Erlent

Lestar­slys í Pakistan varð minnst þrjá­tíu manns að bana

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Átta vagnar fóru út af teinunum.
Átta vagnar fóru út af teinunum. AP/Pervez Masih

Þrjátíu manns hið minnsta hafa látið lífið og hundrað eru slasaðir eftir að lest fór af teinunum í Suður-Pakistan í dag.

Björgunaraðilar eru enn við störf við að ná þeim slösuðu upp úr rústunum og koma þeim á sjúkrahús, samkvæmt frétt BBC.

 Þá segir að lestarslys í landinu séu ekki óalgeng. Í júní árið 2021 varð lestarslys minnst fjörutíu manns að bana þegar tvær farþegalestir skullu saman. Milli 2013 og 2019 hafi 150 manns látist í Pakistan vegna lestarslysa.

 Saad Rafiq, samgönguráðherra Pakistan, segir rannsóknir hafa sýnt að lestin hafi ferðast á venjulegum hraða þegar slysið átti sér stað. Enn liggi ekki fyrir hver orsök slyssins var en samkvæmt upplýsingum frá talsmönnum lestarkerfisins í Pakistan fóru átta vagnar lestarinnar af teinunum. 

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á spítölum í borginni Nawabshah og á fleiri stöðum í Sind-fylki vegna slyssins. 


Tengdar fréttir

Mannskætt lestarslys í Pakistan

Að minnsta kosti sautján eru látnir og um fimmtíu slasaðir eftir að tvær lestir, með um þúsund manns innanborðs, skullu saman í pakistönsku hafnarborginni Karachi í morgun.

Að minnsta kosti 30 látnir eftir lestarslys í Pakistan

Tvær farþegalestir skullu saman í morgun í suðurhluta Pakistans og fórust þrjátíu hið minnsta í slysinu. Tugir til viðbótar eru slasaðir og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×