Kynna drög að frjálslegri lögum um kannabis í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 14:12 Einstaklingar fengju leyfi til að rækta allt að þrjár kannabisplöntur til eigin nota verði hugmyndir þýsku stjórnarinnar að veruleika. AP/Markus Schreiber Þýska ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á lögum og reglum um vörslu og sölu á kannabisefnum. Fái málið framgang á þingi mega einstaklingar eiga neysluskammta og rækta allt að þrjár kannabisplöntur. Tillögur ríkisstjórnar Olafs Scholz, kanslara, gera ráð fyrir því að fólk átján ára og elda megi ganga í sérstaka kannabisklúbba sem fái leyfi til þess að rækta efnið til einkaneyslu félagsmanna. Fimm hundruð manns megi vera félagar í slíkum klúbbum að hámarki. Einstaklingar fengju einnig heimild til þess að kaupa allt að 25 grömm af kannabis á dag en í mesta lagi fimmtíu grömm á mánuði. Fólk yngri en 21 árs fengi mest að kaupa þrjátíu grömm á mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Neysla kannabisefna yrði ólöglega í innan við tvö hundruð metra fjarlægð frá skólum, leikvöllum, íþróttavöllum eða húsnæði kannabisklúbba. Bannað yrði að auglýsa kannabis eða klúbbana. Áform ríkisstjórnarinnar eru sögð ganga nokkuð skemur en hún ætlaði sér í upphafi. Ætlun hennar er að lög af þessu tagi taki gildi við lok þessa árs. Til þess að svo verði þarf þýska þingið að samþykkja frumvarp þess efnis. Bæði andstæðingar og fylgismenn kannabisefna hafa gagnrýnt áform ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan segir áhættusamt að lögleiða kannabis og samtök dómara halda því fram að það muni auka álag á dómskerfið og jafnvel auka eftirspurn á svörtum markaði með kannabis. Talsmenn lögleiðingar eru einnig ósáttir við hversu ströng skilyrði verði sett við vörslu og neyslu á kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra, segir það boða gott að áformin séu gagnrýnd úr báðum áttum. Þýskaland glími nú við vaxandi neyslu sem valdi vandræðum. „Það hefði ekki verið hægt að halda svona áfram lengur,“ sagði Lauterbach. Þýskaland Kannabis Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Tillögur ríkisstjórnar Olafs Scholz, kanslara, gera ráð fyrir því að fólk átján ára og elda megi ganga í sérstaka kannabisklúbba sem fái leyfi til þess að rækta efnið til einkaneyslu félagsmanna. Fimm hundruð manns megi vera félagar í slíkum klúbbum að hámarki. Einstaklingar fengju einnig heimild til þess að kaupa allt að 25 grömm af kannabis á dag en í mesta lagi fimmtíu grömm á mánuði. Fólk yngri en 21 árs fengi mest að kaupa þrjátíu grömm á mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Neysla kannabisefna yrði ólöglega í innan við tvö hundruð metra fjarlægð frá skólum, leikvöllum, íþróttavöllum eða húsnæði kannabisklúbba. Bannað yrði að auglýsa kannabis eða klúbbana. Áform ríkisstjórnarinnar eru sögð ganga nokkuð skemur en hún ætlaði sér í upphafi. Ætlun hennar er að lög af þessu tagi taki gildi við lok þessa árs. Til þess að svo verði þarf þýska þingið að samþykkja frumvarp þess efnis. Bæði andstæðingar og fylgismenn kannabisefna hafa gagnrýnt áform ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan segir áhættusamt að lögleiða kannabis og samtök dómara halda því fram að það muni auka álag á dómskerfið og jafnvel auka eftirspurn á svörtum markaði með kannabis. Talsmenn lögleiðingar eru einnig ósáttir við hversu ströng skilyrði verði sett við vörslu og neyslu á kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra, segir það boða gott að áformin séu gagnrýnd úr báðum áttum. Þýskaland glími nú við vaxandi neyslu sem valdi vandræðum. „Það hefði ekki verið hægt að halda svona áfram lengur,“ sagði Lauterbach.
Þýskaland Kannabis Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira