Erlent

Fjöru­tíu og einn flótta­maður fórst undan stöndum Ítalíu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Um 1800 flóttamenn hafa látið lífið á leið sinni yfir Kyrrahafið í ár. Mynd tengist frétt ekki beint en á henni má sjá björgunarbát mannréttindahópsins MSF bjarga hópi flóttamanna í fyrradag.
Um 1800 flóttamenn hafa látið lífið á leið sinni yfir Kyrrahafið í ár. Mynd tengist frétt ekki beint en á henni má sjá björgunarbát mannréttindahópsins MSF bjarga hópi flóttamanna í fyrradag. AP/Stefan Pejovic

Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför.

Ítalska ríkissjónvarpið RAI greindi frá fréttunum.

Fjórir farþegar bátsins, þrír karlar og ein kona, komust lífs af. Fólkinu var bjargað af áhöfn flutningaskips áður en þau voru flutt yfir í bát landhelgisgæslu Ítala. Hópurinn kom til Lampedusa í morgun þar sem þau greindu björgunarsveitarfólki frá örlögum bátsins.

Að sögn fólksins lagði báturinn (sem var um sjö metrar að lengd) af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis síðastliðinn fimmtudag og voru 45 manns um borð í honum, þar af þrjú börn. 

Báturinn sökk aðeins nokkrum klukkustundum eftir brottför eftir að stór alda skall á honum.

Meira en átján hundruð manns hafa látið lífið í ár á leið sinni yfir Kyrrahafið frá Túnis til Ítalíu. Undanfarna daga hafa varðskip á vegum landhelgisgæslunnar og aðrir hópar bjargað tvö þúsund manns undan ströndum Lampedusa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×