Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2023 10:29 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. Eins og Vísir greindi frá sendi umboðsmaður Alþingis Svandísi bréf í lok júlí. Þar óskaði hann eftir svörum um reglugerð ráðherra auk þess sem hann krafðist svara við ýmsum spurningum um ákvörðun Svandísar, meðal annars hvort reglugerðin hafi byggt á sjónarmiðum um velferð dýra, sem um gildi sérstök lög. Veiðar gætu ekki farið fram að óbreyttu Í svarbréfi ráðuneytisins kemur fram að upphafi veiðitímabils við veiðar á langreyðum hafi verið frestað til þess að framfylgja lögum um hvalveiðar, en að baki þeim lögum búa meðal annars sjónarmið um velferð dýra. Það hafi verið mat ráðuneytisins, Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra að niðurstöður úr eftirliti með veiðum á árinu 2022 bentu til þess að núverandi veiðiaðferðir, þar með talinn veiðibúnaður, væru háðar annmörkum þess eðlis að veiðar gætu að óbreyttu ekki farið fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af lögum um hvalveiðar og lögum um velferð dýra. „Frestun á upphafi veiðitímabilsins er bráðabirgðaráðstöfun sem ætlaður er skammur gildistími til að bregðast við þeim almenna vanda sem upp var kominn varðandi dýravelferð við hvalveiðar. Ekki var talið að unnt væri að ná framangreindum markmiðum með öðru og vægara móti en með frestun upphafs veiðitímabils, sem byggir á skýrum lagalegum grundvelli,“ segir meðal annars í samantekt á svörum ráðuneytisins. „Mat var lagt á þá röskun hagsmuna sem frestun á upphafi veiðitímabilsins væri til þess fallin að hafa í för með sér með sama hætti og endranær þegar tekin er afstaða til breytinga á reglum um veiðar.“ Mat á úrbótum vegna veiða að vænta fljótlega Til grundvallar því mati hafi ráðuneytið lagt almennar forsendur um þýðingu lengdar veiðitímabils fyrir hagsmuni þeirra sem veiðarnar stunda og almennar upplýsingar sem fyrir liggi hjá ráðuneytinu um veiðarnar. „Þótt mikilvægir, fjárhagslegir hagsmunir geti verið tengdir veiðum á langreyðum verður engu að síður að gæta þess að langreyðar séu ekki veiddar eða aflífaðar með ómannúðlegum hætti, enda eru þær skyni gæddar verur sem ber að vernda fyrir óþarfa limlestingum og kvölum lögum samkvæmt.“ Frá því að ráðuneytinu hafi borist eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar í maí 2023, hafi það haft til skoðunar hvort og þá hvaða úrbætur sé unnt að gera á veiðiaðferðum, þar með talið veiðibúnaði, sem notaðar eru til að tryggja velferð dýranna við aflífun. Starfshópur ráðuneytisins, Matvælastofnun og Fiskistofu vinnur að því að afmarka og leggja sérfræðilegt mat á þær leiðir sem eru til úrbóta á aðferðum við veiðar á langreyðum í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að vænta fljótlega. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá sendi umboðsmaður Alþingis Svandísi bréf í lok júlí. Þar óskaði hann eftir svörum um reglugerð ráðherra auk þess sem hann krafðist svara við ýmsum spurningum um ákvörðun Svandísar, meðal annars hvort reglugerðin hafi byggt á sjónarmiðum um velferð dýra, sem um gildi sérstök lög. Veiðar gætu ekki farið fram að óbreyttu Í svarbréfi ráðuneytisins kemur fram að upphafi veiðitímabils við veiðar á langreyðum hafi verið frestað til þess að framfylgja lögum um hvalveiðar, en að baki þeim lögum búa meðal annars sjónarmið um velferð dýra. Það hafi verið mat ráðuneytisins, Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra að niðurstöður úr eftirliti með veiðum á árinu 2022 bentu til þess að núverandi veiðiaðferðir, þar með talinn veiðibúnaður, væru háðar annmörkum þess eðlis að veiðar gætu að óbreyttu ekki farið fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af lögum um hvalveiðar og lögum um velferð dýra. „Frestun á upphafi veiðitímabilsins er bráðabirgðaráðstöfun sem ætlaður er skammur gildistími til að bregðast við þeim almenna vanda sem upp var kominn varðandi dýravelferð við hvalveiðar. Ekki var talið að unnt væri að ná framangreindum markmiðum með öðru og vægara móti en með frestun upphafs veiðitímabils, sem byggir á skýrum lagalegum grundvelli,“ segir meðal annars í samantekt á svörum ráðuneytisins. „Mat var lagt á þá röskun hagsmuna sem frestun á upphafi veiðitímabilsins væri til þess fallin að hafa í för með sér með sama hætti og endranær þegar tekin er afstaða til breytinga á reglum um veiðar.“ Mat á úrbótum vegna veiða að vænta fljótlega Til grundvallar því mati hafi ráðuneytið lagt almennar forsendur um þýðingu lengdar veiðitímabils fyrir hagsmuni þeirra sem veiðarnar stunda og almennar upplýsingar sem fyrir liggi hjá ráðuneytinu um veiðarnar. „Þótt mikilvægir, fjárhagslegir hagsmunir geti verið tengdir veiðum á langreyðum verður engu að síður að gæta þess að langreyðar séu ekki veiddar eða aflífaðar með ómannúðlegum hætti, enda eru þær skyni gæddar verur sem ber að vernda fyrir óþarfa limlestingum og kvölum lögum samkvæmt.“ Frá því að ráðuneytinu hafi borist eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar í maí 2023, hafi það haft til skoðunar hvort og þá hvaða úrbætur sé unnt að gera á veiðiaðferðum, þar með talið veiðibúnaði, sem notaðar eru til að tryggja velferð dýranna við aflífun. Starfshópur ráðuneytisins, Matvælastofnun og Fiskistofu vinnur að því að afmarka og leggja sérfræðilegt mat á þær leiðir sem eru til úrbóta á aðferðum við veiðar á langreyðum í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að vænta fljótlega.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira