„Verðum að horfa í eigin barm og nýta færin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2023 23:31 Ten Hag var heldur súr eftir leik. EPA-EFE/ANDY RAIN Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega ósáttur með 2-0 tap sinna manna gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag, laugardag. Gestirnir spiluðu ekki sinn besta leik en sköpuðu sér þó töluvert fleiri færi en í 1. umferð deildarinnar gegn Úlfunum. „Fyrri hálfleikurinn var eign okkar og þá verður þú að skora. Við sköpuðum færin en við skiluðum boltanum ekki í netið. Við áttum einnig að fá vítaspyrnu, við fengum hana ekki og maður verður að samþykkja það, þannig er þessi leikur. Þetta var ekki okkar dagur,“ sagði Ten Hag en staðan var markalaus í hálfleik. „Ég held að við höfum skapað fleiri færi, virkilega góð færi. Mér fannst við pressa mjög vel og náðum að vinna boltann hátt upp á vellinum. Við færðum boltann vel, sköpuðum góð færi en náðum ekki að skora.“ „Þegar það gerðist þá verður þú að halda einbeitingu. Þetta byrjaði undir lok fyrri hálfleiks, fengum þrjú óþarfa gul spjöld og Tottenham fékk mjög gott færi. Algjör óþarfi. Við byrjuðum svo síðari hálfleikinn mjög illa. Við brotnuðum þó ekki og börðumst á móti.“ „Vængmennirnir okkar pressuðu Tottenham nokkuð vel en í þau skipti sem þeir komust í gegnum pressuna okkar þá verðum við að vera betri í að komast til baka. Þeir þurfa samt að fá stuðning frá bakvörðum og miðjumönnum, við þurfum að vera samhæfðari.“ Um Mason Mount og stöðu hans á vellinum „Það er planið (að hafa Mount neðar á vellinum). Við vorum með algjöra yfirburði í fyrri hálfleik, sérstaklega á miðjunni. Hann var mikilvægur hlekkur í því.“ Um gula spjaldið undir lok leiks „Ég tjáði mig á vinalegan og vingjarnlegan hátt en dómarinn kunni ekki að meta það.“ Um byrjun Man United „Ég horfi á „byrjunina“ sem nokkra leiki til viðbótar. Við erum óánægðir í dag. Við þurfum að horfa í eigin barm og nýta færin, eitthvað sem við gerðum ekki. Fyrsta markið er mjög mikilvægt í ensku úrvalsdeildinni.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var eign okkar og þá verður þú að skora. Við sköpuðum færin en við skiluðum boltanum ekki í netið. Við áttum einnig að fá vítaspyrnu, við fengum hana ekki og maður verður að samþykkja það, þannig er þessi leikur. Þetta var ekki okkar dagur,“ sagði Ten Hag en staðan var markalaus í hálfleik. „Ég held að við höfum skapað fleiri færi, virkilega góð færi. Mér fannst við pressa mjög vel og náðum að vinna boltann hátt upp á vellinum. Við færðum boltann vel, sköpuðum góð færi en náðum ekki að skora.“ „Þegar það gerðist þá verður þú að halda einbeitingu. Þetta byrjaði undir lok fyrri hálfleiks, fengum þrjú óþarfa gul spjöld og Tottenham fékk mjög gott færi. Algjör óþarfi. Við byrjuðum svo síðari hálfleikinn mjög illa. Við brotnuðum þó ekki og börðumst á móti.“ „Vængmennirnir okkar pressuðu Tottenham nokkuð vel en í þau skipti sem þeir komust í gegnum pressuna okkar þá verðum við að vera betri í að komast til baka. Þeir þurfa samt að fá stuðning frá bakvörðum og miðjumönnum, við þurfum að vera samhæfðari.“ Um Mason Mount og stöðu hans á vellinum „Það er planið (að hafa Mount neðar á vellinum). Við vorum með algjöra yfirburði í fyrri hálfleik, sérstaklega á miðjunni. Hann var mikilvægur hlekkur í því.“ Um gula spjaldið undir lok leiks „Ég tjáði mig á vinalegan og vingjarnlegan hátt en dómarinn kunni ekki að meta það.“ Um byrjun Man United „Ég horfi á „byrjunina“ sem nokkra leiki til viðbótar. Við erum óánægðir í dag. Við þurfum að horfa í eigin barm og nýta færin, eitthvað sem við gerðum ekki. Fyrsta markið er mjög mikilvægt í ensku úrvalsdeildinni.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira