Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróðurelda Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 11:44 Fólk með grímur fyrir vitum vegna loftmengunar frá gróðureldunum í bænum Kelowna í Bresku Kólumbíu. AP/Darryl Dyck/The Canadian Press Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eldarnir í Bresku Kólumbíu hafa breiðst hratt út. Auk rýminga gripu yfirvöld til þess ráðs að banna ónauðsynleg ferðalög til þess að hægt væri að hýsa flóttafólk og slökkviliðsmenn. Þá hafa drónaeigendur sem mynda eldana verið beðnir um að halda sig fjarri neyðarstarfsmönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herinn á að aðstoða við rýmingar og undirbúning, að sögn Trudeau. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu óskuðu eftir liðsinni landsstjórnarinnar og hersins. Yfirvöld hafa ekki veitt upplýsingar um eignatjónið í eldunum. Samfélagsmiðlar eru fullir af myndum af eyðileggingunni, bæði á húsum og farartækjum. Loftgæði í borgum fylkisins eru víða með versta móti vegna reyksins frá eldunum. Gildi hafa sums staðar mælst vel yfir því sem er talið skaðlegt fyrir heilsu fólks. Komast loks áfram Jason Brolund, slökkviliðsstjóri í bænum Vestur-Kelowna, segir að aðstæður hafi skánað eftir fjögurra daga baráttu við eldana. Greiðara gangi nú að koma mannskap á staðinn og og dæla vatni á eldana. „Okkur finnst við loksins komast áfram en ekki aftur á bak og það er frábær tilfinning,“ sagði Brolund við CBC í Kanada. Gróðureldatíðin í Kanada nú er sú versta til þessa. Á annað þúsund elda geisuðu í síðustu viku og fjórir slökkviliðsmenn hafa týnt lífinu í glímunni við þá. Um 140.000 ferkílómetrar lands eru brunnir. Til samanburðar er Ísland rúmir hundrað þúsund ferkílómetrar að flatarmáli. Óttast er að þurrkar í ár þýði að eldhættan verði viðvarandi áfram inn í september. Tugir þúsunda manna þurftu að flýja heimili sín í Norðvesturhéruðunum vegna gróðureldanna þar, þar á meðal allir tuttugu þúsund íbúar höfuðstaðarins Yellowknife. Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18. ágúst 2023 10:58 Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira
Eldarnir í Bresku Kólumbíu hafa breiðst hratt út. Auk rýminga gripu yfirvöld til þess ráðs að banna ónauðsynleg ferðalög til þess að hægt væri að hýsa flóttafólk og slökkviliðsmenn. Þá hafa drónaeigendur sem mynda eldana verið beðnir um að halda sig fjarri neyðarstarfsmönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herinn á að aðstoða við rýmingar og undirbúning, að sögn Trudeau. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu óskuðu eftir liðsinni landsstjórnarinnar og hersins. Yfirvöld hafa ekki veitt upplýsingar um eignatjónið í eldunum. Samfélagsmiðlar eru fullir af myndum af eyðileggingunni, bæði á húsum og farartækjum. Loftgæði í borgum fylkisins eru víða með versta móti vegna reyksins frá eldunum. Gildi hafa sums staðar mælst vel yfir því sem er talið skaðlegt fyrir heilsu fólks. Komast loks áfram Jason Brolund, slökkviliðsstjóri í bænum Vestur-Kelowna, segir að aðstæður hafi skánað eftir fjögurra daga baráttu við eldana. Greiðara gangi nú að koma mannskap á staðinn og og dæla vatni á eldana. „Okkur finnst við loksins komast áfram en ekki aftur á bak og það er frábær tilfinning,“ sagði Brolund við CBC í Kanada. Gróðureldatíðin í Kanada nú er sú versta til þessa. Á annað þúsund elda geisuðu í síðustu viku og fjórir slökkviliðsmenn hafa týnt lífinu í glímunni við þá. Um 140.000 ferkílómetrar lands eru brunnir. Til samanburðar er Ísland rúmir hundrað þúsund ferkílómetrar að flatarmáli. Óttast er að þurrkar í ár þýði að eldhættan verði viðvarandi áfram inn í september. Tugir þúsunda manna þurftu að flýja heimili sín í Norðvesturhéruðunum vegna gróðureldanna þar, þar á meðal allir tuttugu þúsund íbúar höfuðstaðarins Yellowknife.
Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18. ágúst 2023 10:58 Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira
Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18. ágúst 2023 10:58
Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42