Kynna drög að frjálslegri lögum um kannabis í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 14:12 Einstaklingar fengju leyfi til að rækta allt að þrjár kannabisplöntur til eigin nota verði hugmyndir þýsku stjórnarinnar að veruleika. AP/Markus Schreiber Þýska ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á lögum og reglum um vörslu og sölu á kannabisefnum. Fái málið framgang á þingi mega einstaklingar eiga neysluskammta og rækta allt að þrjár kannabisplöntur. Tillögur ríkisstjórnar Olafs Scholz, kanslara, gera ráð fyrir því að fólk átján ára og elda megi ganga í sérstaka kannabisklúbba sem fái leyfi til þess að rækta efnið til einkaneyslu félagsmanna. Fimm hundruð manns megi vera félagar í slíkum klúbbum að hámarki. Einstaklingar fengju einnig heimild til þess að kaupa allt að 25 grömm af kannabis á dag en í mesta lagi fimmtíu grömm á mánuði. Fólk yngri en 21 árs fengi mest að kaupa þrjátíu grömm á mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Neysla kannabisefna yrði ólöglega í innan við tvö hundruð metra fjarlægð frá skólum, leikvöllum, íþróttavöllum eða húsnæði kannabisklúbba. Bannað yrði að auglýsa kannabis eða klúbbana. Áform ríkisstjórnarinnar eru sögð ganga nokkuð skemur en hún ætlaði sér í upphafi. Ætlun hennar er að lög af þessu tagi taki gildi við lok þessa árs. Til þess að svo verði þarf þýska þingið að samþykkja frumvarp þess efnis. Bæði andstæðingar og fylgismenn kannabisefna hafa gagnrýnt áform ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan segir áhættusamt að lögleiða kannabis og samtök dómara halda því fram að það muni auka álag á dómskerfið og jafnvel auka eftirspurn á svörtum markaði með kannabis. Talsmenn lögleiðingar eru einnig ósáttir við hversu ströng skilyrði verði sett við vörslu og neyslu á kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra, segir það boða gott að áformin séu gagnrýnd úr báðum áttum. Þýskaland glími nú við vaxandi neyslu sem valdi vandræðum. „Það hefði ekki verið hægt að halda svona áfram lengur,“ sagði Lauterbach. Þýskaland Kannabis Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Tillögur ríkisstjórnar Olafs Scholz, kanslara, gera ráð fyrir því að fólk átján ára og elda megi ganga í sérstaka kannabisklúbba sem fái leyfi til þess að rækta efnið til einkaneyslu félagsmanna. Fimm hundruð manns megi vera félagar í slíkum klúbbum að hámarki. Einstaklingar fengju einnig heimild til þess að kaupa allt að 25 grömm af kannabis á dag en í mesta lagi fimmtíu grömm á mánuði. Fólk yngri en 21 árs fengi mest að kaupa þrjátíu grömm á mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Neysla kannabisefna yrði ólöglega í innan við tvö hundruð metra fjarlægð frá skólum, leikvöllum, íþróttavöllum eða húsnæði kannabisklúbba. Bannað yrði að auglýsa kannabis eða klúbbana. Áform ríkisstjórnarinnar eru sögð ganga nokkuð skemur en hún ætlaði sér í upphafi. Ætlun hennar er að lög af þessu tagi taki gildi við lok þessa árs. Til þess að svo verði þarf þýska þingið að samþykkja frumvarp þess efnis. Bæði andstæðingar og fylgismenn kannabisefna hafa gagnrýnt áform ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan segir áhættusamt að lögleiða kannabis og samtök dómara halda því fram að það muni auka álag á dómskerfið og jafnvel auka eftirspurn á svörtum markaði með kannabis. Talsmenn lögleiðingar eru einnig ósáttir við hversu ströng skilyrði verði sett við vörslu og neyslu á kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra, segir það boða gott að áformin séu gagnrýnd úr báðum áttum. Þýskaland glími nú við vaxandi neyslu sem valdi vandræðum. „Það hefði ekki verið hægt að halda svona áfram lengur,“ sagði Lauterbach.
Þýskaland Kannabis Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira