Íslenski boltinn

Fylkir vann lífs­nauð­syn­legan sigur í Eyjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fylkir vann í Eyjum.
Fylkir vann í Eyjum. Vísir/Hulda Margrét

Fylkir gerði góða ferð til Vestmannaeyja í Bestu deild karla í knattspyrnu. Orri Sveinn Stefánsson skoraði sigurmarkið þegar fimm mínútur lifðu leiks og Fylkir lyfti sér upp úr fallsæti.

Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða enda bæði lið í bullandi fallbaráttu þegar það styttist óðfluga í tvískiptingu deildarinnar. Leikurinn bar þess merki að það væri mikið undir og lögðu leikmenn allt sem þeir áttu í leikinn.

Það tók þó sinn tíma að fá mark í leikinn en það kom ekki fyrr en á 85. mínútu. Orri Sveinn stangaði þá aukaspyrnu Arnórs Breka Ásþórssonar í netið. Reyndist það eina mark leiksins, lokatölur í 0-1 í Eyjum.

Sigurinn lyftir Fylki upp í 9. sæti með 20 stig að loknum 20 umferðum á meðan ÍBV er í 11. sæti með 17 stig.

Markarskori fenginn frá Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×