Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan dæmdur í þriggja ára fangelsi Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2023 09:02 Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, ræddi við fréttamenn á dögunum. Ap/K.M. Chaudary Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar á grundvelli ásakana um spillingu. Dómstóll í höfuðborginni Islamabad úrskurðaði hann sekan um að hafa ekki gefið upp tekjur sem hann hafði af sölu ríkisgjafa. Khan hafnar ásökununum og hyggst áfrýja niðurstöðunni. Dómari fór fram á hann yrði umsvifalaust handtekinn og var hann fluttur af heimili sínu í gæsluvarðhald. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Khan tók við sem forsætisráðherra árið 2018 en var vikið úr stólnum eftir að vantraustsyfirlýsing var samþykkt á pakistanska þinginu í apríl á síðasta ári. Var hún lögð fram í kjölfar átaka hans við áhrifamikinn her landsins. Þúsundir stuðningsmanna handteknir Þegar fangelsisúrskurðurinn var lesinn upp hóf hópur fólks, sem innihélt meðal annars saksóknara, að hrópa „Imran Khan er þjófur“ fyrir utan dómshúsið. Yfir hundrað dómsmál hafa verið höfðuð gegn Khan eftir að honum var vikið úr embætti. Hann segir ákærurnar vera af pólitískum toga. Khan var handtekinn í maí þegar hann mætti ekki fyrir dómara en var sleppt eftir að handtakan var úrskurðuð ólögmæt. Hann komst hjá því að vera handtekinn í marga mánuði og voru dæmi um að stuðningsfólk hafi háð bardaga við lögreglu til að forða honum frá gæsluvarðhaldi. Stjórnmálaflokkur Khan, Pakistan Tehreek-e-Insaf, hefur verið undir miklum þrýstingi frá ríkjandi stjórnvöldum. Margir hátt settir ráðamenn flokksins hafa hætt og þúsundir stuðningsmanna verið handteknir, sakaðir um að aðild að mótmælum sem brutust út í kjölfar þess að fyrrverandi forsætisráðherrann var handtekinn. Khan hefur talað fyrir því að boðað verði til snemmbúna kosninga en dómur hans kemur í veg fyrir að hann bjóði sig fram. Þing verður rofið þann 9. ágúst og samkvæmt stjórnarskrá ættu kosningar þá að fara fram í nóvember. Pakistan Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Dómstóll í höfuðborginni Islamabad úrskurðaði hann sekan um að hafa ekki gefið upp tekjur sem hann hafði af sölu ríkisgjafa. Khan hafnar ásökununum og hyggst áfrýja niðurstöðunni. Dómari fór fram á hann yrði umsvifalaust handtekinn og var hann fluttur af heimili sínu í gæsluvarðhald. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Khan tók við sem forsætisráðherra árið 2018 en var vikið úr stólnum eftir að vantraustsyfirlýsing var samþykkt á pakistanska þinginu í apríl á síðasta ári. Var hún lögð fram í kjölfar átaka hans við áhrifamikinn her landsins. Þúsundir stuðningsmanna handteknir Þegar fangelsisúrskurðurinn var lesinn upp hóf hópur fólks, sem innihélt meðal annars saksóknara, að hrópa „Imran Khan er þjófur“ fyrir utan dómshúsið. Yfir hundrað dómsmál hafa verið höfðuð gegn Khan eftir að honum var vikið úr embætti. Hann segir ákærurnar vera af pólitískum toga. Khan var handtekinn í maí þegar hann mætti ekki fyrir dómara en var sleppt eftir að handtakan var úrskurðuð ólögmæt. Hann komst hjá því að vera handtekinn í marga mánuði og voru dæmi um að stuðningsfólk hafi háð bardaga við lögreglu til að forða honum frá gæsluvarðhaldi. Stjórnmálaflokkur Khan, Pakistan Tehreek-e-Insaf, hefur verið undir miklum þrýstingi frá ríkjandi stjórnvöldum. Margir hátt settir ráðamenn flokksins hafa hætt og þúsundir stuðningsmanna verið handteknir, sakaðir um að aðild að mótmælum sem brutust út í kjölfar þess að fyrrverandi forsætisráðherrann var handtekinn. Khan hefur talað fyrir því að boðað verði til snemmbúna kosninga en dómur hans kemur í veg fyrir að hann bjóði sig fram. Þing verður rofið þann 9. ágúst og samkvæmt stjórnarskrá ættu kosningar þá að fara fram í nóvember.
Pakistan Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira