýsingarnar komu. Ítrekað rætt holdafar Bandaríski miðillinn segir lögregluembættið í Fulton sýslu ekki hafa svarað fyrirspurnum sínum vegna málsins. Þess er getið að áhuginn á hæð og þyngd Bandaríkjaforsetans komi frá hans eigin fullyrðingum um þær en forsetinn hefur auk þess verið duglegur að minnast á holdafar annarra. Árið 2016 sagðist forsetinn vera 190 sentímetrar á hæð og 107 kíló. Sagðist forsetinn vita að hann yrði að léttast, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þá sagði læknir sem starfað hafði í Hvíta húsinu í janúar 2018 að forsetinn væri 190 sentímetrar að hæð og 108,4 kíló. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkaþings, skaut meðal annars á forsetann í heimsfaraldrinum og sagði hann allt of þungan til þess að taka inn umdeilt malaríulyf gegn Covid-19. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Forsetinn var ásamt átján samstarfsmönnum ákærður vegna tilrauna til þess að snúa niðurstöðum forsetakosninga í Georgíu árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu í gær og var tekin fangamynd af honum. Þá var hann skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar á hæð. Í umfjöllun Washington Post segir að upplýsingar um þyngd og hæð samstarfsmanna hans hafi ekki reynst réttar. Þannig hafi samstarfsmenn hans líkt og Cathy Latham verið skráð með ljóst hár, á meðan hún sé í raun með grátt hár. Þá var Rudy Giuliani, lögmaður Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, fyrst skráður 81 kíló að þyngd og 175 sentímetrar að hæð. Síðar sama dag var þeim upplýsingum hins vegar breytt án skýringa og lögmaðurinn þá skráður 180 sentímetrar að hæð og 104 kíló að þyngd. Washington Post hefur eftir ónefndum aðila sem tengist einum af sakborningum í málinu að starfsfólk lögregluembættisins í Atlanta biðji sakborninga ekki um upplýsingar um hæð og þyngd og þá sé sakborningum ekki gert að stíga á vigt. Viðkomandi hafi fengið skráða þyngd og hæð en segir hana ekki stemma við upplýsingar á ökuskírteininu sínu og segist viðkomandi ekki hafa hugmynd um hvaðan upplýsingarnar komu. Ítrekað rætt holdafar Bandaríski miðillinn segir lögregluembættið í Fulton sýslu ekki hafa svarað fyrirspurnum sínum vegna málsins. Þess er getið að áhuginn á hæð og þyngd Bandaríkjaforsetans komi frá hans eigin fullyrðingum um þær en forsetinn hefur auk þess verið duglegur að minnast á holdafar annarra. Árið 2016 sagðist forsetinn vera 190 sentímetrar á hæð og 107 kíló. Sagðist forsetinn vita að hann yrði að léttast, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þá sagði læknir sem starfað hafði í Hvíta húsinu í janúar 2018 að forsetinn væri 190 sentímetrar að hæð og 108,4 kíló. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkaþings, skaut meðal annars á forsetann í heimsfaraldrinum og sagði hann allt of þungan til þess að taka inn umdeilt malaríulyf gegn Covid-19.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira