Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2023 10:29 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. Eins og Vísir greindi frá sendi umboðsmaður Alþingis Svandísi bréf í lok júlí. Þar óskaði hann eftir svörum um reglugerð ráðherra auk þess sem hann krafðist svara við ýmsum spurningum um ákvörðun Svandísar, meðal annars hvort reglugerðin hafi byggt á sjónarmiðum um velferð dýra, sem um gildi sérstök lög. Veiðar gætu ekki farið fram að óbreyttu Í svarbréfi ráðuneytisins kemur fram að upphafi veiðitímabils við veiðar á langreyðum hafi verið frestað til þess að framfylgja lögum um hvalveiðar, en að baki þeim lögum búa meðal annars sjónarmið um velferð dýra. Það hafi verið mat ráðuneytisins, Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra að niðurstöður úr eftirliti með veiðum á árinu 2022 bentu til þess að núverandi veiðiaðferðir, þar með talinn veiðibúnaður, væru háðar annmörkum þess eðlis að veiðar gætu að óbreyttu ekki farið fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af lögum um hvalveiðar og lögum um velferð dýra. „Frestun á upphafi veiðitímabilsins er bráðabirgðaráðstöfun sem ætlaður er skammur gildistími til að bregðast við þeim almenna vanda sem upp var kominn varðandi dýravelferð við hvalveiðar. Ekki var talið að unnt væri að ná framangreindum markmiðum með öðru og vægara móti en með frestun upphafs veiðitímabils, sem byggir á skýrum lagalegum grundvelli,“ segir meðal annars í samantekt á svörum ráðuneytisins. „Mat var lagt á þá röskun hagsmuna sem frestun á upphafi veiðitímabilsins væri til þess fallin að hafa í för með sér með sama hætti og endranær þegar tekin er afstaða til breytinga á reglum um veiðar.“ Mat á úrbótum vegna veiða að vænta fljótlega Til grundvallar því mati hafi ráðuneytið lagt almennar forsendur um þýðingu lengdar veiðitímabils fyrir hagsmuni þeirra sem veiðarnar stunda og almennar upplýsingar sem fyrir liggi hjá ráðuneytinu um veiðarnar. „Þótt mikilvægir, fjárhagslegir hagsmunir geti verið tengdir veiðum á langreyðum verður engu að síður að gæta þess að langreyðar séu ekki veiddar eða aflífaðar með ómannúðlegum hætti, enda eru þær skyni gæddar verur sem ber að vernda fyrir óþarfa limlestingum og kvölum lögum samkvæmt.“ Frá því að ráðuneytinu hafi borist eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar í maí 2023, hafi það haft til skoðunar hvort og þá hvaða úrbætur sé unnt að gera á veiðiaðferðum, þar með talið veiðibúnaði, sem notaðar eru til að tryggja velferð dýranna við aflífun. Starfshópur ráðuneytisins, Matvælastofnun og Fiskistofu vinnur að því að afmarka og leggja sérfræðilegt mat á þær leiðir sem eru til úrbóta á aðferðum við veiðar á langreyðum í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að vænta fljótlega. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá sendi umboðsmaður Alþingis Svandísi bréf í lok júlí. Þar óskaði hann eftir svörum um reglugerð ráðherra auk þess sem hann krafðist svara við ýmsum spurningum um ákvörðun Svandísar, meðal annars hvort reglugerðin hafi byggt á sjónarmiðum um velferð dýra, sem um gildi sérstök lög. Veiðar gætu ekki farið fram að óbreyttu Í svarbréfi ráðuneytisins kemur fram að upphafi veiðitímabils við veiðar á langreyðum hafi verið frestað til þess að framfylgja lögum um hvalveiðar, en að baki þeim lögum búa meðal annars sjónarmið um velferð dýra. Það hafi verið mat ráðuneytisins, Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra að niðurstöður úr eftirliti með veiðum á árinu 2022 bentu til þess að núverandi veiðiaðferðir, þar með talinn veiðibúnaður, væru háðar annmörkum þess eðlis að veiðar gætu að óbreyttu ekki farið fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af lögum um hvalveiðar og lögum um velferð dýra. „Frestun á upphafi veiðitímabilsins er bráðabirgðaráðstöfun sem ætlaður er skammur gildistími til að bregðast við þeim almenna vanda sem upp var kominn varðandi dýravelferð við hvalveiðar. Ekki var talið að unnt væri að ná framangreindum markmiðum með öðru og vægara móti en með frestun upphafs veiðitímabils, sem byggir á skýrum lagalegum grundvelli,“ segir meðal annars í samantekt á svörum ráðuneytisins. „Mat var lagt á þá röskun hagsmuna sem frestun á upphafi veiðitímabilsins væri til þess fallin að hafa í för með sér með sama hætti og endranær þegar tekin er afstaða til breytinga á reglum um veiðar.“ Mat á úrbótum vegna veiða að vænta fljótlega Til grundvallar því mati hafi ráðuneytið lagt almennar forsendur um þýðingu lengdar veiðitímabils fyrir hagsmuni þeirra sem veiðarnar stunda og almennar upplýsingar sem fyrir liggi hjá ráðuneytinu um veiðarnar. „Þótt mikilvægir, fjárhagslegir hagsmunir geti verið tengdir veiðum á langreyðum verður engu að síður að gæta þess að langreyðar séu ekki veiddar eða aflífaðar með ómannúðlegum hætti, enda eru þær skyni gæddar verur sem ber að vernda fyrir óþarfa limlestingum og kvölum lögum samkvæmt.“ Frá því að ráðuneytinu hafi borist eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar í maí 2023, hafi það haft til skoðunar hvort og þá hvaða úrbætur sé unnt að gera á veiðiaðferðum, þar með talið veiðibúnaði, sem notaðar eru til að tryggja velferð dýranna við aflífun. Starfshópur ráðuneytisins, Matvælastofnun og Fiskistofu vinnur að því að afmarka og leggja sérfræðilegt mat á þær leiðir sem eru til úrbóta á aðferðum við veiðar á langreyðum í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að vænta fljótlega.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira