Örlítið hækkuð gildi stórauka líkurnar á hjartaáföllum og dauða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. ágúst 2023 07:20 Rannsóknin bendir til þess að það getur borgað sig að fylgjast með þáttum á borð við blóðþrýsting og blóðsykur, jafnvel þótt maður finni ekki fyrir einkennum. Getty/Matthew Horwood Einstaklingar á miðjum aldri sem eru í yfirþyngd og með örlítla blóðþrýstings-, kólesteról- eða blóðsykurshækkun eru þrefalt líklegri að deyja fyrir aldur fram en aðrir. Þá eru þeir 35 prósent líklegri til að fá hjartaáfall og heilablóðfall og upplifa þau tveimur árum fyrr en jafnaldrar þeirra. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem verður kynnt á ársfundi European Society of Cardiology. Þykja þær enn frekari sönnun alvarleika offituvandans sem steðjar að heimsbyggðinni. Samkvæmt umfjöllun Guardian er áætlað að allt að 31 prósent íbúa jarðar þjáist af efnaskiptavillu (e. metabolic syndrome), jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Efnaskiptavilla er hugtak sem er notað til að lýsa því ástandi þegar einstaklingur er greindur með þrjá áhættuþætti en meðal þeirra má nefna offitu, mikla kviðfitu, háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og háan blóðsykur. Dr. Lena Lönneberg við Västmanland-sjúkrahúsið í Västerås í Svíþjóð fór fyrir rannsókninni og segir margt fólk á fimmtugs- og sextugsaldri vera með aukna kviðfitu og örlítið hækkuð blóðþrýstings-, kólesteról- og blóðsykursgildi. Líðan þeirra sé hins vegar almennt góð og það ómeðvitað um aukna áhættu, sem leiði til þess að viðkomandi einstaklingar leita sér ekki læknisaðstoðar. „Þetta ástand, efnaskiptavilla, er vaxandi vandamál í vestrænum samfélögum þar sem fólk er óafvitandi að fresta vandamálum þar til seinna í lífinu. Þetta er glatað tækifæri til að grípa inn í, áður en hjartaáföll og heilablóðföll eiga sér stað sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir,“ segir Lönneberg. Rannsóknin náði til 34 þúsund einstaklinga á fimmtugs- og sextugsaldri. Hækkaður blóðþrýstingur reyndist alvarlegasti áhættuþátturinn, ekki síst meðal kvenna á fimmtugsaldri. Sérfræðingar segja skilaboðin þau að fylgjast með umræddum gildum og grípa inn í. Þá sé hægt að grípa til alls konar forvarna, til að mynda að breyta matarræðinu, hreyfa sig reglulega og hætta reykingum. Ef lífstílsbreytingar dugi ekki til sé hægt að fá lyf til að draga úr áhættunni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Heilsa Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem verður kynnt á ársfundi European Society of Cardiology. Þykja þær enn frekari sönnun alvarleika offituvandans sem steðjar að heimsbyggðinni. Samkvæmt umfjöllun Guardian er áætlað að allt að 31 prósent íbúa jarðar þjáist af efnaskiptavillu (e. metabolic syndrome), jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Efnaskiptavilla er hugtak sem er notað til að lýsa því ástandi þegar einstaklingur er greindur með þrjá áhættuþætti en meðal þeirra má nefna offitu, mikla kviðfitu, háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og háan blóðsykur. Dr. Lena Lönneberg við Västmanland-sjúkrahúsið í Västerås í Svíþjóð fór fyrir rannsókninni og segir margt fólk á fimmtugs- og sextugsaldri vera með aukna kviðfitu og örlítið hækkuð blóðþrýstings-, kólesteról- og blóðsykursgildi. Líðan þeirra sé hins vegar almennt góð og það ómeðvitað um aukna áhættu, sem leiði til þess að viðkomandi einstaklingar leita sér ekki læknisaðstoðar. „Þetta ástand, efnaskiptavilla, er vaxandi vandamál í vestrænum samfélögum þar sem fólk er óafvitandi að fresta vandamálum þar til seinna í lífinu. Þetta er glatað tækifæri til að grípa inn í, áður en hjartaáföll og heilablóðföll eiga sér stað sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir,“ segir Lönneberg. Rannsóknin náði til 34 þúsund einstaklinga á fimmtugs- og sextugsaldri. Hækkaður blóðþrýstingur reyndist alvarlegasti áhættuþátturinn, ekki síst meðal kvenna á fimmtugsaldri. Sérfræðingar segja skilaboðin þau að fylgjast með umræddum gildum og grípa inn í. Þá sé hægt að grípa til alls konar forvarna, til að mynda að breyta matarræðinu, hreyfa sig reglulega og hætta reykingum. Ef lífstílsbreytingar dugi ekki til sé hægt að fá lyf til að draga úr áhættunni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Heilsa Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira