Innlent

Drangahraunsmálið: Sagðist ætla að drepa manninn og síðan hengja sig

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Manndrápið var framið þann 17. júní.
Manndrápið var framið þann 17. júní. Vísir/Vilhelm

Maður sem grunaður er um að hafa banað Jaroslaw Kaminski í Drangahrauni í Hafnarfirði þann 17. júní segist hafa stungið hann í sjálfsvörn. Hann stakk Kaminski ítrekað og lýsti því yfir í skilaboðum að hann ætlaði að drepa hann.

„þessi vitleysingur fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðum sem hinn grunaði sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka.

Þessi skilaboð voru borin undir hinn grunaða sem segist þó ekki hafa meint neitt með þeim.

Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar. En Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 15. ágúst um að maðurinn verði í gæsluvarðhaldi til 8. september næstkomandi.

Teknar voru vitnaskýrslur af þremur manneskjum sem hann talaði við undir morgun þennan dag og lýstu þau öll því að hann hefði greint þeim frá því að hafa stungið Kaminski.

Í réttarkrufningu fundust fimm skarpar stungur á líki Kaminski. Þrjár í efri hluta búksins. Niðurstöðurnar benda til þess að dánarorsökin sé stunguáverki í framhluta vinstri holhandar, með sárgangi inn í hjartað.


Tengdar fréttir

Rann­sókn lokið á mann­drápi í Dranga­hrauni

Rann­sókn lög­reglu á mann­drápi þann 17. júní síðast­liðinn í Dranga­hrauni í Hafnar­firði er lokið og málið komið til á­kæru­sviðs. Lög­regla telur lík­legt að farið verði fram á á­fram­haldandi gæslu­varð­hald yfir hinum grunaða.

Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða

Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×