Sannkallaður Hollywood-endir hjá Hollywood-liðinu í Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2023 22:46 Elliott Lee fagnar en hann sá til þess að Wrexham fékk stig í dag. Twitter@Wrexham_AFC Wrexham í ensku D-deildinni í knattspyrnu heldur áfram að vekja athygli en liðið skaust upp á sjónarsviðið þegar Ryan Reynolds og Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Í dag gerði liðið 5-5 jafntefli við Swindon Town eftir að vera tveimur mörkum undir þegar venjulegum leiktíma var lokið. Wrexham hefur ekki byrjað lífið í D-deildinni jafnvel og vonast var til. Liðið tapaði 3-5 á heimavelli fyrir MK Dons í 1. umferð, gerði 1-1 jafntefli við AFC Wimbledon í 2. umferð og vann svo loks Walsall 4-2 í þeirri þriðju. Wrexham have played four games in League Two this season:LDWD 13 goals scored 13 goals conceded6.5 goals per game. https://t.co/4EVdu68Byl— Squawka (@Squawka) August 19, 2023 Í dag var því fullkominn tími til að hamra járnið meðan það var heitt og vinna annan leikinn í röð, það virtist þó aldrei í myndinni. Gestirnir komust yfir á 17. mínútu og tíu mínútum síðar var staðan orðin 0-2. Jake Bickerstaff minnkaði muninn í 1-2 en Swindon svaraði með tveimur mörkum og var 4-1 yfir í hálfleik. Phil Parkinson, þjálfari Wrexham, hefur eitthvað sagt við sína menn í hálfleik því Elliott Lee og James Jones minnkuðu muninn 3-4 í upphafi síðari hálfleiks. Þegar tuttugu mínútur tæplega lifðu leiks skoruðu gestirnir fimmta mark sitt og voru 5-3 yfir þegar venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það virtist stefna í annað 3-5 tap Wrexham á heimavelli en annað kom á daginn. Jones skoraði sitt annað mark á 92. mínútu og gaf heimamönnum þannig líflínu. Hana greip Lee og jafnaði metin þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 5-5 í hreint út sagt ótrúlegum leik og eðlilega tjáðu eigendurnir sig strax og leik lauk. „Útskýra fyrir Bandaríkjamönnum hvernig jafntefli er í raun sigur (Þáttur 3, þáttaröð 3),“ sagði McElhenney á Twitter-síðu sinni en reikna má með að leikur dagsins verði gerð góð skil í raunveruleikaþáttunum um liðið. Explaining to Americans when a tie is actually a win (episode 3 season 3) pic.twitter.com/Ranu6CCSRV— Rob McElhenney (@RMcElhenney) August 19, 2023 „Svo mikið hjarta #AldreiFaraSnemmaAfWrexhamLeik,“ sagði Reynolds einfaldlega á Twitter-síðu sinni. So much heart. #NeverLeaveAWrexhamMatchEarly https://t.co/CSZT4KUC8L— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) August 19, 2023 Wrexham, sem setur stefnuna án efa á að komast upp um deild, er sem stendur með 5 stig í 15. sæti að loknum 4 leikjum. Gillingham trónir á toppi D-deildarinnar með 12 stig en MK Dons er í 2. sæti með 9 stig. Fótbolti Enski boltinn Hollywood Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Wrexham hefur ekki byrjað lífið í D-deildinni jafnvel og vonast var til. Liðið tapaði 3-5 á heimavelli fyrir MK Dons í 1. umferð, gerði 1-1 jafntefli við AFC Wimbledon í 2. umferð og vann svo loks Walsall 4-2 í þeirri þriðju. Wrexham have played four games in League Two this season:LDWD 13 goals scored 13 goals conceded6.5 goals per game. https://t.co/4EVdu68Byl— Squawka (@Squawka) August 19, 2023 Í dag var því fullkominn tími til að hamra járnið meðan það var heitt og vinna annan leikinn í röð, það virtist þó aldrei í myndinni. Gestirnir komust yfir á 17. mínútu og tíu mínútum síðar var staðan orðin 0-2. Jake Bickerstaff minnkaði muninn í 1-2 en Swindon svaraði með tveimur mörkum og var 4-1 yfir í hálfleik. Phil Parkinson, þjálfari Wrexham, hefur eitthvað sagt við sína menn í hálfleik því Elliott Lee og James Jones minnkuðu muninn 3-4 í upphafi síðari hálfleiks. Þegar tuttugu mínútur tæplega lifðu leiks skoruðu gestirnir fimmta mark sitt og voru 5-3 yfir þegar venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það virtist stefna í annað 3-5 tap Wrexham á heimavelli en annað kom á daginn. Jones skoraði sitt annað mark á 92. mínútu og gaf heimamönnum þannig líflínu. Hana greip Lee og jafnaði metin þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 5-5 í hreint út sagt ótrúlegum leik og eðlilega tjáðu eigendurnir sig strax og leik lauk. „Útskýra fyrir Bandaríkjamönnum hvernig jafntefli er í raun sigur (Þáttur 3, þáttaröð 3),“ sagði McElhenney á Twitter-síðu sinni en reikna má með að leikur dagsins verði gerð góð skil í raunveruleikaþáttunum um liðið. Explaining to Americans when a tie is actually a win (episode 3 season 3) pic.twitter.com/Ranu6CCSRV— Rob McElhenney (@RMcElhenney) August 19, 2023 „Svo mikið hjarta #AldreiFaraSnemmaAfWrexhamLeik,“ sagði Reynolds einfaldlega á Twitter-síðu sinni. So much heart. #NeverLeaveAWrexhamMatchEarly https://t.co/CSZT4KUC8L— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) August 19, 2023 Wrexham, sem setur stefnuna án efa á að komast upp um deild, er sem stendur með 5 stig í 15. sæti að loknum 4 leikjum. Gillingham trónir á toppi D-deildarinnar með 12 stig en MK Dons er í 2. sæti með 9 stig.
Fótbolti Enski boltinn Hollywood Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira