Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2023 08:50 Lögreglumenn standa vörð við sjúkrahús í Quito þangað sem margir þeirra sem særðust í árásinni á Villavicencio voru fluttir á miðvikudagskvöld. AP/Juan Diego Montenegro Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Ekvadorska þjóðin er slegin óhug vegna drápsins á Villavicencio á kosningafundi í höfuðborginni Quito um hábjartan dag á miðvikudagskvöld. Villavicencio var ekki sigurstranglegur í forsetakosningunum en hann var fyrst og fremst þekktur fyrir baráttu sína gegn glæpum og spillingu. Neyðarástandi var lýst yfir í Ekvador eftir morðið. Þrátt fyrir það segir Guillermo Lasso, forseti, að kosningarnar fari fram eftir áætlun. Lasso hefur óskað eftir aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar vegna morðsins. Þeir grunuðu voru handteknir þar sem þeir földu sig í húsi í Quito samkvæmt lögregluskýrslu sem AP-fréttastofan hefur séð. Sjöundi maðurinn, einnig Kólumbíumaður, féll í skotbardaga við lögreglu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjórir þeirra sem voru handteknir höfðu áður verið ákærðir fyrir fíkniefnasmygl og ofbeldisglæpi, að sögn Washington Post. Lögreglumenn lögðu hald á fjórar haglabyssur, riffil, skotfæra, þrjár handsprengjur auk bifreiðar og bifhjóls. Juan Zapata, innanríkisráðherra Ekvadors, lýsti morðinu sem pólitískum hryðjuverkaglæp sem hafi verið ætlað að skemma fyrir kosningunum sem fara fram 20. ágúst. Hann staðfesti að sumir sexmenninganna tilheyrðu skipulögðum glæpasamtökum. Heimildir Washington Post innan ekvadorska innanríkisráðuneytisins og ríkislögreglunnar herma að lögreglan telji að um tuttugu manns hafi tekið þátt í morðinu á Villavicencio. Þeir hafi falið sig í mannfjölda, sumir þeirra klæddir í boli til stuðnings frambjóðandanum. Öryggisgæsla í Ekvador hefur verið hert eftir morðið á Villavicencio. Hér leita vopnaðir hermenn á ökumanni í Guayaquil.AP/Cesar Muñoz Hótað af glæpagengjum Patricio Zuquilanda, ráðgjafi Villavicencio, segir að liðsmenn mexíkóska Sinaloa-fíkniefnahringsins hafi hótað honum. Samtökin teygja anga sína til Ekvadors ásamt ýmsum öðrum alþjóðlegum glæpahringjum, að sögn AP. Villavicencio hafi borist að minnsta kosti þrjár líflátshótanir fyrir morðið. Einn hafi verið handtekinn og frambjóðandinn fengið öryggisfylgd. BBC segir að eftir morðið hafi hópur vopnaðara manna með klúta fyrir andlitinu lýst yfir ábyrgð á því í myndbandi á samfélagsmiðlum. Mennirnir sögðust tilheyra glæpasamtökunum Úlfunum (sp. Los lobos). Skömmu síðar hafi hins vegar annað myndband birst þar sem annar hópur manna fullyrtu að þeir væru hluti af Úlfunum og að samtökin hefðu hvergi komið nálægt morðinu á frambjóðandanum. Fyrra myndbandið hefði verið tilraun óvinasamtaka þeirra til þess að koma á þá sök. Ofbeldisalda á götum úti og í fangelsum hefur geisað í Ekvador að undanförnu. Fyrir henni standa innlend glæpagengi sem hafa mörg tengsl við erlenda fíkniefnahringi. Þau hafa gert Ekvador, sem liggur mitt á milli Kólumbíu og Perú, tveggja stærstu kókaínframleiðenda heims, að millilið fyrir fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna og Evrópu. Ekvador Kólumbía Tengdar fréttir Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Ekvadorska þjóðin er slegin óhug vegna drápsins á Villavicencio á kosningafundi í höfuðborginni Quito um hábjartan dag á miðvikudagskvöld. Villavicencio var ekki sigurstranglegur í forsetakosningunum en hann var fyrst og fremst þekktur fyrir baráttu sína gegn glæpum og spillingu. Neyðarástandi var lýst yfir í Ekvador eftir morðið. Þrátt fyrir það segir Guillermo Lasso, forseti, að kosningarnar fari fram eftir áætlun. Lasso hefur óskað eftir aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar vegna morðsins. Þeir grunuðu voru handteknir þar sem þeir földu sig í húsi í Quito samkvæmt lögregluskýrslu sem AP-fréttastofan hefur séð. Sjöundi maðurinn, einnig Kólumbíumaður, féll í skotbardaga við lögreglu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjórir þeirra sem voru handteknir höfðu áður verið ákærðir fyrir fíkniefnasmygl og ofbeldisglæpi, að sögn Washington Post. Lögreglumenn lögðu hald á fjórar haglabyssur, riffil, skotfæra, þrjár handsprengjur auk bifreiðar og bifhjóls. Juan Zapata, innanríkisráðherra Ekvadors, lýsti morðinu sem pólitískum hryðjuverkaglæp sem hafi verið ætlað að skemma fyrir kosningunum sem fara fram 20. ágúst. Hann staðfesti að sumir sexmenninganna tilheyrðu skipulögðum glæpasamtökum. Heimildir Washington Post innan ekvadorska innanríkisráðuneytisins og ríkislögreglunnar herma að lögreglan telji að um tuttugu manns hafi tekið þátt í morðinu á Villavicencio. Þeir hafi falið sig í mannfjölda, sumir þeirra klæddir í boli til stuðnings frambjóðandanum. Öryggisgæsla í Ekvador hefur verið hert eftir morðið á Villavicencio. Hér leita vopnaðir hermenn á ökumanni í Guayaquil.AP/Cesar Muñoz Hótað af glæpagengjum Patricio Zuquilanda, ráðgjafi Villavicencio, segir að liðsmenn mexíkóska Sinaloa-fíkniefnahringsins hafi hótað honum. Samtökin teygja anga sína til Ekvadors ásamt ýmsum öðrum alþjóðlegum glæpahringjum, að sögn AP. Villavicencio hafi borist að minnsta kosti þrjár líflátshótanir fyrir morðið. Einn hafi verið handtekinn og frambjóðandinn fengið öryggisfylgd. BBC segir að eftir morðið hafi hópur vopnaðara manna með klúta fyrir andlitinu lýst yfir ábyrgð á því í myndbandi á samfélagsmiðlum. Mennirnir sögðust tilheyra glæpasamtökunum Úlfunum (sp. Los lobos). Skömmu síðar hafi hins vegar annað myndband birst þar sem annar hópur manna fullyrtu að þeir væru hluti af Úlfunum og að samtökin hefðu hvergi komið nálægt morðinu á frambjóðandanum. Fyrra myndbandið hefði verið tilraun óvinasamtaka þeirra til þess að koma á þá sök. Ofbeldisalda á götum úti og í fangelsum hefur geisað í Ekvador að undanförnu. Fyrir henni standa innlend glæpagengi sem hafa mörg tengsl við erlenda fíkniefnahringi. Þau hafa gert Ekvador, sem liggur mitt á milli Kólumbíu og Perú, tveggja stærstu kókaínframleiðenda heims, að millilið fyrir fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna og Evrópu.
Ekvador Kólumbía Tengdar fréttir Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23