Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. ágúst 2023 07:51 Slökkvistarf gengur ekki nógu vel á Tenerife þar sem svæðið er ansi hrjóstrugt og óaðgengilegt. Twitter/AP Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá. Slökkviliðsmenn á eyjunni vinna nú hörðum höndum að því að tryggja að eldurinn dreifi sér ekki lengra í norðurátt. Svæðið sem hefur orðið fyrir barðinu á gróðureldunum er um 22 kílómetrar að ummáli. Bæirnir Arafo og Candelaria hafa orðið verst úti auk ákveðinna hluta Söntu Úrsúlu og La Victoria. Fernando Clavijo, forseti Kanaríeyja, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi „Útlitið er ekki beint gott. Raunveruleikinn er sá að við höfum ekki náð markmiðum okkar þrátt fyrir slökkvistarf úr lofti.“ Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af gróðureldunum á eyjunni. Næstu dagar mjög mikilvægir Slökkvistarf gengur sérstaklega illa vegna umhverfisins sem er hrjóstrugt og óaðgengilegt. Slökkviliðsmenn hafa lagt sérstakt kapp á að eldurinn nái ekki til byggða. Sveitarstjóri Candelaria, María Concepción Brito, segir aðstæður vegna gróðureldanna flóknar. Hitinn sé slíkur á ákveðnum stöðum að ekki er hægt að sinna slökkvistarfi af því vatnið gufar jafnóðum upp. Eldurinn brennur glatt og þurfa slökkviliðsmenn að hafa hraðar hendur næstu daga áður en hitinn hækkar á sunnudag og það kemur meiri þurrkur.AP Næstu dagar munu reynast gríðarmikilvægir af því að á sunnudaginn á hitinn aftur að hækka töluvert og rakastig að lækka. Það muni hafa slæm áhrif á slökkvistarf. Í nótt unnu 200 slökkviliðsmenn á landi við slökkvistarf að sögn Clavijo og klukkan hálf níu að staðartíma í dag þá hefst slökkvistarf úr lofti. Sextán þyrlur vinna að slökkvistarfi í dag, tveimur fleiri en í gær með tilkomu nýrra þyrla. Clavijo hefur biðlað til almennra borgara að hjálpa eins og þeir geta íbúum sem hafa verið brottfluttir vegna eldanna. Í heildina hafa 150 manns þurft að yfirgefa heimili sín en aðeins fjórir hafa þurft á aðstoð í björgunarmiðstöðvum Arafo og Candelaria. Footage from Tenerife, the Canary Islands, #Spain where devastating wildfire continues to get out of control#wildfireupdate pic.twitter.com/lWjY47i3YR— Attentive Media (@AttentiveCEE) August 17, 2023 Gróðureldar Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Slökkviliðsmenn á eyjunni vinna nú hörðum höndum að því að tryggja að eldurinn dreifi sér ekki lengra í norðurátt. Svæðið sem hefur orðið fyrir barðinu á gróðureldunum er um 22 kílómetrar að ummáli. Bæirnir Arafo og Candelaria hafa orðið verst úti auk ákveðinna hluta Söntu Úrsúlu og La Victoria. Fernando Clavijo, forseti Kanaríeyja, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi „Útlitið er ekki beint gott. Raunveruleikinn er sá að við höfum ekki náð markmiðum okkar þrátt fyrir slökkvistarf úr lofti.“ Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af gróðureldunum á eyjunni. Næstu dagar mjög mikilvægir Slökkvistarf gengur sérstaklega illa vegna umhverfisins sem er hrjóstrugt og óaðgengilegt. Slökkviliðsmenn hafa lagt sérstakt kapp á að eldurinn nái ekki til byggða. Sveitarstjóri Candelaria, María Concepción Brito, segir aðstæður vegna gróðureldanna flóknar. Hitinn sé slíkur á ákveðnum stöðum að ekki er hægt að sinna slökkvistarfi af því vatnið gufar jafnóðum upp. Eldurinn brennur glatt og þurfa slökkviliðsmenn að hafa hraðar hendur næstu daga áður en hitinn hækkar á sunnudag og það kemur meiri þurrkur.AP Næstu dagar munu reynast gríðarmikilvægir af því að á sunnudaginn á hitinn aftur að hækka töluvert og rakastig að lækka. Það muni hafa slæm áhrif á slökkvistarf. Í nótt unnu 200 slökkviliðsmenn á landi við slökkvistarf að sögn Clavijo og klukkan hálf níu að staðartíma í dag þá hefst slökkvistarf úr lofti. Sextán þyrlur vinna að slökkvistarfi í dag, tveimur fleiri en í gær með tilkomu nýrra þyrla. Clavijo hefur biðlað til almennra borgara að hjálpa eins og þeir geta íbúum sem hafa verið brottfluttir vegna eldanna. Í heildina hafa 150 manns þurft að yfirgefa heimili sín en aðeins fjórir hafa þurft á aðstoð í björgunarmiðstöðvum Arafo og Candelaria. Footage from Tenerife, the Canary Islands, #Spain where devastating wildfire continues to get out of control#wildfireupdate pic.twitter.com/lWjY47i3YR— Attentive Media (@AttentiveCEE) August 17, 2023
Gróðureldar Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45